Eldri færslur
- Maí 2014
- Mars 2014
- Október 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1325402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Lýðræðið og flokksræðið
6.3.2009 | 17:50
Gunnar Karlsson ritar athyglisverða grein um lýðræðið í Fréttablaðið fyrir skemmstu og tekur þar til varna fyrir margt í okkar kerfi. Þó að ég sé sammála ýmsu sem Gunnar segir um ágæti fulltrúalýðræðisins langar mig að gera athugasemd við hugmyndir hans um flokksræðið sem er tvímælalaust mikill áhrifavaldur um ógöngur okkar Íslendinga í dag.
Innan gömlu flokkanna er því á tyllidögum haldið fram að flokkarnir sjálfir séu lýðræðislegar stofnanir enda geti hver sem er tekið þátt í starfi þeirra. Staðreyndin er aftur á móti sú aðeins prósentubrot kjósenda tekur raunverulegan þátt í starfi stjórnmálaflokka og þeir sem reynt hafa vita að ótrúleg hending, baktjaldamakk og hrossakaup ráða niðurstöðum stofnana flokkanna. Þetta á jafnt við um þá alla.
Stjórnmálaflokkanna er í engu getið í stjórnskipan Íslands og þar er gert ráð fyrir að alþingismenn séu engu háðir nema samvisku sinni og standi kjósendum einum reikniskil gerða sinna. Staðreyndin er allt önnur. Stjórnmálamenn eru með fáeinum undantekningum í starfi hjá sínum flokkum og þurfa raunar ekki að hafa áhyggjur af því að þeir séu að gera eitthvað rangt, þeir geta stutt sig við flokkinn. Þeir eru að spila í liði, hluti af heild og beygja sig undir lýðræðislega" ákvörðun flokksins.
Um leið er hið raunverulega lýðræði fótumtroðið þar sem fólk kýs sér fulltrúa til þingsetu sem það treystir. Þegar svo sömu fulltrúar eru frjálsir frá eigin samvisku og eigin sannfæringu er sú kosning til lítils. Gott dæmi um þetta flokksræði er umræða vetrarins um að bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur breyti ESB afstöðu þingmanna sinna með flokksþingum. Þar með breyta flokkarnir í raun og veru niðurstöðu kosninganna þar sem tiltekinn fjöldi ESB andstæðinga var kosinn til þings en flokkarnir geta fækkað þeim svo um munar!
Annað dæmi um flokksræðið er þegar tveir menn, Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson, sömdu um það á fundi úti í Viðey að Ísland tæki þátt í EES. Ákvörðun sem hefur orðið þjóðarbúinu dýrkeypt. Eftir Viðeyjarfundinn var aðkoma Alþingis að EES ákvörðuninni meira skuespil heldur en raunveruleg málstofa valdastofnunar.
Flokksræðið er einnig stór þáttur í óförum okkar þjóðarbús í dag þegar kemur að gagnrýninni hugsun á Alþingi Íslendinga. Í stað þess að alþingismenn starfi eftir samvisku sinni og beiti sér til að komast að niðurstöðum um flókin mál er þeirra hlutverk að rugga ekki viðkvæmum bát vinsælda og tískustrauma. Þessvegna var það illa séð að nokkur þingmaður væri að agnúast út í útrásarvíkingana sem voru, eins og Gunnar Karlsson bendir á, vinsælir meðal þjóðarinnar. Þingmenn sem vinna hjá stjórnmálaflokkum verða að læra að haga sér. En þjóðin hefur í raun og veru ekkert við þannig þingmenn að gera.
(Birt í Fréttablaðinu fyrr í vikunni.)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Tenglar
- X-J 2013 Regnboginn.is
- Jón fóstri
- Guðmundur djákni
- Tilveran í ESB
- Netbókabúð bókakaffisins
- Bloggsíða villikatta
- Bókablogg Sunnlenska bókakaffisins
- Heimssýn, - Ísland EKKI í ESB
- Egill Bjarnason ferðalangur
- Atli
- Harpa
- Vinstri vaktin gegn ESB
- AMX hægri fréttir
- Laugarás í Biskupstungum á fésbókinni Hér má finna gamla og nýja íbúa Laugaráss í Biskupstungum
- Smugan vinstri snú!
- Anna Björnsson
Bloggvinir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Ágústa
- Ævar Rafn Kjartansson
- Agnar Bragi
- Agnes Ásta
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Helga R. Einarsdóttir
- Á móti sól
- Andrés Magnússon
- Andrés.si
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Hólm Ármannsson
- Árni Matthíasson
- Árni Þór Sigurðsson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Ása Björg
- Ívar Pálsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Rúnar Halldórsson
- Auður Eva Auðunsdóttir
- Egill Bjarnason
- Axel Þór Kolbeinsson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldvin Jónsson
- Baldvin Jónsson
- Margrét Annie Guðbergsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Björn Emil Traustason
- Birkir Jón Jónsson
- Hommalega Kvennagullið
- Birna G
- Guðrún Olga Clausen
- Bjargandi Íslandi
- Björn Jóhann Björnsson
- Bleika Eldingin
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Guðmundur Bogason
- Bogi Jónsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Bwahahaha...
- Brjánn Guðjónsson
- Baldur Már Róbertsson
- SVB
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynja Hjaltadóttir
- Bergþór Skúlason
- Rögnvaldur Hreiðarsson
- busblog.is
- Charles Robert Onken
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Diesel
- Dofri Hermannsson
- Adolf Dreitill Dropason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Ágúst Dalkvist
- GK
- Bjarni Kjartansson
- Dunni
- Óskar Ingi Böðvarsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Gomez
- Einar Freyr Magnússon
- Einar Sigurbergur Arason
- Eiður Ragnarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Zóphonías
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Eysteinn Jónsson
- Eyþór Árnason
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Fannar frá Rifi
- Fanný Guðbjörg Jónsdóttir
- Femínistinn
- Stefán Þórsson
- Jakob
- FLÓTTAMAÐURINN
- Gísli Foster Hjartarson
- Ritstjóri
- FreedomFries
- Friðjón R. Friðjónsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Björgvinsson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- FUF í Reykjavík
- Hlynur Sigurðsson
- Dóra litla
- Baldur Fjölnisson
- Svanfríður Guðrún Gísladóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gestur Halldórsson
- Gestur Guðjónsson
- Gísli Hjálmar
- Einar Ben Þorsteinsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Skákfélagið Goðinn
- Ingólfur H Þorleifsson
- Stafnhús ehf
- Götusmiðjan
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Ómarsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Magnússon
- gudni.is
- Guðrún Fanney Einarsdóttir
- Guðrún
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Gulli litli
- Gunnlaugur Stefánsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Jón Erlendsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Gylfi Guðmundsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- halkatla
- Halldór Baldursson
- Hallur Magnússon
- Haukur Már Helgason
- Jóhann Ágúst Hansen
- haraldurhar
- Haraldur Haraldsson
- Héðinn Björnsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiðar Reyr Ágústsson
- Heiða Þórðar
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Heiðar Sigurðsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Helgi Már Bjarnason
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Kristín Einarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Heiðar Lind Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helgi Sigurður Haraldsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hlynur Hallsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- HP Foss
- Krummi
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Fulltrúi fólksins
- Hrólfur Guðmundsson
- Hrönn Sigurðardóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Hvíti Riddarinn
- Icelandic fire sale
- íd
- Ingimundur Kjarval
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingólfur Birgir Sigurgeirsson
- Sævar Einarsson
- Elísa Arnarsdóttir
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Svanur Jóhannesson
- Einar Vignir Einarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Sigurjónsson
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- jósep sigurðsson
- Jóhann Steinar Guðmundsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Jón Finnbogason
- Jónína Brynjólfsdóttir
- Jón Magnússon
- Jóhann Jóhannsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Bergur Thorberg
- Karl V. Matthíasson
- Snæþór Sigurbjörn Halldórsson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Vídó
- Kristján Jónsson
- Guðjón H Finnbogason
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Stjórnmál
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristín Helga Guðmundsdóttir
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Kristján B. Jónasson
- Kolbrún Hilmars
- Karl Tómasson
- Kolbrún Ólafsdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Landvernd
- Lára Stefánsdóttir
- Heimir Eyvindarson
- Laufey Ólafsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Jónas Jónasson
- Pálmi Guðmundsson
- Gylfi Norðdahl
- Loopman
- Guðný Lára
- Guðjón Baldursson
- Edda Jóhannsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Magnús Jónsson
- Magnús Vignir Árnason
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- Máni Ragnar Svansson
- Björn Benedikt Guðnason
- Guðmundur Margeir Skúlason
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Níels Bjarki Finsen
- Jón Svavarsson
- Ólafur Björnsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Nordal
- Hundshausinn
- Guðmundur Örn Jónsson
- Óttar Felix Hauksson
- Páll Geir Bjarnason
- Páll Vilhjálmsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- percy B. Stefánsson
- perla voff voff
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jóhann Birgir Þorsteinsson
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Rúnar Birgisson
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- ragnar bergsson
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Víðir Benediktsson
- Salmann Tamimi
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Þórhallur V Einarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Hólmar Karlsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurjón Valgeir Hafsteinsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Egill Helgason
- Sigurður Jónsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Jóhann Waage
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Karl Hreiðarsson
- Halldór Sigurðsson
- Brynja skordal
- Hreiðar Eiríksson
- Hannes Friðriksson
- hilmar jónsson
- Snorri Hansson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Bogi Sveinsson
- Stefán Þór Helgason
- Stefanía
- Steingerður Steinarsdóttir
- Steingrímur Ólafsson
- Þorsteinn Briem
- Steinn Hafliðason
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Samband ungra framsóknarmanna
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Svanur Kári Daníelsson
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Sveinbjörn Eyjólfsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Sigursveinn
- Helgi Guðmundsson
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Tíðarandinn.is
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gísli Kristjánsson
- Þorleifur Ágústsson
- TómasHa
- Tómas Þóroddsson
- Reynir Hugason
- Trúnó
- Halldór Egill Guðnason
- Gaukur Úlfarsson
- Unnar Geir Þorsteinsson
- Ferðaþjónustan Úthlíð
- Vilhjálmur Árnason
- P.Valdimar Guðjónsson
- Valdimar Sigurjónsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Valsarinn
- Vefritid
- Vér Morðingjar
- Vestfirðir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Guðfríður Lilja
- Gylfi Björgvinsson
- Vilhjálmur Árnason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Aðalsteinn Bjarnason
- Aðalsteinn Júlíusson
- Andrés Kristjánsson
- Anna Einarsdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Arnþór Helgason
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Árelíus Örn Þórðarson
- Árni Haraldsson
- Árni Þór Björnsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Hafberg S.
- Barði Bárðarson
- Benóný Jónsson Oddaverji
- Bergur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurbjörnsdóttir
- Birgir R.
- Birna G. Konráðsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarni Jónsson
- BookIceland
- Braskarinn
- Carl Jóhann Granz
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Einarsdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- ESB og almannahagur
- Eva G. S.
- Eygló Sara
- Eyþór Örn Óskarsson
- Friðrik Kjartansson
- Garún
- Gestur Janus Ragnarsson
- Gissur Þórður Jóhannesson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson
- Grétar Mar Jónsson
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Guðmundur Pálsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Heiðarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Gústaf Níelsson
- Gylfi Gylfason
- Hafþór Baldvinsson
- Halla Rut
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Jónsson
- Haraldur Hansson
- Haukur Baukur
- Haukur Nikulásson
- Heimir Ólafsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Hörður B Hjartarson
- Hörður Stefánsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Ingimundur Bergmann
- Ingvi Rúnar Einarsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Ísleifur Gíslason
- Jack Daniel's
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jakob Þór Haraldsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jóhann Pétur
- Jónatan Karlsson
- Jón Á Grétarsson
- Jón Árni Bragason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Bjarnason
- Jón Daníelsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Lárusson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Katrín
- Katrín Mixa
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kári Harðarson
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Kristinn Arnar Guðjónsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Magnús Jónasson
- Magnús Kristjánsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Már Wolfgang Mixa
- MIS
- Offari
- Ólafur Björnsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólafur Ingólfsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Steinn Gestsson
- Paul Joseph Frigge
- Páll Helgi Hannesson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Raggi
- Ragnar G
- Ragnar Gunnlaugsson
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Reynir Jóhannesson
- Samstaða þjóðar
- Samtök Fullveldissinna
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- S. Einar Sigurðsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Óskars
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Sigurjón Norberg Kjærnested
- Skuldlaus
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólrún Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Steini Palli
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Sveinn Björnsson
- Sædís Hafsteinsdóttir
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trausti Jónsson
- Trausti Traustason
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Urður bókafélag
- Vaktin
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Skagfjörð
- Varmársamtökin
- Vésteinn Valgarðsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þorri Almennings Forni Loftski
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórarinn Lárusson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Bragason
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Heimisson
- Þráinn Jökull Elísson
Athugasemdir
Félagi !
Gamli " komminn" Gunnar Karlss., hefði liðið best, væri Ísland sem Kúba !!
" Aðeins prósentubrot kjósenda tekur raunverulega þátt í starfi stjórnmálaflokka"
Hvað ??
Er það sök flokkanna ??
" Sjálfstæðisflokkurinn breyti afstöðu þingmanna sinna til ESB"
Bull og þvæla !
Sjálfstæðisflokkurinn mun á komanda Landsfundi samþykkja með miklum atkvæðamun, NEITUN á aðildarviðræðum við ESB.
Flokkarnir eru ekki sökudólgarnir.
Afskiptaleysi alls almennings um málefni þjóðarinnar er orsökin - hreint og klárt !
Segi sem Rómverjar.: " Crede experto" - þ.e. " Trúðu þeim sem hefur reynsluna" !!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:17
Sæll Bjarni: mér finnst þú líta svolíti framhjá náttúrulegri hjarðhegðun mannsins. Þegar þing tók fyrst til starfa í Bandaríkjunum, var Washington D.C. lítið meira en móar og melar. Bröggum var hróflað upp og þar gistu þingmenn hinna mismunandi ríkja, svo ólíkir sem þeir voru. Tófubanar og tedrykkjumenn.
Á þeim tíma voru engir flokkar, engu að síður leið ekki á löngu að sambýlingar tóku til við að greiða atkvæði eins og aðrir sem deildu með þeim brauði. Þeir sem tóku sig út úr hópnum voru ekki bara sniðgengnir heldur voru þeir jafnvel hraktir úr kofanum.
Það má tína til dæmi þar sem lína flokks er keyrð ofan í kok á fólki og kannski liggja þingmenn vel fyrir slíkum brögðum, en kjósendur þurfa ekki að fylgja því. Gjörningaveður, eins og gekk yfir þjóðina vegna fjölmiðlalaganna hefur nú sýnt sig að hafa verið þjóðinni skaðlegt. Búsáhaldabyltingin er nú að sýna sig að vera kokkuð upp í eldhúsi VG. Samfylkingin sem er fyrirmunað að horfast í augu við vandamál stökk á vagninn.
Sem góð og gegn sjálfstæðisskrugga tek ég mínar eigin ákvarðanir. Mín lífssýn finnur hljómgrunn í sjálfstæðisstefnunni. Enginn getur haft bjargfasta sannfæringu um öll mál, en manni ber að nota eigin vit til að mynda sér skoðun. Ég hef myndað mér skoðun um aðild að ESB og taki minn flokkur ákvörðun um að leggjast með ESB liti ég á það sem skilnaðarsök.
Valið er mitt.
Ragnhildur Kolka, 6.3.2009 kl. 18:47
Merkilegt að sjá skrifin eftir þig í dag Bjarni. Þú notar mikið orðin lýðræði og flokksræði.
Það er yfirlýst stefna þeirra, sem hafa talað fyrir framboð L-listans, að það sé bara ein stefna í framboðinu fyrir ESB aðild, það er að vera á móti aðild . Einhver hefði notað orðið flokksræði ! Fyrst það er svona mikið flokksræði , er þá lýðræði hjá L-listanum ?
Bjarni, eru það ekki mistök hjá þér að notast við þessi hugtök ?
Þú hefðir getað farið aðra leið við að boða fagnaðarerindið .
Hvers vegna tekur þú ekki orðið ,,NEI" upp ?
Eða var það upptekið hjá Steingrími J og VG ?
JR (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:10
Bjarni! Þú hugsar mikið um lýðræðið eins og fleiri. Mér finnst því rétt að senda þér þessa hugleiðingu sem ég skrifaði inn á bloggsíðu mína í gær. Reyndar segi ég ýmislegt fleira um lýðræði í Þjóðmálagreininni "Eyja Sanch Panza", sem líka er nú að finna á vefsíðunni.
Kveðja, Vilhjálmur Eyþórsson
Hvað er lýðræði? Aristóteles segir það vera "stjórn hinna mörgu heimsku á hinum fáu vitru". Þetta hugtak hefur verið afbakað, teygt og togað meira en flest önnur í seinni tíð ekki síst af alræðissinnum, en bæði Lenin sjálfur og erlendir, þar á meðal íslenskir, áhangendur hans voru farnir að beita þessu orði í tíma og ótíma um sjálfa sig strax snemma á 20. öld. Í seinni tíð er orðið algengt, einkum meðal vinstri manna, að setja lýðræðið á stall með Guði almáttugum og ljá því einhvers konar yfirnáttúrulegan töfraljóma. Með lýðræði megi lækna öll mannanna mein og stofna fyrirmyndarríkið, útópíuna, hið endanlega himnaríki á jörðu. Málið er ekki svo einfalt.
Það er gömul bábilja, sem enn heyrist, að Forn- Grikkir hafi fundið upp lýðræðið, en í Aþenu ríkti einhver allra vitlausasta úfærsla á lýðræði sem um getur, en þar voru menn valdir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa með hlutkesti.
Lýðræði hentar vel frumstæðum þjóðfélögum, þar sem verkaskipting er lítil, en þegar þörf verður á samstarfi og sameiginlegu átaki hentar einræði best. Þetta skildu Grikkir og Rómverjar og afnámu því lýðræðið og tóku sér einvalda um stundarsakir, þegar ógn steðjaði að ríkinu. Ekki er hægt að stjórna her með lýðræðislegum aðferðum, fremur en skipi eða skólastofu. Það er gömul saga og ný, að “margir kokkar eyðileggja sósuna”. Stundum verður að taka af skarið og í rauninni er einræði miklu betra stjórnarform en lýðræði, þ.e. ef einvaldurinn er starfi sínu vaxinn. Því miður er slíkt allt of sjaldgæft. Auk þess eru valdaskiptin miklum erfiðleikum bundin. Mjög oft er vitnað til Acton lávarðar, sem benti á að “vald spillir, og algert vald spillir algerlega”. Því hafa menn á Vesturlöndum þróað fram þá blöndu af einræði og lýðræði, sem nefnist fulltrúalýðræði.
í fullltrúalýðræði eru tilteknum mönnum falin völdin um stundarsakir, með vissum takmökunum þó, en umboð þeirra er síðan endurnýjað í almennum kosningum á nokkurra ára fresti. Með þessu móti fá valdhafar einræðisvöld að mestu í nokkur ár í senn, sem er nauðsynlegt. Til dæmis mundi enginn fjármálaráðherra í nokkru landi fá starfsfrið, ef allar ákvarðanir yrði að bera undir almenning jafnóðum. Í fulltrúalýðræði gegnir almenningur hlutverki ráðningarstjórans. Hann ræður tiltekinn mann, eða (oftast) flokk manna til að annast stjórn ríkisins í vissan tíma, að mestu án frekari afskipta kjósenda.
Þetta eru sjálfsagðir hlutir. En það ætti að hafa í huga að lýðræði er einungis stjórnunaraðferð, og meingölluð sem slík. Mig minnir að það hafi verið Churchill, sem benti á að lýðræði væri “aðeins hin skásta af mörgum vondum aðferðum til að stjórna ríki”.
Ein er sú kenning, að mikil kosningaþátttaka sýni styrk lýðræðis. Einfeldningar vitna oft til lágrar kosningaþátttöku í Bandaríkjunum, sem dæmi um vont lýðræði. Lægsta kosningaþátttakan er þó ekki í Bandaríkjunum, heldur í elsta og traustasta lýðræðisríkinu, nefnilega Sviss. Þar fer hún sjaldan mikið yfir 40% og hangir oft í kringum 30-35%. Í báðum þessum löndum er það kosningalöggjöf og fjöldi kosninga sem mestu veldur, og ég ekkert viss um að það sé til bóta, að hver sótraftur sé á sjó dreginn í kosningum. Samkvæmt slíkri kenningu ætti Norður- Kóera að vera mesta lýðræðisríki í heimi, því þar er kosningaþáttaka nálægt 100%. Stjórnvöld fá þar 98-99% stuðning kjósenda, og þessar tölur eru örugglega ófalsaðar.
Iðulega heyrist hrópað eitthvað um að skortur sé á “beinu lýðræði”. Rödd almennings heyrist ekki nægilega vel. “Grasrótin” eigi að ráða.
Meira er um svokallað “beint lýðræði” í Sviss og Bandaríkjunum en annars staðar. Í síðarnefnda landinu einskorðast þó beint lýðræði aðallega við réttarkerfið. Í Sviss fær maðurinn á götunni, Jón Jónsson, hins vegar að taka ákvarðanir í hinum aðskiljanlegustu málum og þar, eins og í Bandaríkjunum kemur oft vel í ljós, að almenningur, svonefnd “grasrót” hefur iðulega allt aðrar skoðanir en eru í tísku meðal þeirra (yfirleitt vinstri sinnuðu) gáfumanna, sem í fjölmiðlum og menntakerfinu reyna að stýra hugsun Vesturlandabúa.
Frægt var fyrir nokkrum árum, að Íslendingi einum var neitað um svissneskan ríkisborgararétt í kosningum í kantónu nokkurri. Ástæðan var einföld: Hann var samkynhneigður. “Pólitísk rétthugsun” gáfumanna hefur nefnilega afar lítinn hljómgrunn meðal svissneskra bænda. “Grasrótin” sagði nei. Þeir veittu ekki konum kosningarétt fyrr en 1971, með semingi þó, og enn telja sumir, að það hafi verið hrapalleg mistök.
Annað dæmi, þar sem skoðanir almennings og gáfumanna fara ekki saman er um dauðarefsingar í Bandaríkjunum, en afdráttarlaus stuðningur almennings við þær hefur verið uppspretta linnulausra árása Amnesty, fréttastofu hljóðvarps og annarra þrýstihópa vinstri manna á “bandarísk stjórnvöld” í áratugi. Þessir dauðadómar eru þó ekki kveðnir upp af bandarískum stjórnvöldum eða mönnum á vegum þeirra, eins og tíðkast víðast annars staðar, heldur af (afar misvitrum) kviðdómum, skipuðum almennum borgurum, m.ö.o. "beint lýðræði" í framkvæmd. Dómarar (sem eru kosnir) geta ekki fellt dauðadóm, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar fyrir nokkru, en áður gátu dómarar í sumum ríkjum fellt dauðadóm, þegar sektardómur kviðdóms lá fyrir.
Í flestum löndum heims er aðeins ein löggjöf og eitt þjóðþing. Stjórnvöld geta víðast hvar lagt fram frumvarp á þessu eina þingi og afnumið dauðarefsingar með einu pennastriki. Svo er ekki í Bandaríkjunum. Þeir aðilar, sem slíka ákvörðun þurfa að taka eru alls 52, þ.e. ríkisþingin 50, alríkisþingið í Washington og herinn.
Bandaríkjaforseti gæti hugsanlega, sem yfirmaður heraflans afnumið dauðarefsingar þar. Það yrði óvinsælt og mundi nánast engu breyta. Slíkar refsingar eru mjög sjaldgæfar, fara fram á áratuga fresti. Þetta er þó það eina, sem ríkisstjórnin í Washington gæti hugsanlega gert. Hann gæti raunar látið leggja frumvarp fyrir alríkisþingið í Washington um afnám. Það yrði örugglega fellt, en þó það yrði samþykkt yrðu áhrifin afar lítil því aftökur á vegum alríkisins eru sárafáar. Þá eru eftir ríkin 50, en þing hvers og eins þeirra þarf að taka slíka ákvörðun. 13 ríkisþing hafa afnumið dauðarefsingar, nú síðast New Jersey, en það kemur afdráttarlaust fram í öllum könnunum, að þar hafa þingmennirnir brotið gegn lýðræðinu og farið gegn vilja kjósenda sinna, því í öllum ríkjum Bandaríkjanna er yfirgnæfandi stuðningur við dauðarefsingar, líka þar, sem þær hafa verið afnumdar. Litlar líkur eru til að fleiri ríkisþing bætist í þennan hóp. Að meðaltali í öllum ríkjum er stuðningur almennings við dauðarefsingar um 77%. Þannig er lýðræðið í framkvæmd. “Lýðurinn” ræður. Því fer fjarri, að ég sé einhver aðdáandi þessa kerfis eða stuðningsmaður dauðarefsinga, en þetta er bara svona.
Margir innan réttarkerfisins eru andvígir dauðarefsingum, en hafa ekki hátt um það. Ástæðan er einföld: Óttinn við almenning, þ.e. lýðræðið. Á Íslandi, Bretlandi, Kúbu, Kína og nánast öllum öðrum löndum heims eru dómarar, saksóknarar og lögreglustjórar valdir af stjórnvöldum og í raun verkfæri þeirra, að vísu í mjög mismiklum mæli. Þessir embættismenn eru hins vegar kosnir til starfa í Bandaríkjunum og eiga þannig að vera óháðir fulltrúar almennings. Frambjóðandi til slíks embættis, sem lýsti sig andvígan dauðarefsingum, mundi ekki hljóta kosningu eða hljóta frama í réttarkerfinu.
En er dómari, saksóknari eða lögreglustjóri, sem er kosinn, betur vaxinn starfa sínum? Það er alls ekki víst. Slíkur embættismaður lifir í sífelldum ótta við næstu kosningar. Almenningur heimtar árangur og stundum, blóð. Það er við slíkar aðstæður sem mistökin gerast, eins og Íslendingar ættu að þekkja, m.a. úr Geirfinns- og Hafskipsmálunum. " En svona er lýðræðið.
Sjálfur kjarni lýðræðis er einfaldur: meiri hluti kjósenda á að ráða.
"Fái þjóðirnar að kjósa milli harðstjórnar og stjórnleysis, velja þær alltaf harðstjórann," sagði Aristóteles fyrir margt löngu. Það er algeng þráhyggja einfaldra manna og góðviljaðra, að allir aðrir séu eins og þeir sjálfir og hugsi eins og þeir. Slíkt fólk ímyndar sér, að með lýðræði megi lækna öll mannanna mein til dæmis í þriðja heiminum, þar sem helsta vandamálið sé skortur á lýðræði. Óskandi að svo væri. Í mörgum löndum er "lýðræði" aðeins annað orð fyrir aðgerðarleysi, spillingu og upplausn og það er alls ekki sjálfgefið að almenningur kjósi lýðræði, fái hann að velja. Í Weimar-lýðveldinu höfðu andstæðingar lýðræðis, kommúnistar og nasistar, meiri hluta atkvæða samanlagt. Í Alsír reyndi herforingjastjórn að koma á lýðræði og halda frjálsar kosningar, en þá kom í ljós að yfirgnæfandi meiri hluti þegnanna vildi kjósa andstæðinga lýðræðis sem einnig hugðust afnema flest það sem við nefnum grundvallarmannréttindi. Kosningarnar voru ógiltar og eru "mannréttindafrömuðir" síðan með böggum hildar út af öllu saman. Hvert eiga þeir að snúa sér með vandlætingu sína og fordæmingu? Eiga þeir að býsnast út í herforingjana sem vildu koma á lýðræði og vestrænum gildum, eða á að fárast út í lýðræðislegan vilja kjósenda sem vildu afnema allt sem heitir lýðræði og mannréttindi?
Að lokum:
Ástæða þessara skrifa minna er, að mér er farið að hundleiðast allt talið um “flokksræði” eða “beint lýðræði”. Það ber vott um algenga, barnalega ofurtrú á almenningi, Jóni Jónssyni í Breiðholtinu. Staðreyndin er, að Jón hefur sára- sáralítinn áhuga á því að stjórna landinu. Þótt Jón sé vænsti maður, hefur hefur hann meiri áhuga á klámi, ofbeldi og boltaíþróttum, helst við undirleik ærandi blikksmiðju-mannætu- síbyljumúsíkur. Hann vill bara lifa lífi sínu í friði.
Jón Jónsson er hópsál og vill vera í flokki með öðrum hópsálum og kjósa á nokkurra ára fresti. Annars vill hann bara rækta garðinn sinn. Hann hefur engan áhuga á málum eins "tekjustofnum sveitarfélaganna" eða öðru slíku. Hann ræður menn til að fást við slík mál og þannig á það að vera.
Vilhjálmur Eyþórsson, 7.3.2009 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.