Lýðræðið er ekki í flokksræðinu

hopmynd_l_listi.jpg

Þótti vænt um frétt RÚV í hádeginu um fyrirkomulag okkar L - listamanna við uppröðun lista. En auðvitað reyna andstæðingar okkar að gera okkur tortryggileg fyrir að efna ekki til prófkjörs sem kostar ekki nema svo sem 3 milljónir í hverju kjördæmi,- nærri 20 í öllum kjördæmum!

Aðalatriðið er þó að sýndarlýðræði flokkanna við uppröðun á lítið skylt við raunverulegt lýðræði því það er aldrei nema lítill hluti af raunverulegum kjósendum flokkanna sem kjósa í prófkjöri/forvali/póstkosningu. Síðan er það talsverður hópur manna sem kýs í prófkjörum margra flokka. Og raunar tekur það enginn alvarlega að þetta sé hluti af lýðræðinu. En vegna prófkjöra selja frambjóðendur sig peningaöflum og berjast innbyrðis með þeim árangri að jafnan liggja margir sárir á eftir. Stundum heilu héruðin.

Það er heldur sameiginlegur skilningur til með þjóðinni eða innan neins flokks hvernig eigi að gera þetta. Í sama flokki er póstkosning í einu kjördæmi, prófkjör í öðru og uppstilling í þriðja. Sumsstaðar endurröðun vegna kynjakvóta o.s.frv.

Hið raunverulega lýðræði landsins liggur í sjálfum kosningunum og það er mikilvægt að einstaklingar sem ekki eru á framfæri ríkis og stórfyrirtækja  nýti sér þann rétt. Það gera menn ekki með því að gangast inn á umdeilt og spillt fyrirkomulag gömlu flokkanna heldur einfaldlega með því að bjóða sig fram. Það er það sem við L - listafólkið ætlum að gera og með því teljum við okkur styrkja lýðræðið. 

(Hér er betri hópmynd frá í gær. Þetta var vitaskuld tilviljanakennt úrtak okkar stuðningsmanna og sumir þessarar hafa þegar lýst yfir að þeir muni ekki setjast á lista en bjóðast til að styðja okkur með ráðum og dáð. Aðrir verða á lista. Í hópnum hér að ofan eru: f.v. talið Már Mixa, Friðrik Daníelsson, Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, Ísleifur Gíslason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þórhallur Heimisson, Anna Jóna Einarsdóttir, Ásdís Óladóttir, Bjarni Harðarson, Sigurbjörn Svavarsson, Helga Ágústsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson (sem lenti inni á myndinni í bríaríi), Axel Kolbeinsson, Ingólfur Sveinsson og Jakob Þór Haraldsson.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þetta er náttúrlega ólýðræðisleg tilraun hjá ykkur til að bæta lýðræðið. Ég vona að ykkur vegni vel því þjóðin er ekki pólitískir flokkar heldur sameinuð þjóð. Sameiningarkraftarnir rofnuðu og það þarf að tengja þá aftur.

 Pólitíkin ESB útrásarkreppan og stóriðjan eru helstu klofningsvaldarnir. Það getur tekið okkur mörg ár að vinna okkur upp úr skítnu ef við höldum endalaust áfram að hræra í fortíðardrulluni.

Ef við leggjum niður deilurnar og förum að vinni í því sem við erum öll sammála um að útrýma óstandinu eigum við bjarta framtíð framundan. Fyrst þurfum við að sætta okkur við það að óstandið er komið og aðlaða okkur að því sem við höfum en ekki því sem við höfðum.

Eitthvað hefur tafið þær ríkisstjórnir sem setið hafa síðan óstandið var orðið opinbert. Framsókn vildi afskrifa hluta af skuldum en Jóbana segir slíkt ógerlegt. VG vildi skoða Norska krónu en sá möguleiki virðist hafa þurkast út á fundi um hnattræna hlýnun.

Mér er nokk sama hvaðan gott kemur en pólitíkin virðist ekki sætta sig við að gott geti komið frá pólitískum andstæðingum. Að tala niður úrbótatilögur andstæðinga án þess að bjóða eitthvað betra í staðin þýðir einfaldlega status quo.

Það er engin tilaga galla laus en betra er að nota gallaðað gripi en að gera ekki neitt. Eða eigum við kannski bara að halda áfram eins og ríkistjórnir óstandsins virðast vera að stefna að. Að gera ekkert fyrr en við neyðumst til að fallast á kröfur samfylkingarinnar  um að ganga í ESB vegna þess að við erum ekki fær um að bjarga okkur sjálf?

Offari, 4.3.2009 kl. 15:05

2 identicon

Enskur ferðamaður spurði Skúla Thoroddsen hvort það skipti einhverju máli hvort yfirvöldin væru dönsk eiða íslensk.

"Það skiptir öllu máli" svaraði hann þá. "Íslensk stjórnvöld munu þurfa að horfa upp á afleiðingar gerða sinna."

Ef kosningaúrslit verða nú skv. nýjustu skoðanakönnunum þá eru rök Skúla að engu orðin og Íslandi betur stjórnað frá EBE eða einhverju öðru ríki þar sem hæfari manna og heiðarlegri er völ.

Þessu ætla ég að L-listinn sé sammála.

Glúmur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:59

3 identicon

Er álíka mikið lýðræði í netstúlku ungfrú suðurland og prófkjöri samfylkingarinnar í suðurkjördæmi...! Vonandi koma þessi 38% sem ekki svara í skoðanakönnunum til með að snúa sér annað en í fjórflokkinn...

 Lifi andstaðan!

Birkir

Birkir Kúld (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:42

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vonandi að þetta verði bara gott framboð,eins og þú veist er maður að athuga hlutina,og þar inn kemur að maður er algjörlega á móti ESB,reyndar vil eg taka einnig upp annan gjaldmiðil og það fljótt,en Kveðja Bjarni og c/o Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.3.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Bjarni.

Gangi ykkur sem allra best með þennan glögga málsstað. Gott að einhverjir heyra vilja þjóðarinnar og koma fram með þarft mál.

Haraldur Baldursson, 4.3.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Glæsilegt upphaf.  Auðvitað á splunkunýtt framboð eftir að stilla saman strengi sína hvað varðar stefnumálin - annað hvort væri nú. 

Kjördagur var valinn af núverandi minnihlutastjórn, væntanlega til þess að skerða getu nýrra framboða og ekki bólar neitt á frumvarpi á þingi um að afnema þessa 5% reglu sem stendur öllum nýjum framboðum fyrir þrifum - og jafnvel þeim eldri líka, a.m.k. hefur Íslandshreyfingin nú lagt árar í bát.

L-listahreyfingin þarf því að rjúfa 5% múrinn - og það gerir hún aðeins ef allir velunnarar leggjast á eitt um að afla hreyfingunni stuðnings.

Kolbrún Hilmars, 4.3.2009 kl. 17:24

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég segi eins og fleiri: Gangi ykkur vel.

Ragnhildur Kolka, 4.3.2009 kl. 17:32

8 identicon

Þingmenn Framsóknar sem settust á þing 2006 sem og þingmenn VG eru líklega hvorki beinlínis sekir um vanhæfni né landráð af vangá og gætu þess vegna látið sjá sig á almannafæri.

Glúmur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:05

9 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Bjarni og til hamingju

Ég spurði hér í gær á blogginu hvernig þið hyggðust raða á listana ykkar en ekki víst að þú hafir séð þá spurningu. Mér líst vel á ykkar hugmynd eins og ég skil hana að í raun sé hver frambjóðandi óháður en þó sameinast allir frambjóðendur um einhver meginstefnumál t.d. ESB andstöðu.

En það sem mig fýsir að vita hvort þið ætlið að ganga alla leið og bjóða fram óraðaða lista þar sem t.d. nöfn á listanum væru í tilviljanakenndri röð. Síðan veldu kjósendur röðina í kjörklefanum.

Ég held að þetta sé eina leiðin ef það á að virka að frambjóðendur séu óháðir og að maður geti þá valið þá frambjóðendur af listanum sem manni líst best á en ekki eitthvað sem flokkurinn hefur raðað upp fyrir mann. Nú skilst mér að þetta verði í fyrsta skipti leyft ef frumvarpið og persónukjör nær fram að ganga þ.e. að bjóða upp á óraðaðann lista.

Verður þetta svona hjá ykkur?

Egill Jóhannsson, 4.3.2009 kl. 19:27

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Raunar ættu allir sem unna lýðræði að segja sig úr stjórnmálaflokkum og leyfa þeim að vera i lausu lofti og vinna fyrir traustinu í hæfilegri óvissu.  Það er týpískt fyrir flokksræðið að ætla að bjóða fólki upp á það að fara bundnir til kosninga, þ.e. mynda stjórnarsamstarf fyrirfram og jafnvel skuldbinda sig til þess sama hvaða ágreiningur kann að blunda undir.  Er þetta lýðræði? Er þetta ekki táknrænt um helvítins flokkræðisfasismann.

Það er nóg að menn bjóði sig fram fyrir málefnin, sem þeir trúa á undir einhverri regnhlíf, en engin á að gefa flokki hollustu sína, hvað þá taka hana sem erfðaþátt án gagnrýnnar hugsunnar.

Óska þér til hamingju með undirstrikun Kenneth Rogoff á glapræði Evrópusambandsaðildar og staðfestingu þess að hún hefði engu breytt um stöðu okkar fyrirfram.  Hann sagði það einfaldlega Suicide. Þessi annars varkári maður.  Vonandi gerist evróputrúboðið ekki svo hrokafullt að setja ofan í prófessor frá Stanford og Harvard. En það er svosem viðbúið, þegar trúarbrögð eru annarsvegar.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 20:11

11 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Innilega til hamingju með L-listann allir landsmenn. Það að taka burt flokkinn eykur líkurnar á því að hæft fólk verði valið í nefndir og ráð, því ekki þarf að higla flokknum að loknum kosningum, þá verður valið hæfasta flólkið í allar nefndir og ráð sama hverar skoðunar fólkið er, ef það hefur kunnáttu eða þekkir málefnið er ekkert því til fyirsöðu að það verði kosið í nefnidr og ráð.

Þetta atriði hefur komið mikið upp í mínum samtölum við fólk nú síðustu dag hvernig ætlið þið að skpipa fólk í nefndi og ráð, ég svaraði ansi fljótu nú með því að velja hæfasta og besta fólkið til þess. En þið eruð ekki með neinn flokk, þá svaraði ég aftur ég sagði hæfasta og besta fólkið sem þekkir málefnð og hefur kunnáttu til að sinna þeim.

Ég vil hvetja ykkur lands menn til að skoða hug ykkar án fordóma og gefa ykkur góðan tíma til þess, en spyrjið síðan sjálf ykkur hvað breytist ef ég kýs einn af þessum gömlu flokkum? Ég skal segja ykkur svarið ef þið eruð ekki löngu búin að svara því, það breytist ekkert, það er ekki það sem við viljum í framtíðinni.

Hagfræðingurin á RUV í gær sagði það sem þarf að gera: það verður að hætta að moka inn fé í þessar stofnanir, þær verða að fara í gjladþrot svo einfalt er nú sú fræði, eftir það er hægt að fara að byggja upp framtíðina.

Mér hryllir við þegar fréttamenn eru að reyna að gera lítið úr ástandinu og segja ja þau eiga nú eftir að finna fyrir því sem við erum búin að fara í gegnum, eins og það bæti ástandið hér á landi núna, það er bara bull, það þarf að viðurkenna að við getum ekki greitt þessar skuldir og semja um framhaldið þannig komumst við áfram.

Hver á að borga spurningin er að þvælast fyrir okkur því fyrr sem ákvörðunin er tekin því fyrr komumst við uppúr þessu eða getum skilið okkur frá þessu, en eitt er víst að þetta viljum við aldrei aftur, því er það ekki normalt að fólk sé að kjósa þessa gömlu fjórflokka í dag, það sýnir einfaldlega undirlægju og þroskaskort, íslendingar við getum ekki verið að velta fortíðinni fyrir okkur fram og til baka því við þurfum að komast áfram, það er mun vænlegra en status Q.

L-listinn er að reka sína baráttu án styrkja því komum við ekki til með að geta auglýst mikið á móti því sem fjórflokkarnir koma til með að gera. Það þýðir að við verðum að vera dugleg að blogga og skrifa mikið á netið á næstu 7 vikum, ég hef alla vega ákveðið að vera mjög duglegur við að taka mikið pláss á þó nokkuð mörgum síðum.

En munið að kjósa L-listan þann 25. apríl, ég held að þið fáið að raða á listanum sjálf sem verður bara gaman að sjá hvernig kemur út í þessum kosningum.

Friðrik Björgvinsson, 5.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband