Bónusfánann á Alþingishúsið aftur

Ég held að það hafi verið mistök að taka Bónusfánann af Alþingishúsinu þar sem Haukur Evuson kom honum svo smekklega fyrir einhvern af mínum síðustu þarvistardögum. Núna þegar útrásarvíkingarnir okkar eiga landið algerlega skuldlaust - því þeir hafa falið okkur að borga skuldir sínar!

Eitt grófasta dæmið er bruna-yfirtaka Icelandic express (Pálmi víkingur í Fons) á Ferðaskrifstofu Íslands og daginn eftir kemur Bjarni Ármannsson heim og kaupir sér aflátsbréf fyrir innan við helming af því sem honum var greitt fyrir að fara. Hvað með allar þær skrilljónir sem hann fékk greiddar fyrir að keyra útrásina á sínum tíma enda var Bjarni mikill frumkvöðull í ofurlaunatöku. Ekki svo að skilja að það sé ekki fallega gert af Bjarna að borga Glitni til baka en betur kynni ég við að menn skiluðu öllu en ekki bara litlu.

Og nöturlegt að sjá hann halda því fram að meginástæðan fyrir því hve illa fór hafi verið gjaldmiðillinn og að Rei málið hafi verið mistök. Það fór illa útaf glannaskap og nú hrynja bankar í evrulöndum, það veit nafni minn vel. Hann veit líka að Rei málið var plott, siðlaust plott, sem mistókst - en að bera það á borð að menn hafi bara ætlað sér óvart að stela sameiginlegum eigum Reykvíkinga er utan við allt velsæmi...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta sem Bjarni þykist vera að skila er minna en gengishagnaðurinn sem hann hefur haft af þessum peningum sínum!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

"...af þessum peningum sínum!".

Þetta eru ekki peningarnir hans. Þetta eru peningarnir OKKAR!

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.1.2009 kl. 10:35

3 identicon

Það þarf að skoða vel það sem Pálmi Haraldss. hefur verið að gera síðan hann kom frá námi .Ábyggilega margt athygli vert sem hann gerði við garðykjubændur og fleiri .

Það eru margir sem vita hvernig þeir störfuðu saman Ragnar Flúðasv. Georg Ottóss. og mest Pálmi.

Ætli dansinn hafi ekki byrjað þá ?

Kristín (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:54

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gleðilegt ár nafni.

Mjög er af mönnum gengið, ef þeim er sá kostur næstur, að leyfa samþjöppun á markaði utanferða landans.

Svo kvað vera þrýstingur á borgarfulltrúa í þá veru, að ,,koma að" eins og það heitir, byggingum og rekstri bygginga fyrrum Nýsis.

Lagleur fjandi atarna.

Menn ÆTLAST TIL að útsvarsgreiðendur ,,komi að" rekstri og borgun snobbhúsa allskonar.

 Mitt svar um Egilshöll, Sýningahöllina, Hljómlistahús og svoleiðis nokk,  ef menn hafa gert í bux, verða þeir sjálfir að hreinsa og ljúka þessu með sama hætti og þessir hafa lengi gert við sína keppinauta, --boðið upp eigurnar.

Síðan má ef vill, kaupa fallíttið á slikk en EKKI ,,koma að rekstri og framþróun" bla bla bla .

Miðbæjaríhaldið

orðinn þreyttur á allskoana ,,faglegum hætti" OG að ,,menn ættu að koma að þróunarvinnu" bla bla bla.

Bjarni Kjartansson, 6.1.2009 kl. 11:32

5 Smámynd: Heidi Strand

Við eigum bara að halda kjaft og borga með bros á vör. Það sem ég óttast mest er að fólk kjósi þessi spillingarflokkar yfir okkur aftur.

Heidi Strand, 6.1.2009 kl. 12:22

6 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Auðvitað á að gera allar eigur þessara manna upptækar til ríkissjóðs.

Og svo ætti að athuga hvort verk þeirra flokkast ekki sem landráð, allavega eiga þeir að vera útlægir frá Íslandi, um aldur og ævi.

Og hvað er þetta með Pálma Haraldsson ?, er ekki nokkur leið að stöðva hann ? Hefur maðurinn ekki löngu sýnt sitt rétta eðli ?

Þegar maður fylgist með því sem er að gerast, dettur manni í hug að hætta að borga af lánum sínum, og fara að lifa þokkalegu lífi þess ábyrgðarlausa.

Börkur Hrólfsson, 6.1.2009 kl. 13:19

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það þarf að gera þessa menn persónulega ábyrga fyrir lánum hlutafélaga þeirra og taka þá síðan til gjaldþrotaskifta.

Héðinn Björnsson, 6.1.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Bjarni er sagður viðkunnanlegur maður sem fáir trúi að geri nokkuð ljótt - nú hefur hann skilað hluta af vaxtatekjum síðustu mánaða til fyrrum vinnustaðar síns sem treystu honum og túðu, líka þegar hann þessi ómissandi maður tók sér fæðingarorlof á fæðinagarorflofslaunum sem þá nam um 800 þúsund krónum ef ég man rétt, er hægt að afdæmast smá ?

Jón Snæbjörnsson, 6.1.2009 kl. 14:04

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 17:56

10 identicon

Segir ekki sagan að Bjarni Ármannsson var svo merkilegur maður að nýjir starfsmenn hjá Sukk-Glitni þurftu að læra umgengnisreglur gagnvart honum í denn. Kannski hefur hrokinn minnkað.

Ragnar Ingi Magnússon (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvernig væri að Bjarni Ármanns sýndi millifærslu 370 millj. Getur ekki verið að þetta sé bara fjárhæð sem hann hefur tapað vegna fall Glitnis.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 18:29

12 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Á meðan fólkið kýs þessa flokka þá hefur það ekkert að segja um þetta. Er þetta ekki betra:

Höfnum spilltum pakkaferðum alþingismanna

Ástþór Magnússon Wium, 6.1.2009 kl. 19:35

13 identicon

Tek undir með Héðni og Magnúsi Þ. Og að sjálfsögðu líka með Heyr, heyr. - Þetta eru nefnilega peningarnir Okkar; þjóðin Okkar; æra Okkar og sæmd. Æra og sæmd - hefur nokkur heyrt þau orð lengi í fjölmiðlum? Ellegar e.t.v. af vörum stjórnmálamannanna? Nei, ég spyr bara sisona, enda ekki grunlaust um að mér sé farið að förlast minni.

Já, þið talið um sér-til-lærðar kurteisisvenjur og framkomu í návist Bjarna Ármannssonar. Það er í raun ekki málið - og alls ekki málið. Skítt með það þótt aumingja drengurinn kunni einhverja "Oxford-siði". Ég kann þá líka. Og margir fleiri. Líka ýmsir sem eru að tapa öllu sínu sakir ódrengskapar og óráðvendni annarra. Þó skiptir örlitlu hvort þessir siðir eru "í blóðinu" eða orðnir til með öðrum hætti og þá t.d. með það fyrir augum að skapa sjálfum sér æðri sess meðal "pöpulsins". Blessaður "pöpullinn" sér nánast alltaf í gegnum sýndarmennsku af slíkum toga. En hér hætti ég að fjalla um það; held þó áfram.

En sem sagt - mér býður í grun að gott fólk hafi komið að máli við umrætt piltbarn og sýnt því fram á þau einföldu sannindi að "svona gerir maður ekki. Í þinni ætt hafa eiginlega flestir verið heiðarlegir Bjarni minn". Hann hafi svo tekið mark á því fólki. Sei, sei já. Menn geta átt ærumenn að, þótt ekki komi þeir sjálfir fram sem slíkir.

Sagt er og að pilturinn hafi sætt gríðarlegum návistarkulda fólks á einni eðla samkundu í Noregi og þá e.t.v. fundið til hans. - Hvað veit ég? - En nú kemur svolítil saga úr "kreppunni", sem fólk er margt hvert ekki farið að átta sig á hvernig muni lýsa sér... hlýt hér að undanskilja þá sem hafa misst vinnu, eiga ekki málungi matar og þjást af öllum þeim þungu og erfiðu hugsunum sem því fylgja.

Ég þurfti að fá mér far úr vegarkanti í dag, gekk meðfram nokkuð fjölförnum vegi á leið minni að sækja bíl í viðgerð í 40 km fjarlægð. Einn nokkurra, sem stöðvaði bíl og ók mér raunar síðasta spölinn, var ungur bílstjóri á ævintýralega stórum "margs-skonar-flutningabíl". Kann nefnilega ekki heitið. En á meðan á ferðinni stóð sagðist hann ætla að hringja aðeins í konuna sína. Í ljós kom í samtalinu að vinnuveitandi hennar hefði tjáð henni samdrátt, launalækkun vegna skerts vinnutíma og bílstjórinn hlustaði vandlega á sína konu. Svo sagði hann"ja, fyrst svona er vina mín, þá verð ég ara að reyna að hraka út meiri vinnu einhvern veginn, ef við eigum að kljúfa þetta með húsið".

Svo sagði hann mér frá sinni fjölskyldu hjón með 2 börn, það þriðja á leiðinni og atvinnan var talin trygg. Hús var fest, því íbúðin var alltof líti; í raun örlítil. En nú voru góð ráð dýr og ekki annað í stöðunni en það sem fyrr segir.

ÞETTA er það sem ég vil að fjárglæfrakjánarnir geri sér grimmilega ljóst!!! -  Fólkið, já fólkið sem vinnur í sveita síns andlitis VERÐUR að fá að halda reisn sinni og öryggi.

Við ræddum þetta svolítið lengur, bílstjórinn og ég. Engu hafði ég við það að bæta sem sá ungi maður sagði, en mér duttu í hug einkaflugvélar, skuldsetningaáróður, óskiljanlegur málflutningur um fjármál o.fl. o. fl.

Mér varð hálf illt í hjartanu.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 19:57

14 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Er búið að afskrifa 75 milljónirnar hennar Sifjar ? Guð blessi SUKKIÐ í þjóðarleikhúsinu .

Hörður B Hjartarson, 6.1.2009 kl. 21:50

15 identicon

Bjarni Ármannsson er slægur og þetta er einn leikur af mörgum í einhverri refskák. Jafnvel þó hann skilaði öllum greiðslum og ávinningi sem hann hafði sjálfur er tjónið sem síðar varð sökum stjórnunarhátta og þeirrar stefnu sem hann markaði hundraðfalt meira. Hann hefur í  ekkert bolmagn nú til þess að bæta það tjón sem orðið er. Það væri nauðsynlegt að tryggja það að hann stigi ekki aftur á íslenska jörð.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband