Flokkakerfið ræktar illgresið

Undir lok 20. aldar voru ríkisbankar á Íslandi einkavæddir. Í raun og veru var þeim skipt milli stjórnmálafylkinga, þremur stjórnmálaflokkum voru tryggð undirtök í þremur bönkum. Aðilar tengdir Sjálfstæðisflokki fengu í sinn hlut  Landsbankann, Framsóknarmenn Búnaðarbanka og aðilar tengdir og með velvild til Samfylkingar komust yfir Fjárfestingabanka atvinnulífsins sem var síðar sameinaður Íslandsbanka.

Áratug síðar eru þessir þrír bankar gjaldþrota og þá bregður svo við að hinir einkareknu en flokkstengdu bankar reyndust allir starfa í umboði og með ábyrgð skattgreiðenda í landinu. Síðan bankagjaldþrot þessi urðu hafa landsmönnum vikulega borist fregnir af spillingu og fjármálasukki tengdu bönkum þessum, stjórnmálaflokkunum og flokksgæðingum sem starfa á óljósu bili viðskipta og stjórnmála.

...

Sá sem hér ritar hefur tilheyrt þessu flokkakerfi og skal fúslega játa að það voru mikil mistök að gangast því á hönd, jafnvel þó að það hafi skilað mér sæti á hinu háa Alþingi. Þessi mistök voru margfalt stærri en röng tölvupóstsending sem enda varð mér til þeirrar gæfu að losa um álög mín í hinu íslenska flokkakerfi. Það verða auðvitað einhverjir í mínum gamla flokki til að afgreiða skrif mín sem öfundartal þess sem fyrir borð féll. Með líkum hætti voru lengst af afgreiddar viðvaranir manna fyrir bankahrunið.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gangi þér vel Bjarni :)

Óskar Þorkelsson, 7.2.2009 kl. 17:05

2 identicon

Já það er ágætt að minnast á þetta enn og aftur - hamra á því - hverskyns rugl það var að þessi bankar gætu hafa starfað með fasteignir, fjármuni og framtíðartekjur almennings (vinnandi fólks, ellilífeyrisþega, öryrkja, sjúklinga, barnanna okkar og fl.) sem bakland - þegar á reyndi.

Og veruleikafirrtir og siðlausir bankastjórnendurnir, ath. fjöldi manna - með sínar ofurtekjur og bónusa sem byggðir voru á loftbólum, ganga síðan frá þessu með hreint borð.

Yppta öxlum, meðan að tugþúsundir fjölskyldna blæðir vegna þessa.

Með ólíkindum.

Það er einföld krafa núna að stjórnvöld í og stjórnsýslan landinu gangi svo um hnútana að þetta geti aldrey;  endurtek: aldrey endurtekið sig.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 17:30

3 identicon

Hákon, það ER búið að búa svo um hnútana. Við erum svo í svaðinu að við munum aldrei ná okkur upp úr því aftur

Alexander (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:01

4 identicon

Já Alexander, einmitt; það er ekkert eftir með til að sukka með. Hef sagt það áður hér í bloggheimum.

En ekki má sofna á verðinum og þess vegna er ég að minnast á þetta.

Vandamálið er að græðgisvæðingin er ekki bundin við ísland og erlendar auðkeðjur hafa augastað á Íslandi.  Að sjálfsögðu - og ekki síst núna þegar eiginr eru á brunaútsölu eftir viðskiptaferla gjaldþrota-snillinganna.

Hér eru auðlindir s.s. drykkjarvatn sem er verðmæt vara og á eftir að verða margfalt verðmætari eftir því sem árin líða.

Staðreyndin er sú nú þegar að erlendar auðkeðjur eru nú þegar búnar að leggja slöngurnar í vatnslindirnar hér.

Þessu þarf að stýra þannig að stórslys verði ekki. Og það skeður ekki af sjálfur sér.

Baráttan um vatnið er hafin.

Viðvöruninni er hér með komið á framfæri.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er mjög erfitt hjá bönkunum í dag, það þarf að passa vel að bankarnir fari ekki sömu leið aftur. Þess vegna þarf 80 daga ríkisstjórnin að halda vel á spöðunum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 7.2.2009 kl. 19:01

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott hjá þér Bjarni, áfram á þessum nótum.

Takk.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 21:53

7 identicon

Bjarni minn,

Nú bindur maður vonir við Indriða H. Þorláksson í Fjármálaráðuneytinu. Vonandi fær hann að gera eitthvað.

En ríkisstjórnin er ekki góð og er ESB söngurinn að ganga fram af mér sem aldrei fyrr. Hvaða veruleikafirring er þetta eiginlega?

Við fáum ekki Evru fyrir en heildarskuldir eru orðnar undir 60% af VLF.

Þetta fáum við fyrir "faglega" skipaðann viðskiptaráðherra.

Ég ekki skilja þessir menn.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 02:00

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæri Bjarni - Held að vandinn liggji frekar í því að þú valdir gjörspilltan og afdankaða vinnumiðlun, Framsóknarflokkinn. Í stað þess að velja Samfylkinguna nýjan, opin og lýðræðislegan flokk þar sem fjölbreytileiki í skoðunum er heilbrigði og styrkur

Það er gjörsamlega út í hött að tengja Samfylkinguna við einhverja flokkstengda bankastarfsemi. Það er bara verðugt að gagnrýna hana fyrir ýmikslegt en alls ekki þennan þátt. Þar sitja íhald og Framsókn í algjörri sérstöðu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.2.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband