Lýðræði fjórflokkanna og kosningar sem þeir eiga einir

Dr. Gunni segir frá því á bloggi sínu að hann hafi kosið í prófkjörum hjá bæði Samfylkingu og VG, http://eyjan.is/goto/drgunni/.

Á sama tíma sjáum við að þeir sem kusu í prófkjöri VG í Reykjavík telja í örfáum hundruðum og ljóst að það hafa verið rétt um hundrað atkvæði sem skildu milli feigs og ófeigs, Kolbrúnar og Lilju Mósesdóttur svo dæmi sé tekið. 

Ef lýðræði merkir að allir eigi að hafa sama atkvæðisrétt þá eru prófkjör, póstkosningar og forvalskjör eins fjarri því og frekar getur orðið. Venjulegt fólk hefur einfaldan og ómerkilegan kosningarétt en hinir flokksbundnu eru í allt annarri stétt. 

Á sama tíma sendir fulltrúi fjórflokksins út þau skilaboð að Alþingiskosningarnar séu ekki fyrir aðra en gömlu flokkana. 

Sjá nánar í pistli a Smugunni, http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/1218


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Bull && þvæla !

 Eini flokkurinn sem hefur prófkjör þar sem niðurstöður GILDA 100% - er gamla góða íhaldið !

 Kynjakjaftæðið er blettur á hinum flokkunum.Maður vorkennur þeim !

 Gleymum aldrei, að manngildi einstaklingsins er það sem gildir - ekki kyn hans !

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Ad misericordiam" - þ.e.  "Þeim er vorkunn" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:45

2 identicon

Kalli Sveins, 

Rétt hjá þér!

Ykkur er EKKI vorkunn sem ætlið að kjósa aftur þá sem eru nýbúnir að ræna ykkur fé og húsum. 

Glúmur (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:15

3 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég var að klára eitt blogg og dró frekar úr en að bæta í, ég fann að ég færðist allur í ham við þessa færslu, en hún stendur vel undir sínu, eða "Ekki gera ekki neitt"aftur"

Ég var beðin um að kjósa í einu prófkjöri og ekki fannst mér þetta mjög lýðræðislegt að þurfa að hleypa þeim inná heimabankann minn svo að ég gæti greitt atkvæði, þannig að ég fór og greiddi atkvæði á umboðsskrifstofu flokksins, án þess að vera beðinn um skýrteini uppá það að ég væri í flokknum, enda tel ég að ég hafi ekki kosið samkvæmt flokslínunni, ég sá alla vega engin nöfn af þeim sem ég kaus á niðurstöðulistanum, því miður hefði ég viljað koma að þó ekki væri nema einum aðila frá minni heimabyggð inná þennan lista, en því miður sitjum við uppi með ER-nýsköpunarfræðing aldarinnar, sem var með hvert tækifæri á fætur öðru á borðinu en ekkert hefur enn litið dagsins ljós þó eru liðin ein 10 ár frá því hún kom fram í dagsljósið með sínar hugmyndir...

Friðrik Björgvinsson, 9.3.2009 kl. 21:41

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Auðvitað er það leitt ef flokkarnir vinna ólýðræðislega en jafnframt geta allir landsmenn gengið í þann flokk sem þeir kjósa og haft þannig áhrif á prófkjör.

Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 21:43

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bjarni hvað finnst þér um málavöxtu isl. bankanna skv. Evu Joile?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.3.2009 kl. 01:06

6 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Ég hef aldrei skilið rökin fyrir opnum prófkjörum??? Til hvers ættu einstaklingar sem ekki styðja viðkomandi flokk að hafa áhrif á upstillingu? Bara bull. Fjöldi atkvæða á bakvið sigur þarf ekki vera mikill en niðurstaðan gild fyrir því. Sigur Kennedy á Nixon vanst á 100.000 atvæðum sem er sambærilegt við 100 íslensk atkvæði. Og í fylkinu sem réði öllu Illinois þá skildu 9000 að eða 9 íslensk atkvæði. (að vægi eins atkvæðis á Íslandi er sambærilegt við 1000 atkvæði í BNA)

Og fyrir flokkinn þar sem niðurstöður gilda 100%. Þá lentum við skattgreiðendur í að friða Vilhjálm Egilsson sem lenti í kosninga svikum í prófkjöri 2002. Kalla þurfti fulltrúa Íslands í alþjóðagjaldeyrissjóðnum heim til að Íhaldið gæti komið Vilhjálmi að.

http://www.skessuhorn.is/Default.asp?Sid_Id=1933&tre_rod=009|001|&tId=2&FRE_ID=16913&Meira=1

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2003/01/02/vilhjalmur_til_althjodagjaldeyrissjodsins/

Andrés Kristjánsson, 10.3.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband