Brjóstumkennanlegur trúarhiti fréttamanns

Gunnar Gunnarsson fréttamaður á Spegli RÚV flytur nú hverja predikunina á fætur annarri um nauðsyn þess að Ísland gangi í ESB og hikar ekki við að fella salómonsdóma og halda ESB áróðri fram sem staðreyndum þegar hann talar við viðmælendur sína. Nýjast var viðtal hans við Ernu Bjarnadóttur hagfræðing Bændasamtakanna um það sem fréttamaðurinn leyfir sér að kalla einangrunarstefnu íslenskra bænda. Í viðtalinu vitnar fréttamaðurinn aftur og aftur, t.d. með eftirfarandi:

Nú virðist það vera áríðandi að taka upp annan gjaldmiðil, helst.

Hverjum virðist það áríðandi? Það sem er áríðandi er eitthvað sem menn eiga að gera strax og tafarlaust og ég veit að ESB sinnar telja það vera svo. En var Gunnar sjálfur í viðtali við sjálfan sig. Hagfræðingurinn Kenneth Rogoff sem er einn fremsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í peningamálum og prófessor í Harward kallaði það tilraun til sjálfsmorðs að taka upp annan gjaldmiðil nú.

Allir sem hafa sæmilega reiknikunnáttu sjá það augljósa að þrátt fyrir allt er sjálfstæður gjaldmiðill að lyfta Íslendingum upp úr alvarlegum öldudal þessa dagana. Öldudal sem við lentum í vegna þess að við hleyptum ESB til of mikilla valda á Íslandi í gegnum EES og leysum það vandamál ekki með því að ganga lengra á þeirri leið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hvernig má það vera að "fréttamönnum" ríkisfjölmiðla leyfist að halda fram svona einhliða áróðri?

Einnig vil ég benda á nauðsyn þess að fram fari rannsókn á framgöngu allra íslenskra fjölmiðla sem eltust við útrásarvíkingana, og hvöttu jafnvel almenning til fjárfestinga í fyrirtækjum þeirra.

Áfram L-listi

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.3.2009 kl. 19:20

2 identicon

Í skrifum danskra dagblaða um € er bent á að verðlag muni hækka um 20 - 30 % við gjaldmiðilsbreytinguna og er þá vitnað í reynslu annarra þjóða.

Glúmur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:20

3 identicon

.

Það þarf að taka til á fjölmiðlunum líka!

Makalaust þetta trúboð sem fréttamenn stunda þar. 

Guðrún.  Rannsókn er hafin nú þegar á tenglsum fjölmiðlunga við ræningjana sem áður voru á einkaþotum en fljúga núna á almennu farrými..  

101 (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:05

4 identicon

Félagi Bjarni !

 Hjó eftir ummælum Kenneth Rogoff. - Afar athyglisverð !

 Hefurðu orðið var við að fréttamenn hafi spurt íslenska " fræðinga" um þessi ummæli Rogoffs ?? !

 Ó nei, þar er æpandi hávær þögn !

 Mikill meirihluti fréttamanna, ekki starfi sínu vaxnir - eða haldnir falskri hæversku

 Sem Rómverjar sögðu.: " Malus pudor" - þ.e. " Fölsk hæverska"  !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:21

5 identicon

Það er gaman af ykkur trúðunum, haldið ótrauð áfram 

E (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:08

6 identicon

svar við:

"Hefurðu orðið var við að fréttamenn hafi spurt íslenska " fræðinga" um þessi ummæli Rogoffs ?? ! Ó nei, þar er æpandi hávær þögn !"

reyndar ekki. gylfi zoega var strax spurður og hann andmælti rogoff fullum hálsi. hverjum maður svo trúir er annað mál.

kveðjur.

--

óskar

oskar holm (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:15

7 identicon

Bjarni ekki veit ég hvort þú ert mikið betri eða verri en gengur og gerist með menn, en mér finnst áróður þinn varðandi ESB brjóstumkennanlegur

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:04

8 identicon

Bjarni !

Þú verður merkilegri eftir úrsögn úr framsókn !

Sérð bara einhverjar verur í öllum hornum, ertu ekki að villast á skrímslasafninu ?

Þú notar mikið orðið lýðræði, og segist sjálfur vilja hafa það !

Hvers vegna unir þú ekki öðrum að notast  við lýðræði í raun, ekki bara orðgjálfur eins og ykkur L-lista mönnum virðist vera tamt ?

Það eru engir ,,fréttamenn" til lengur !

Þetta eru allt ,,kranablaðamenn"

Bjarni !

Það veist þú manna best, því þú hefur manna best notast við þessa aðferð í þinni vinnu bæði í pólitík , blaða og bóksölu !

Flest fjölmiðlafólk á Íslandi eru bara starfsmenn eigenda fjölmiðla sem þeir vinna hjá !  Þeir gera bara það sem eigendurnir vilja, annað hefur það ekki verið !

Líka hjá útgáfu Bjarna Harðarsonar !

JR (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:42

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst merkilegt Bjarni, að sjá ESB-sinna herða róðurinn. Hvað er það sem hvetur þá núna ? Er búið að gefa merki um áróðursstríð ? Tengist þetta breytingum á Stjórnarskránni, sem Samfylkingin er að keyra í gegn um Alþingi ? Þá eru VG líka búnir að samþykkja, að eftir kosningar muni ríkisstjórn VG og Samfylkingar ganga til samninga við ESB.

Mér sýnast sem sagt öll merki benda til svikráða við fullveldið. Ríkisstjórnin hafnar algjörlega nýjum alvöru gjaldmiðli. Öllu skal haldið í óvissu, þar til eftir kosningar þegar Samfylkingin og VG hafa náð að mynda ríkisstjórn til fjögurra ára.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.3.2009 kl. 23:29

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta með Spegilinn er búið að vera að ergja mig lengi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.3.2009 kl. 00:12

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef reyndar tekið eftir þessu fyrir talsverðu síðan og finnst þetta alveg gersamlega út í hött að starfsmaður hjá ríkisútvarpinu noti miðilinn til að básúna sannfæringu sína og leggja í prívat áróðursherferðir (ef þær eru þá prívat).

Þessi ótrúlega hlutdrægni á ekki að þekkjast á hlutlausum fjölmiðli og ætti að leggja inn formlega kvörtun.

Eftir viðtalið við Rogoff, stökk hann til og átti langt viðtal við Gylfa Zoega til að hrekja fullyrðingar Rogoff og markmiðið var svo augljóst að það var næstum skoplegt.  Gulfa tókst þó ekki betur en svo til að hann svaraði engum spurningum beint og nefndi fleiri vankanta á evrópusambandi, ef eitthvað var. Hann komst svo í þversögn við sig sjálfan og lýsti lágkúrulegri hlutdrægni, þgar hann sagði að vandamál Grikkja, Ítala og, Íra væru hreinlega ekki marktækur, þar sem hann stafaði af innanbúðarvanda þeirra!? 

Er slíkum vanda sem sagt ekki til að dreifa hér?  Spegillinn hváði ekki og spurði ekki, heldur liðkaði til með leiðandi spurningum svo hægt væri að finna fullyrðingum allt til foráttu.

Þetta er skandall og ég mæli með að þið og samtök á borð við Heimsýn andmæli þessu hástöfum.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 07:55

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er ekki viss um að þessir heimatilbúnu vinstrimenn yrðu jafn glaðir með þessa sannfæringu sína, ef þér kynntu sér tilurð sambandsins og hverjir stóðu á bak við þetta gæluverkefni Rothschild plútókrasíunnar.

Kannski eru það hin strang kommúnísku markmið, sem heilla þá hér með allri sinni miðstýringu í fjármálum, iðnaði, menntun og öllu sem þessum ólíku samfélögum fylgir.  Það er afar þunn línan milli eðlis hinna pólitísku öfga, hvort sem er til hægri eða vinstri.  Hér er ekki verið að leita að neinu gráu svæði eða jafnvægi. Þetta er totalitarianismi og það munu alir sjá, sem nenna að kynna sér þetta batterí. EU er stefna í mótun og markmiðin minna óþægilega á Orwell.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2009 kl. 08:09

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

(ef þær eru þá prívat) Jón Steinar, þessu hef ég nefnilega líka velt fyrir mér.

Ég var orðinn verulega þreyttur á þessu um það leyti sem hrunið varð, en í kjölfar hrunsins minnkaði þessi bábylja en er að aukast aftur síðustu daga.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.3.2009 kl. 10:00

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef margoft tekið eftir því, sem virðist ekkert annað en hlutdrægni af hálfu þessa fréttamanns, og hef kvartað yfir því.

Jón Valur Jensson, 11.3.2009 kl. 10:03

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvað kemur Bjarni til með að segja ef að krónan fellur um 30% í næstu viku eða mánuði. Þá koma svona rök fyrir lítið frá bóksala á Selfossi sem finnst að hann viti betur enn allir helstu sérfræðingiar á Íslandi.

Allir sem hafa sæmilega reiknikunnáttu sjá það augljósa að þrátt fyrir allt er sjálfstæður gjaldmiðill að lyfta Íslendingum upp úr alvarlegum öldudal þessa dagana

Hann eins og fleir muna náttúrulega ekki eftir að hrunið hér byrjaði í upphafi árs 2008 eða 2007 við það krónana sem hafði verið ofskráð um ára raðir tók að falla og erlend lán þ.a.l. að hækka. Fyrirtæki og lönd tóku stöður gegn krónunni þar sem hún er örmynnt þá þolir hún enga slíka stöðu. Og við eru svo fámenn þjóð að við getum aldrei varið hana nema nokkra mánuði.

Svo þetta tala fólks eins og ESB sé sjálfstætt ríki eða fyrirtæki sem hafi það helst að markmiði að stela öllum aulindum er náttúrulega kaftæði. Þetta er bandalag 27 þjóða og fulltrúar þeirra sem stjóna ESB. Halda menn að svía, finnar og danir mundu sætta sig við að ESB yrði að einu ríki? Halda menn virkilega að þjóðir Evrópu stefni í það? Þó að þjóðir kjósi samvinnu þá er kjaftæðið hér á landi orðið slíkt að fólk er farið að halda að ESB sé sjálfstætt batterí sem stýri sér sjálft og sé bara út um allt að stela eignum smáþjóða.

Svona svipað því sem fólk segir um IMF. Talað um að IMF sé sjálfstætt fyrirtæki sem vinni að því að ná öllum eignum skuldugra þjóða fyrir alþjóðleg fyrirtæki.  Þetta er náttúrulega kaftæði.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.3.2009 kl. 14:16

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvernig er staðan í Letlandi Magnús?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.3.2009 kl. 19:34

17 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er mikilvægt að hlusta á fréttir frá ríkjum ESB og mæli ég með því að Magnús horfi t.d. á fréttir  BBC eða lesi vefsíður virtra fréttamiðla ESB ríkjanna.  Örlög ESB stefna í að verða jafn dramatísk og örlög Titanic. Af hverju í ósköpunum ættu íslendingar að stökkva um borð í sökkvandi skip?

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband