Farinn úr Framsóknarflokki

Í morgun sagði ég mig úr Framsóknarflokknum. Ákvörðun um það tók ég endanlega þegar Guðni Ágústsson sagði af sér sem formaður en ákvað að leyfa hátíðunum að líða án nokkurra aðgerða. Ég var aftur á móti ákveðinn í að koma úrsögninni frá mér fyrir flokksþing enda þykir mér ekki heiðarlegt að taka þátt í formannsslag og stefnumótun í flokki sem ég ætla mér alls ekki að starfa fyrir.

En ég er ekki hættur í pólitík. Ég hef eins og lesendur þessarar síðu þekkja skrifað nokkuð um nauðsyn þess að brjóta upp það staðanaða ægivald sem flokkakerfið hefur yfir stjórnmálum landsins. Við sjáum hvað setur!

Er eiginlega búinn að segja svo mikið í samtali við hin ýmsu blöð að ég ætla í bili að láta duga að vitna í það. Hér og hér.

Baráttan er rétt að byrja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

jahérna.. þú segir fréttir Bjarni :)

Óskar Þorkelsson, 7.1.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Diesel

Langar að óska þér til hamingju með að losna úr viðjum framsóknarflokksins, sem að þú "næstum því" bentir svo réttilega á að verður stjórnað af Valgerði Rio Tinto Sverrisdóttir.

Diesel, 7.1.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Nú bíður maður bara eftir að heyra meira um grasrótarhreyfinguna gegn inngöngu í ESB. Vona að það verði öflug hreyfing.

Haraldur Hansson, 7.1.2009 kl. 22:21

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég óska þér til hamingju með þessa ákvörðun Bjarni.  Gangi þér vel.

Sigrún Jónsdóttir, 7.1.2009 kl. 22:29

5 identicon

Jæja, þá erum við loksins flokksfélagar!

Henrý Þór Baldursson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 22:31

6 Smámynd: Guðmundur Bogason

Sæll Bjarni

Mikið er ég ánægður að heyra þetta - sagði einhvertíma að ég myndi kjósa hann Bjarna ef hann væri ekki í framsóknarflokknum :) svo nú er mér óhætt að kjósa þig.  Eða ganga í bandalag með þér.

Guðmundur Bogason, 7.1.2009 kl. 22:54

7 identicon

Þetta finnst mér heiðarlegt og rétt hjá þér.

kv Jóhanna Kristjónsd

Jóhanna K (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:04

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Áfram Bjarni. Styð það að þú berjist fyrir þessum góða málstað. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 7.1.2009 kl. 23:09

9 identicon

Já Bjarni, það er bara ekkert annað. Gott hjá þér. En NÚ getur þú sagt okkur frá öllum spillingarmálunum innan Framsóknar, sem þú lofaðir að segja frá hérna á þessari síðu s.l. vor (minnir mig, gæti þó verið lengra síðan). Ég, og margir aðrir, bíða spenntir eftir að heyra það. Nú ertu líka frjáls maður, loksins.

p.s. nema þú gefir út bók um þetta spillingarbæli fyrir næstu jól, og slærð Arnaldi við í sölunni...

Kv, að norðan

Jóhann Örn (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 23:11

10 identicon

Jæja Bjarni.  Þetta lá nú svo sem í loftinu.  Heldur þykir mér ólíklegt að marco eigi eftir að kjósa þig.  Og þó.  Maður veit aldrei.

Gangi þér vel með þetta!

marco (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 00:11

11 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Aldrei hafði Halli gamli haldið að hann ætti jafnvel eftir að kjósa Fyrv.Framsóknarmann !!!!Til hamingju og kveðja til þin og þinnar fjölskyldu/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.1.2009 kl. 00:14

12 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Heill og sæll félagi Bjarni. Og til hamingju með þína ákvörðun!
Vísa nú til bloggs míns þar sem ég skora á þig  að fara til þings
á ný sem málsvara okkar sjónarmiða og þess þjóðlega valkosts
sem stór hluti þjóðarinnar kallar eftir í dag!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 00:31

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Til hamingju Bjarni með þessa þína ákvörðun, og til er flokkur þar sem " hátt er til lofts og vítt til veggja " þú skilur.....

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2009 kl. 00:34

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Til Hamingju með þessa ákvörðun Bjarni. Þú skalt samt vara þig á að ofmeta ekki skjallið því ekki eru allir viðhlæjendur vinir manns. Það eru enn til einhver flokksbrot í landinu sem eru leifarnar af háum hugsjónum í bland við reiði þeirra sem stofnuðu þau. Láttu það ekki henda þig og ef þú stofnar alvöru hreyfingu, taktu þér þá tíma.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.1.2009 kl. 00:58

15 Smámynd: Njörður Helgason

Til hamingju Bjarni þú ert á réttri leið. Kom Guðmundur inn í þinn stað?

MBK NH

Njörður Helgason, 8.1.2009 kl. 07:25

16 Smámynd: Dunni

Úrsögn þín ór framsókn er ótvírætt framfaraskref hjá þér.  Ég efast ekki um að þú sækir fram meðan framsókn stígur 3 skref til baka.

Til hamingju og kveðja í Tungurnar

Dunni

Dunni, 8.1.2009 kl. 07:45

17 identicon

Innilegar hamingjuóskir. Já það er heiðarlegt hjá þér að gera þetta núna.

Nýju hreifinguna okkar ættum við að láta heita Nýja Ísland !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 08:24

18 identicon

Bíddu ertu að meina að þú treystir Jónínu ekki til þess að sjúga ******* úr flokknum.
Sorry ég varð... gangi þér vel!!

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 08:54

19 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Sæll Bjarni

Gangi þér vel á nýjum slóðum. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur flokkur og því nokkuð ljóst að hugsjónir þínar áttu ekki samleið með flokknum.

Ég er einn af þeim sem vill að við sækjum um aðild að ESB en er ekki sannfærður um að við eigum að ganga inn. Við eigum kannski eftir að vera skoðanabræður í því síðar meir.

Hins vegar á þessi öfgafulla skoðun þín að málið megi ekki skoða ekki samleið með skoðun minni og mjög margra Framsóknarmanna.

Held að þetta sé bara gott mál að þú sért farinn svo við getum unnið málið áfram íslenskri þjóð til gagns.

Já og annað, þú átt ekki Guðna Ágústsson  ég kaus hann í öllum kosningum á flokksþingum þar sem hann var í framboði.

Já og það er rétt hjá þér að baráttan er rétt að byrja og þá baráttu eru Framsóknar menn að undirbúa sig til og mér sýnist við vera að ná vopnum okkar aftur og komum sterkir til leiks, þjóð vorri til happs.

Mér lýst vel á það sem er að gerast innan Framsóknar enda eini flokkurinn í landinu sem er að svara kalli tímans og endurnýja sig. Það merkilega er að hann er að fara þá leið sem þú segir að allir eiga að fara og því merkilegt að þú skildir yfirgefa hann... hehe... kannski var það nauðsynlegt til að endurnýjunin ætti sér stað.

Manngildisflokkurinn sem leggur áherslu á atvinnuöryggi og nýtingu lands og þjóðar er að koma aftur.

Annars er til á-móti-flokkur á Íslandi og hann heitir Vg... ertu ekki best geymdur þar?

Gangi þér vel á nýum slóðum og ég óska þér og þinni fjölskyldu alls velfarnaðar

Kv.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 8.1.2009 kl. 09:30

20 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er svo komið í þínu lífi, að ekki þarft þú að ríghalda í öndina, líkt og sagan frá Bíldudal segir til um en hún er eitthvað á þessa leið.

Þekktur Framsóknarmaður og valmenni, hafði fengið slæmsku og lagst í rúmið rétt í byrjun Aðventu.  Sóttin ágerðist og mókti karl nokkuð og að lokum virtist sem að öndin væri að yfirgefa hann.

Kona karls hringdi í sálusorgarann, sem bjó á Patreksfirði en yfir tvo fjallvegi er að fara og þá voru vegir ekki eins góðir og nú.  Hún bað séra Þórarinn Þór drífa sig yfir, því nú væri karlinn líklega alveg að skilja við.

Þórarinn brást vel við og hraðaði för sinni útí jeppann sinn Ford gerðar.  Hann ók sem leið lá yfir Fjöllin en lenti í töfum vegna ófærðar í svonefndri olíubeygju norðanmegin við Hálfdán (fjallveginn milli Tálknafjarðar og Bíldudals) 

Þegar Þórarinn loks kemur að húsi sjúklingsins hittir hann ,,ekkjuna" og spyr frétta.  Hún býður honum inn en segir þó, að maður hennar sé skilinn við fyrir nokkru síðan.  Þórarinn segist vilja signa hinn framliðna og lesa yfir honum eitthvað fallegt upp úr ritninguunni.  ,,Ekkjan" tók þseeu vel og fóru þau inn til ,,líksins".

Þegar Þórarinn byrjar blessunarorðin, rís ,,líkið" upp við dogg og segir hátt og skýrt eitthvað þaéssa leið.

,,Þórarinn, ég treysti á þig, að ganga erinda minna.  Hér með segi ég mig úr Framsóknarflokknum í vitna viðurvist.  Ég hef tveggja heima sýn og vil ekki deyja Framsóknarmaður" 

AÐ þessu loknu lagðist ,,líkið " aftur andlaust.  Þórarinn hóf þá aftur að lesa eitthvað fallegt úr Ritningunni.  Þá reis ,,líkið" aftur upp og sagði hátt og snjallt.  ;;lofar þú þessu Þórarinn og leggðu við allt heilagt".  Þá jummaði í Þórarni og við síðasta orð hans um loforð og svardaga, lagðist ,,líkið" aftur og rótaðist ekki eftir það, af eigin rammleik.

Þessi saga er jafnsönn hverri annarri og segir bara eitt, sem við Íhaldsmenn löngum höfum vitað, að ef menn hafa raunverulega tveggja heima sýn, geta þeir ekki verið Framsóknarmenn.

Með áramótakvejum og ljúfum hamingjuóskum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 8.1.2009 kl. 09:48

21 identicon

Þetta er skref í rétta átt. Reyndar blasir við að þú áttir ekki aðra kosti. Það er sama hver vinnur þessar kosningar til formanns flokksins - sá hinn sami mun sigla beint til helv... og Brussel með hann.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:10

22 identicon

Sæll Bjarni þú hefur verið að ræða um flokkseigendafélög og haft skoðanir á því í Framsókn nú er svo komið hjá þér eins og kapítallistunum sem ekki geta unnið með samvinnumönnum þeir stofna sitt eigið félag og eru þar með flokseigendur.

ég þakka þér þá stuttu viðdvöl sem þú áttir í Framsókn en ég held að flokkurinn hafi ekki batnað við þína komu og þá hefur hann ekki versnað heldur við brothvarf þitt það hefur aldrei reynst okkur vel í Framsóknarflokknum að fá spútnika í flokkinn og beint á þing eða aðrar trúnaðarstöður og þar get ég set þig í lið með Birni Inga Kristin H ég ætla ekki að telja fleiri en vona að þér gangi vel að ná mannorði þínu aftur eftir að hafa sent það úr töflunni þinni verulega langt niður.

Jón Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 13:32

23 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

En spennandi! Ég og mínir vinir viljum ekki ganga í Evrópusambandið! Bara svo það sé á hreinu! Takk fyrir að gerast bloggvinur minn.

Guðrún Markúsdóttir, 8.1.2009 kl. 13:43

24 Smámynd: Sædís Hafsteinsdóttir

Til hamingju með að taka retta ákvörðun.Vona að þú farir í rettan flokk og eg og mínir,sem eru nokkuð margir,munum kjósa þig.Gangi þer vel

Sædís Hafsteinsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:57

25 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Til hamingju Bjarni með þessa ákvörðun, ég beið eftir þessu og fann þetta á mér líka að þú myndir segja þig úr Framsóknarflokknum   Ég kýs þig í næstu kosningum og er tilbúin að vinna fyrir þig. Spennandi tímar framundan !

Baráttukveðjur 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 9.1.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband