Alvarleg misnotkun á lýðræði

Það er rökrétt að draga þá ályktun af ýmsum ummælum Ingibjargar Sólrúnar að formaður Samfylkingarinnar vilji ekki að Sjálfstæðisflokkurinn nái samstöðu á landsfundinum um það hvernig staðið skuli að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Það er merkilegt fyrir þær sakir að það er eina hugsanlega leiðin til þess að málið komist á dagskrá við núverandi aðstæður...

Þannig skrifar alþingismaðurinn Ármann Kr. Ólafsson sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kraganum. Hér er talað tæpitungulaust um það að landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafi það hlutverk að koma aðildarviðræðum við ESB á koppinn. Hvernig má það vera þar sem nær allir hinna 25 þingmanna voru kjörnir á Alþingi út á þá stefnu að vilja ekki í ESB og ekki í aðildarviðræður. 

Telja þingmennirnir að þeir geti breytt umboði sínu með einfaldri fundarsamþykkt á landsfundi. Það er þá alvarleg misnotkun á lýðræðinu og sannast hér það sem fleiri hafa orðið til að benda á að á Íslandi er flokksveldi ekki lýðveldi.

Skrifaði aðeins um þetta flokksveldi í Morgunblaðinu í gær og þá grein má skoða nánar hér, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/762204/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð á fundinum.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 20:12

2 identicon

Eiga nú rétt á því að breyta um skoðanir og þá stefnu.  Forsendur þjóðfélagsins núna er allt aðrar en þegar kosningar voru.  Væri frekar að þeir hugsuðu ekki lýðræðislega ef þeir gerðu ekki neitt.  Að öðru leyti er ég sammála að á Íslandi er flokksveldi en ekki lýðveldi þrátt fyrir nafngiftina fyrir hartnær 65 árum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:23

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þingmönnum ber að fara eftir sannfæringu sinni og það munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins nota sér ef þeim þykir þeir þurfa þess með.

Ef þeir skipta um skoðun í ESB-málinu er það hins vegar full ástæða til þess að láta fara fram Alþingiskosningar.

Ómar Ragnarsson, 4.1.2009 kl. 23:52

5 identicon

Sammála ykkur báðum Ómar og Viðar.  Þá myndum við standa undir því að kalla okkur Lýðveldi.  Þreytandi hve umræðan um ESB snýst mikið um gjaldmiðilinn.  Er sérmál sem hægt er að leysa á annan hátt hvað sem spekingar segja um það.  Þarf að tryggja miklu stærri hagmunamál okkar Íslendinga ef farið verður í aðildaviðræður þ.m.t. auðlindir okkar.  Meirihluti þjóðarinnar veit það.  En að mínu viti allt í lagi að ræða við báknið og fá kosti/galla á borðið.  En ég treysti ekki núverandi Alþingi að taka endanlega ákvörðun.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Við höfum hér lýðveldi og lýðræði sem virkar framúrskarandi vel. Flokkafyrirkomulagið er skilvirk leið til að koma þessu í framkvæmd. Vertu nú ekki að tyggja öllu lengur tugguna hans Njarðar.

Baldur Hermannsson, 6.1.2009 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband