Engeyjarætt sem starir í stjörnunar!

Glæstra tíma minnast má
mjög er horfið sparifé.
Staurblönk þjóðin starir á
stjörnurnar í ESB.

Vísan svarna sem er giska góð barst mér ofan úr Hrepp og verður þá einhverjum sveitungum mínum að orði eins og faríseum forðum, hvenær kom eitthvað gott ofan úr Galíleu. Held að höfundur sé Helgi Jóhannesson garðyrkjufræðingur frá Hvammi.

En úr ólíklegustu átt kemur nú það ráðleysi að telja stjörnur þessar allra meina bót og þula sú höfð yfir eins og mantra. Ein slík grein barst úr penna Benedikts í Talnakönnun sem skipað hefur sess í harðasta vígi Sjálfstæðismanna. Var lengi meðal nánustu samstarfsmanna Davíðs og er af Engeyjarætt.

Greinin sem skrifuð er í háði um krónuna dæmir sig sjálf. Allir sem vilja sjá að skuldavandi verður ekki leystur með því að breyta um heiti á gjaldmiðli og lengsta og torfærasta leiðin að gjaldmiðlaskiptum er í gegnum ESB.

Kostulegast er þó að sjá Benedikt afgreiða íslenska hagstjórn síðustu 90 ára sem ein samfelld mistök! Hér er nú öllu mjög turnað. Staðreyndin er að þegar krónan var tekin hér í notkun fyrir um öld síðan vorum við Íslendingar fátækastir allra Evrópuþjóða en erum nú með þeim ríkustu. Afdrifarík hagstjórnarmistök síðustu 20 ára skrifast í smæstu á krónuna en að stórum hluta á EES samninginn og verður ekki bætt fyrir með því að ganga þeirri endaleysu enn frekar á hönd. Hitt er svo fylgifiskur þess að reka mjög smátt hagkerfi að þar verða sveiflur mjög miklar og sveiflujöfnun hagkerfisins mjög lítil. Slíku hagkerfi er ekki endilega greiði gerður með því að afneita sveiflunum með fastgengisstefnu eða erlendum gjaldmiðli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni Harðar hikar við
hakar ei við listann B
Koðnar fylgið undir kvið
kúrsinn beint á ESB

Nýárskveðjur...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 09:48

2 identicon

Sæll Bjarni,

Burtséð frá því hvort hægt væri að útskýra firru ees og esb fyrir þjóðinni, heldur þú að við fengjum að segja okkur frá þessu apparati, leggja niður lög þeirra að vild og lifa sem sjálfstæð þjóð?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:20

3 identicon

Já svona fer þetta með fólk; ekkert frí frá umræðum og hugsjónum. Mikið var þó gott að skynja skilning "Gullvagnsins" á þeim mikilvæga sannleika að þjóðin; heildin; fólkið í landinu; flestir í almenningnum --- vita í raun afar lítið, margir nánast ekkert og svo ennú aðrir nákvæmlega ekki neitt um  ees og esb. Fólk er almennt að vinna fyrir sér og sínum, sinna fólki, skreppa með hundinn til dýralæknis og kaupa í matinn.  - Almenningur er í raun ekki í stakk búinn til að skilja og setja sig inn í þessi flóknu batterí, galla og kosti.

 Almenningur kaus eitthvert fólk til að kynna sér vel og vandlega þessi mál, greiðir því býsna góð laun fyrir og ÆTTI í raun að fá einfaldar skýrar stuttorðaðar skýringar á því hvað um er að ræða.

Hvort sem leifturhugar og lánssamir greindarmenn á bók og skjöl hafa fullan skilning á því eða ekki, þá er þetta ekki helsta lestrarefnið t.d. á kennarastofum, biðstofum lækna, í kaffipásunni í frystihúsinu né heldur á sendibílastöðinni meðan beðið er eftir túr og kaffið drukkið.

Þetta virkar almmennt (að ég tel - engar vísindalegar kannanir hér að baki) öldungis hrútleiðinlegur lestur á flóknu máli; þreytandi eftir erfiðan vinnudag - og svo allt barnastússið og þvottarnir, maður minn!

Nei - ef þjóðin, sem þetta á jú að snúast um, á að geta í RAUN, en ekki bara á yfirborðinu, að geta skilið ,vegið og metið þessi mál  þá verður að "presentera" á mannamáli um hvað hlutirnir snúast.

Stutt og skýrt:

 Þetta fáum við.

Þessu töpum við.

Þessu verðum við að gegna.

Þessu getum við ráðið.

Ekkert stjórnmálaorðskrúð; engin strembin fagorð.

EKKI hygg ég þjóðina svon illa gefna, svo trega til höfuðsins. Sei, Sei, nei - en áhugamál okkar eru misjöfna, aðstaða öll o.sv.frv. Það ættu nú flestir að skilja.

Ef þetta verður ekki skýrt á einhvern sambærilega hátt  og hér er lýst, þá fer málum þannig að fólk fylgir þeim stjórnmálamanni sem er í nokkru afhaldi hjá því - sé einhver slíkur eftir - og það án þess að skilja baun! Og hananú - en þetta er nú hinn augljósi sannleikur því við erum margslunginn til anda, afkomu, upplifana ...

Þannig fram farið, fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 11.18

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér finnst það bera vott um forheimsku að hann Benidikt skuli tala svona um krónuna þó hann virðist meðvitaður um að hún er ekki á förum í bráð.

hérna er færsla frá mér um þessa grein hans

http://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/756446

Guðmundur Jónsson, 29.12.2008 kl. 12:55

5 identicon

Sæll Bjarni.

Hvernig stendur á því að jafn greindur maður og þú skulir hanga í jafn fáránlegri þvælu og þeirri sögu að íslendingar séu þjóða ríkastir? Uppgangur á Íslandi síðustu tvo áratugi hefur verið byggður á skuldum, ekki ríkidæmi.

Engin þjóð skuldar meira, sama hvaða mælikvarði er notaður.

Sá sem skuldar, hann er hvorki ríkur né frjáls, hann er þræll skulda sinna.

Miklum tekjum okkar af sjávarútvegi, iðnaði og ferðaþjónustu hefur verið hent út um gluggann vegna óstöðugs gjaldmiðils sem sífellt hefur þurft að plástra.

Lestu grein Benedikts aftur og það með sterkum gleraugum. Þetta er sko engin háðsdeila á krónuna, þetta er sorgarsaga skelfilegra mistaka.    

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:30

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er alveg sama með hvaða gleraugum jafn greindur maður og Bjarni les þessa grein hans Benidikts niðurstaðan verður alltaf sú sama. jóhann Benidikrt sér ekki alla myndina.

Mér finnst vera  mjög greinileg filgni með þeim sem tala svona um krónuna og takmörkuðum skilningi á tilgangi gjaldmiðla yfir höfuð.

Guðmundur Jónsson, 29.12.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Bjarna er alveg hreint sama með hvaða gleraugum hann les greinar annarra: - hann sér ekki það sem hann les - en segist sjá eitthvað sem er honum þóknanlegra sjálfum.

Það er nú einmitt eitt af því sem gerir Bjarna svo stórkostlegan

Benedikt Sigurðarson, 29.12.2008 kl. 19:38

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Skil ég þetta ekki svo að það sé að verða stjörnubjart alveg upp í Hreppa og að þar séu menn í vandræðum með krónur eins og annars staðar.

Við áttum hálft hús hér í Mosó fyrir 3 mánuðum, en eigum nú ekki neitt þegar myntkarfan er reiknuð út frá krónu, en eigum ennþá hálft hús ef lánið er reiknað út frá evru?

Þannig að ef ég gæti sneitt framhjá þessum gjaldmiðli sem nefnist króna að þá er minn vandi að stærstum hluta leystur. Með kærri kveðju, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2008 kl. 20:25

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

þinn vandi Gunnlaug felst í því að þú varst plataður af  bankamönnum til að taka lán með gengistryggingu. Menn verða altaf plataðir í viðskiftu  sama hvað hvað myntin heitir sem verslað er með.

Guðmundur Jónsson, 29.12.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum með hluta á gengistryggðu, en síðan myntkörfulán. Það er það sem ég er að tala um. Það lán er óverðtryggt og á lágum vöxtum. Hinsvegar hefur það hækkað um helming þegar reiknað er út frá gengi krónu en er óbreytt þegar reiknað er út frá evru.

Lánakjörin eru eins góð og gerist, en krónan er vandinn. Ef ég fengi göngufólk í viðskipti sem myndi borga í evrum þá er þessi vandi horfinn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.12.2008 kl. 22:30

11 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gunnlaugur!

" Ef ég fengi göngufólk í viðskipti sem myndi borga í evrum þá er þessi vandi horfinn"

Þú býrð á íslandi.

 Á íslandi er íslenska krónan gjaldmiðill. Ég og flestir íslendingar hafa gert ráð fyrir að svo verði, Þeir sem gert hafa sínar áætlanir miðað við það eru ekki að tapa hálfum húsum á mjög sterkari evru um þessar mundir. Krónan verður að vera veik núna til að halda atvinuvegunum gangandi. það vissu allir nema ef til vill þeir sem tóku gengistrigð lán að styrking krónunnar síðustu ár var langt umfram það sem eðlilegt gat talist.

Ég hef verið að benda fólki á að höfða mál á hendur bönkunum sem veittu þeim þessi lán. sjá þessa færslu http://mummij.blog.is/blog/mummij/entry/697126/

Guðmundur Jónsson, 30.12.2008 kl. 09:21

12 identicon

Mér þykja þetta nú nokkuð afturhaldsöm skrif hjá þér Bjarni, svona svipað og þegar Bjartur í S.húsum neitaði að taka þátt í kaupfélaginu, maðurinn sem sáði í akur óvinar síns alla ævi.

Ég er hjartanlega sammála því sem Helga segir hérna ofar.  Kostir og gallar EES og ESB eru margslungnir og því ekkert hægt að segja af eða á með inngöngu í ESB fyrr en menn hafa sökkt sér á kaf í samningsumleitan með skýr samn.markmið og fengið svör á grundvelli þeirra.  

Svo finnst mér fráleitt af þér Bjarni að afgreiða EES sem eitthvað upphaf af þeirri eymd sem við nú sitjum í.  Það tengist EES ekki neitt hvernig málum er nú komið.  Ef þú ert að vísa í bankana og Icesave málið þá var það allan tímann í höndum ísl. löggjafans og eftirlitsstofnana að koma í veg fyrir að þeir A- uxu langt umfram landsframleiðslu og gátu skuldsett sig út í hið óendanlega, t.d. með nánast afnámi bindiskyldu og B- með því að leyfa óhindrað að innlánsbanki og fjárfestingabanki væri sami bankinn.  Útlendingar töldu allan tímann að ríkið væri í ábyrgð fyrir bankana og stjórnvöld töluðu einnig með því, allt fram undir það síðasta.  Sökin er þeirra, ekki EES samstarfsins.  Allar alvöru þjóðir (fyrir utan Norðmenn) Evrópu telja hag sínum betur borgið þar inni, ESB.  Íslendingar fóru flatt á útrás sinni því okkur fannst við vera svo miklu klárari en allar hinar þjóðirnar, eins og unglingur sem telur sig vita allt betur en foreldrar sínir og straujar bara visakortið hægri vinstri, hækkar yfirdráttinn í bankanum og lifir í vellystingum, þar til kemur að skuldadögum.  Þá kemur hann hnípinn til mömmu og pabba og þau eiga að bjarga málunum.  Við skulum nú varast Bjarni, að vera enn og aftur með yfirlýsingar um hvað við erum klárust og að okkur sé best borgið utan ESB af því við erum svo klár, þó allar hinar alvöru þjóðirnar telji sínum hag betur borgið þar inni.  Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því, að þau telja betra að vera þar.  Alveg eins og það var ástæða fyrir því að ísl. bankarnir uxu hraðast allra um tíma.  Það var vegna þess að það var engin innistæða fyrir því.  Foreldrarnir(hinar þjóðirnar) horfðu á unglinginn og sumar skildu ekkert í því hvernig hann gat keypt allt.  Jú, hann var með allt að láni.  Nú segja foreldrarnir unglingnum að koma heim og taka þátt í fjölskyldulífinu af ábyrgð(ganga í ESB) en auðvitað veit hann ennþá miklu betur en þau, enda hefur hann ekkert lært  ,,ég ætla bara að gera þetta einn, ég veit betur en þið hvað er best".

Svo er ég líka hjartanlega sammála Jóhanni F. hérna ofar, hvernig í veröldinni færðu það út að við séum og höfum verið rík?  Ef maður tekur risalán og lifir eins og kóngur í 10-20 ár áður en kemur að skuldadögum en eyðir öllu láninu á meðan, er hann þá ríkur?  Var hann nokkurn tíma ríkur?  Það vita allir sem eitthvað vita að velmegunin hér undanfarin ár var keyrð áfram á lánsfé, ásamt ofursterkri krónu sem var jafn sterk og raun ber vitni vegna gífurlegrar eftirspurnar eftir henni, greitt með erlendu lánsfé.

Það að vera með sama gjaldmiðil og helstu viðskiptalönd þýðir að engar verðsveiflur verða á vörum milli þeirra sömu landa vegna gengis gjaldmiðilsins.  Það þýðir aftur að stöðugleiki verður miklu meiri sem aftur þýðir lága verðbólgu og vexti.  Það er heila hugmyndin með myntsamstarfi.  Þetta eru því nokkuð skrýtnar fullyrðingar hjá þér Bjarni og minnir satt best að segja nokkuð á Bjart.  Sérð ekki það sem flestir aðrir sjá.

Svo eru þetta líka skrýtnar fullyrðingar hjá Guðmundi J. hérna ofar þar sem hann ,,fræðir" Gunnlaug um að hafi Gunnlaugur fjárfest í húsn. í íslenskum krónum þá ætti hann ennþá sinn helming í húsinu.  Guðmundur er þá einn fárra sem ekki veit að á ísl. krónunni er verðtrygging.  Það sem er að gerast núna er að ofurverðbólga geisar (vegna veikingu krónunnar), það þýðir að allir höf.stólar verðtr. lána hækka í sama hlutfalli og verðtrygging mælir hækkandi verðlag, vegna lækkandi gengis krónu.

Þetta þýðir að á endanum hækkar ísl. lánið alveg jafn mikið og veiking krónunnar og þar með myntkörfulánið.  Munurinn er bara sá að hækkunin dreifist á allar eftirstöðvar ísl. lánsins en kemur strax fram á myntk.láninu.  Þegar krónan styrkist aftur, lækkar myntk.lánið jafn hratt til baka en hækkunin situr eftir á ísl. láninu.

Guðm. fullyrðir að Gunnl. myndi ennþá eiga sinn helming ef hann hefði fjárfest í ísl. láni.  Þetta er alrangt.  Sá sem keypti 3 herb. íbúð fyrir t.d. 2 árum, á 25 millj.(raunh. verð), átti 10 mill. sjálfur en tók 15 að láni, skuldar nú þegar alla íbúðina og mun fara í mínus á næsta og þarnæsta ári, sennilega aldrei komast upp úr þeim mínus.  Verðbólgan 2006-2008 var ekki undir 15% að meðaltali síðustu 2 ár (´06-´08).  Það þýðir að lánið hans er nú rétt um 20 mill. en verðið á íbúðinni er komið a.m.k. niður í 20mill.  Allar 10 mill. eru því tapaðar, brunnar upp í verðbólgu og v. hruns fast.markaðarins.  Hann getur ekki selt frekar en aðrir en eftir 2 ár er hö.stóll lánsins líklegast kominn í 23-26 mill. en íb.verðið stendur ennþá í 20 eða lægra.

Það var því ekkert betra í raun að vera með krónulán til lengri tíma litið, eftir 5-10 ár verður myntkörfulánið löngu komið til baka eftir þessa hækkun undanfarið ár en greiðist miklu hraðar niður þar sem afar lágir vextir eru á því og óverðtryggt.  Hins vegar mun krónulánið alveg örugglega vera komið vel yfir 30 milljónir og jafnvel 40 milljónir eftir 10 ár ef verðbólga heldur áfram að vera tiltölulega há, 7-15%, sem er mjög líklegt.

Ef myntk.lán til 40 ára var tekið t.d. 2006 með gengisvísit. 130 og upphæðin var t.d. 20 mill. ISK, og 10 árum seinna er gengisvísitalan aftur 130, sem er allt eins líklegt, hefur lánið LÆkkað um 1/4 og stendur þá í 15mill.ISK.  Eftir 10 ár verða laun hins vegar miklu hærri en í dag v. verðbólgu og því eru 15mill.ISK mun lægri upphæð að raunvirði þá en í dag.

Það hefur alltaf verið miklu hagstæðara að taka erlend lán til lengri tíma litið en krónulán.  Það var hins vegar ekki fyrr en nýlega sem þau urðu algeng meðal einstaklinga.  Um 80% fyrirtækja landsins hafa hins vegar meira og minna frá upphafi tekið sín lán í erlendri mynt, sem og bankastofnanir.

S. (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband