Af pólitísku dánardćgri okkar Gústa!

Ágúst Ólafur er hćttur í pólitík en útilokar ekki endurkomu enda mađurinn ungur. Ágústi kynntist ég vel á mínum stutta ţingtíma. Viđ sátum međal annars vetrarlangt vikulega í spjallţćtti á Bylgjunni saman og vorum guđdómlega ósammála um nćstum alla hluti. En varđ vel til vina og ég tel ađ kratarnir hafi ţar tapađ einum sinna betri manna fyrir borđ og geta mest sjálfum sér um kennt. Ágúst er eins og hann á ćtt til vćnn mađur og greindur.

Sjálfur stend ég alsćll međ svuntuna í bókakaffinu flesta dagana og er stundum spurđur hvort ég sé bara hćttur í pólitík. Allt búiđ! Get svarađ eins og veđurfrćđingurinn vinsćli forđum ađ allar fregnir af pólitísku andláti mínu eru stórlega ýktar. Ţessa dagana bíđ ég átekta og hlusta á allskonar tilbođ og hugmyndir manna en tel rétt ađ gera allt hćgt. Ţađ er vitaskuld ekkert útilokađ ađ ég verđi bara bóksali og kaffidama á nćsta kjörtímabili en ţađ er heldur ekki slćmt hlutskipti. Og mikil pólitík í kaffihúsinu dag hvern.

Ţessutan er ég í hálfu starfi hjá Heimssýn sem gćtir ađ ţví ađ Ísland lendi ekki í Evrópusambandinu og hefi hvergi séđ árangur verka minna í stjórnmálum jafn glögglega. Nú er orđinn mikill viđsnúningur í afstöđu manna í ţeim efnum og ţađ er mest ađ ţakka mikilli umrćđu um ESB mál. Ţar er svo sannarlega gaman ađ hafa lagt hönd á plóginn og verđur áfram.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Međ Ágústi Ólafi varstu sannarlega í góđum félagsskap ţó ađ ykkur hafi greint á í Evrópumálum og vafalaust ótal mörgu öđru. Ţađ er eftirsjá af ykkur báđum af Alţingi svo og Brúnastađabónda, ţeim litríka fyrrv. formanni Framsóknarflokksins. Gangi ykkur öllum allt í haginn. Í Guđs friđi.

Adam (IP-tala skráđ) 28.1.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Dunni

Verđ ađ segja eins og er ađ mér finnst pólitískum ferli ykkar Ágústar hafa lokiđ fullfljótt á hinu háa Alţingi.  Ekki veit ég af hverju Ágústi var ekki treyst til stćrri verka af flokksfélögum sínum.  Hann virđist vćnn drengur og óvitlaus séđ úr dómarasćtinu í stofunni í Gjerdrum í Noregi. 

Vona ađ ţú hafir ađ fínt í bókakaffinu og ađ dýralćknirinn bćti á sig minnst 100 grömmum viđ hverja heimsókn.

Dunni, 28.1.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Hlutirnir ské hratt ţessa dagana Bjarni. Fjármálakreppan er ađ opna augu alls almennings fyrir hlutum sem einungis fáir greindu áđur. Ţessa stundina er mér ofarlega í huga fall flokksrćđisins.

Forsetinn er loksins ađ gera mönnum ljóst ađ Valdiđ (međ stórum staf) er hjá forsetanum, en ekki ráđherrum. Ţetta er líka fullkomlega rökrétt ţví ađ forsetinn er kosinn af ţjóđinni en ţađ eru ríkisstjórnir ekki.

Ég held ţví fram ađ ţađ sem menn nefna framkvćmdavald og löggjafarvald sé í raun ekki vald, eđa ţá í bezta falli vald međ "litlum staf". Raunverulegt Vald međ "stórum staf" er Vald forsetans.

Ţađ er forsetinn sem skipar ríkisstjórn og veitir henni lausn. Ţađ er forsetinn sem setur Alţingi og slítur ţví. Umbođ Alţingis og ríkisstjórnar er ţví fengiđ frá forsetanum, á hliđstćđan hátt og trésmiđur og pípari fá umbođ frá eiganda húsnćđis til ađ vinna ákveđin verk.

Ađ halda ţví fram ađ forsćtisráđherra hafi Vald til ađ slíta Alţingi er heimskulegt bull. Forsetinn getur skipađ ríkisstjórn mönnum sem ekki eru á Alţingi. Ćtti forsćtisráđherra ţannig skipađur ađ geta slitiđ Alţingi ? Eiga ekki skörp skil ađ vera á milli framkvćmdavalds (vald međ litlum staf) og löggjafarvalds (vald međ litlum staf) ? Hví ćtti píparinn ađ geta rekiđ trésmiđinn heim ?

Kveđja.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 28.1.2009 kl. 11:49

4 identicon

Af hverju treystir ţú ekki ţjóđinni til ađ kjósa um ađild ađ ESB. Ţetta er forrćđishyggja sem er barn síns tíma. Nýjan hugsunarhátt og nýtt Ísland takk fyrir!

Ína (IP-tala skráđ) 28.1.2009 kl. 12:12

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sćll Bjarni. Gott ađ ţú ert ánćgđur međ ţig međ svuntu og alles. Ćtli Guđni sé kominn bak viđ eldavélina. Datt í hug af ţví ţú nefnir "tilbođ" ađ ţađ ţykir ekki allsstađar fínt. Allt er nú hćgt ađ kalla forrćđishyggju. Ég er í Heimssýn einmitt út af ţví ađ ég hafna forrćđishyggjunni sem felst í ţví ađ fylgja regluverki sem sett er yfir fjöldann án ţess ađ taka miđ af ađstćđum í hverju landi. En kannski verđum viđ einhvertíma svo aum ađ viđ ţurfum ađ segja okkur á "sveitina" eins og ţađ var kallađ í gamla daga. kveđja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband