L - listinn er valkostur

L - listinn hélt blaðamannafund sem markar upphaf okkar kosningabaráttu okkar og að þessu sinni læt ég myndina tala og bæti fleiri við á morgun en nú bíður næsti fundur, fundur með Femínistum á Hallveigarstöðum þar sem ég geri grein fyrir stefnu minni í jafnréttismálum.

L - listinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Flott fólk, flottur hópur. Saknaði þess að geta ekki verið með ykkur í dag. Þið komuð vel út á blaðamannafundinum í fréttunum í kvöld. Áfram L - listinn

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 3.3.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Til hamingju með framboðið Bjarni ;-)

Vilborg G. Hansen, 3.3.2009 kl. 19:56

3 identicon

Kom alltof seint að austan- bílavandræðin að farga mér rétt einn ganginn. EN það var gott að koma og sérstaklega að finna þá hlýju, ákveðni og kæti sem ríkti í hópnum. Þar var "ENGIN ÁRA SEM STANGAÐI AÐRA" - þessa athugasemd mega menn leggja út  eins og hver vill.

Gott að sjá kjarnafólk komið saman; með skoðun og gott fas.

Bestu kveðjur

Helga Ág.

(Bjarni, er ekki kominn tími til að ég taki aftur upp starfsheitið góða: hugflæðiráðunautur?)

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:12

4 identicon

Fríður hópur

Frambærileg fylking

Hugrökk hreyfining

Verðandi "flokkur" 

101 (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Bjarni og til hamingju með nýja L-listann.

Nú er spurning hvort L-listinn muni taka undir hugmyndir Lýðveldisbyltingarinnar um stefnu í lýðræðisumbótum. Hana má lesa t.d á blogginu mínu undir þessari slóð og væri áhugavert ef þú og þitt fólk kynntuð ykkur stefnuna og létuð í ljós ykkar skoðun. Það mun hjálpa mörgum að gera upp hug sinn.

http://egill.blog.is/blog/egill/entry/817553/

Öllum er heimilt að nota stefnuna að hluta eða í heild. Ég vek sérstaklega athygli á hugmynd í stefnunni varðandi sérstakan lista óháðra sem myndi bjóða fram óraðaðann lista. Sú hugmynd rímar að hluta til við ykkar hugmynd um óháða lista í hverju kjördæmi en þó virðist þið ekki ætla að bjóða fram óraðaðann lista. Er það rétt skilið?

Kveðja

Egill

Egill Jóhannsson, 4.3.2009 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband