Guđdómlega leiđinlegar bćkur

Meira bókablogg og nú ćtla ég ađ venja mig af ţessu lofi um bćkur. Ţađ kemur ekki til af lyganáttúru sölumannsins og ekki heldur ţrćlsótta gagnvart höfundum og forleggjurum. Heldur hinu ađ ég hendi gjarnan frá mér vondum bókum og nenni ekki ađ skrifa um ţćr og ţađ eru margar sem ég hendi. Í nýlegri ćvisögu var sagt frá 19. aldar bónda sem hafđi svo lítil tún ađ hann varđ ađ slá á engjum. Ţá hćtti ég ađ lesa. Heimskulćti af ţessu tagi eiga heima í sjónvarpi, ekki bókum. IMG_7688L

Samt er ákveđin tegund af vondum bókum sem ég les, - ţađ eru ţessar skrýtnu, helst mikiđ skrýtnar og ţá ţví leiđinlegra ţví betra. Í ţessum flokki eru bćklingarnir sem Megas syngur um í kvćđi sínu um Birkiland;

Viđ seldum litla bćklinga
                  en salan hún var treg...

Ég veit ekkert hvernig salan hefur gengiđ á bćklingi fjögurra bćnda á Skeiđunum en hann er í dag fágćti ţrátt fyrir ađ vera bćđi leiđinlegur og torskilinn. Íslenskan á honum er góđ eins og á öllu af Skeiđunum og ritiđ kitlandi naív.

Ţetta er semsagt bćklingur frá 1951 sem stílađur er af Hinriki heitnum í Útverkum á Skeiđum og er angi af verstu innansveitarkróniku sem nokkur hreppur hefur stađiđ frammi fyrir. Verkiđ ađ gera úr ţví skemmtilega bók bíđur sagnameistara komandi daga en ţessi pési heitir: "Afréttar-máliđ sem orsakađi mestu kjörsókn á Íslandi."

Bćklingur ţessi er ekkert einsdćmi. Á ţessum tímum og lengi fyrr var ţađ algeng leiđ til ađ útkljá deilumál í ţröngum hópi ađ gefa út um ţau hlutdrćgar og langlokulegar lýsingar á prenti. Ţađ er annar hér í fornbókabúđinni hjá mér ekki síđur skrautlegur samsetningur sem heitir Rangindi og rjettarfar eftir Gísla Jónsson og greinir frá hvunndagslegu ţrasi alţýđumanna á Nesjum í Grafningi á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Aö vísu ađeins fyrri hluti í langri ferđasögu en mér sýnist ađ sá síđari hafi aldrei komiđ út.

Ţriđja smáritiđ sem hér leynist er Orrustan á Bolavöllum eftir Pétur Jakobsson fasteignasala í Reykjavík (f. 1886). Ritiđ er áritađ Sigurgrími Jónssyni í Holti. Nafniđ vekur forvitni ţar sem hér er vísađ til orrustu á ţeim stađ ţar sem forn hindurvitni segja ađ nćst verđi barist á Íslandi en vellir ţessir eru einmitt neđan viđ Hellisheiđarvirkjun. Ef einhver lesandi veit til hvađa atburđa höfundur er hér ađ vísa vćri gaman ađ fá um ţađ fróđleik en mér sýnist ţetta skemmtiríma af raunverulegu ati, jafnvel pólitík eđa ţá einhverjum kunningjaslagsmálum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband