Einfaldar lausnir en réttlátar

Skuldastaða heimilanna eru stærsta vandamál komandi kjörtímabils. Margar hugmyndir hafa komið fram, m.a. um flatan niðurskurð allra lána, jafnvel þannig að það nái til bæði fyrirtækja og einstaklinga. Í óskaveröld væri vitaskuld gott að geta gripið til slíkra ráða en mér er nokkuð til efs að þessi leið sé raunhæf vegna kostnaðar og það er líka vafamál að hún leysi vandamál þeirra sem verst eru staddir. Til dæmis hafa þeir sem tóku öll íbúðarlán í erlendum lánum margir tapað miklu meiru en svo að 20% niðurfelling dugi.

Með 20% leiðinni erum við líka að láta mesta peninga til þeirra sem mest eiga! Skrýtin jafnaðarstefna það.

En vitaskuld er þessi leið skárri en að gera ekkert eins ogbæði núverandi og síðasta ríkisstjórn eru svo leiknar í.  En það eru til betri leiðir.

Þórhallur Heimisson félagi minn á L - listanum skrifar um Kreppulánasjóð í Morgunblaðinu í dag en þar er komin fram hugmynd að einfaldri og skilvirkri lausn sem við þekkjum úr sögunni. Þessari aðferð var beitt í gömlu kreppunni 1930 og gafst vel. Ríkissjóður einfaldlega leysi til sín eignir og leigði þær til viðkomandi sem jafnframt fékk forkaupsrétt. 

Helstu rök fyrir flötu 20% niðurfellingunni, er að það sé svo mikil vinna að fara í gegnum hvert einstakt mál. En það er enginn vafi á að 20% niðurfellingin er dýrasta leiðin og ef að við getum sparað nokkur hundruð milljarða með því að fara í gegnum hvert einstakt mál þá er allt í lagi að nýta þann sparnað að hluta til í að kosta tímabundið her manna sem myndu vinna hjá Kreppulánasjóði. Því hvað er það sem okkur vantar meira nú en einmitt vinnu fyrir bankamenn og fasteignasala. 

Förum einfalda og þekkta leið og sláum um leið tvær flugur í einu höggi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Bjarni þarna erum við sammála ,mjög ek hefi af þessu kynni Faðir Konu minnar sem var bóndi var með nybyggt hús á jörðinni 1930 og málin voru leist svona/þetta er leiðin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 11.3.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn, þetta er allt í Skötulíki.

Ég hefi lagt fram nokkur atriði til ,,minna manna" sem ég mun krefjast svara við á Landsfundi okkar.

Þau eru eftirfarandi og nú kemur langloka mikil:

Hefði viljað sjá róttækari tillögur frá þér í vanda landsmanna.  Ég mun styðja það rökum.
1.  Verðtryggingin var sett á á alla liði svosem laun og lán.
2.  Síðan var tryggingin tekin af launum, síðan hafa lán í sama gjaldmiðli (greiðslueyri) og menn vinna sér inn framfærslu ekki verið á boðstólnum hérlendis.
3.  fyrir allnokkru fór að bera á, að stjórnir Lífeyrissjóða tóku upp á því,a ð ,,dreyfa ahættu" að sögn sem var ekkert annað en uppkaup á gjaldeyri og þannig árás á gegnið.  Þetta hófst um 1992  Auk þess, opnuðu þeir fyrir lán með ,,veði í " veiðiheimildum.  Lán sem öll voru flutt út í einu eða örðu formi.  Allt þetta setti veðrtryggð lán (Höfuðstóla) þeirra sem byggðu sér íbúiðr í hæstu hæðir.
4.  Síðan komu Kvótakóngarnir og hófu að falsa efnahagsreikninga sinna fyrirtækja með því að stofna hlutafélög um rekstur einstakra báta og skipa, keyptu aftuir á uppsprengdu verði og fluttu þannig lán til kaupanna með ,,hinum" félögunum. 
5.  Lið 4 tóku útrásarvíkingar upp sér til hagnaðar og Verðtryggðum útlánum til bólgunar.
6.  Nú hófst enn meri not fyrir árásir á gegni Krónu okkar.  ÞAð gerðu Bankarnir nú í gríð og erg.
7.  Í opinberum tölum um árásir á gegni Krónu frá 2000 liggur ljóst fyrir, að með þessum hætti hafa bankar RÆNT viðskipta,,vini" sína af milljarða hundruðum.   Ljóst er, að .arna eru lög um frjálsa samninga milli manna þverbrotin og því ætti að fangelsa þessa Armani klæddu glæpamenn hið fyrsta. 
8.  Í þessum opinberu tölum sést, að á ársfjórðungs fresti, rétt fyrir útreikninga á Verðbótum, hækkar gengisvísitalan verulega.  BEIN íhlutun í  samninga milli aðila.
Að öllu þessu skoðuðu, er ekkert annað en, að HÖFUÐSTÓLAR VERÐBÓTASTUÐLAR og allt trengt því verði í það minnsat skrúfað aftur til ársins 1998 og sett þar fast.  EKKI verði síðan neinn verðbótastuðull reiknaður út og blátt bann við verðtryggingu út gefið.
Allt verði uppi á borðum hvað varðar gróða (þjófnað -þjófagóss) aðila í bankakerfinu af þessum aðgerðum.
Ef Flokkurinn fer með eiotthvað annað fram í kosningar og kallar það ENDURREISN heimila, munu menn skellihlægja að varðstöðu við Gróðapungana sem fengið hafa niðurfellingar á færiböndum og nánast úrbræddar shredder-vélar a la Enron.
Við sem vöruðum við þessu kerfi og öðrum Kratískum kerfum, svo sem Kvótakerfum, heimtum, að menn viðurkenni og feisi afleiðingar þess og Reyni að bæta fyrir skaðann sem unnin hefur SANNANLEGA á efnahag landsmanna(nema gróðapunganna)
Með baráttukveðjum
Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.3.2009 kl. 11:34

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Hárrétt ! - 20% leiðin " mesta peninga til þeirra sem mest eiga "

 Hvernig má það vera að þú hafir verið þingmaður fyrir flokk sem fer með himinnskautum með himinnhrópandi, gegnumheimskulegar tillögur ??!!

 Hafa þú og klerkur kynnt ykkur hve margir eru í raunverulegri húsnæðiskreppu ??

 Nei. Skyldi vera !

 Hagstofa upplýsir að hér sé um að ræða 6,2% húsnæðiseigenda !

 Er úlfurinn úr Tungunum enn á ferli ?'!!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

NúllstillingÞar sem íslenskur efnahagur er rústir einar, það er manni sagt. Hvernig væri þá að slétta almennilega úr draslinu og byrja upp á nýtt ? Það er ef til vill möguleiki á að rétta við ýmiskonar skekkjur í þjóðfélaginu sem hafa farið vaxandi undanfarna áratugi lesist ( Davíðstugir ) .Það mætti segja sem svo að húsnæðisverð þar með brunabótamat og fasteignamat yrði fært til meðalverðs fasteigna í Frakklandi, Þýskalandi og Austurríki í evrum, eða dollurum Bæði íbúðarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði. Mismunandi ástand yrði metið út frá samsvarandi eignum í viðmiðunarlöndunum.Séu skuldir umfram mat eigna, yrðu þær einfaldlega strikaðar út.Vélar og verkfæri yrðu bókfærð í evrum eða dollurum á sama hátt þ.e. meðalverð á þeim í viðmiðunarlöndunum. Sama meðhöndlun varðandi skuldir véla og verkfæra eins og á húsnæði.Laun á sama hátt færð til meðallauna í hverri stétt í viðmiðunarlöndunum.Skattar af mánaðarlaunum yfir 1.000.000 í krónum, yrðu hækkaðir t.d. í 80-90 % Peningaskipti yrðu með þeim hætti að fyrir- :-kr 120 til 1.000.000 yrði gengi evrunnar eða dollars 120 kr.-kr 1.000.001 til 10.000.000 yrði gengi evrunnar eða dollars 200 kr.-kr yfir 10.000.000 yrði gengi evrunnar eða dollars 500 kr.Með þessu mætti ná einhverjum fjármunum frá þeim sem hafa fengið stærri skammt af góðærinu, margir á heldur vafasaman hátt, en minna hreyft við efnahag þeirra sem góðærið lét í friði.Kvótinn væri færður til ríkisins og leigður út af ríkinu, skuldir útgerðanna vegna kvótans yrðu afskrifaðar. Kvótakóngar sem selt hafa kvóta verða krafðir um endurgreiðslu söluverðs kvótans.Hvort evra eða dollari yrði fyrir valinu væri þessi  aðferð notuðÞegar þetta hefur verið framkvæmt er raunar búið að núllstilla efnahaginn, þar með er engin verðbólga á þeim tímapunkti. Þetta mætti svo kalla í hagfræðinni POLPOTTS aðferðina við að rétta af efnahag í rúst.En þetta er náttúrulega allt of flókið fyrir þá pólitísku moðhausa sem fara með stjórn landssins núna. Því er nauðsynlegt að senda þá í langt langt frí til Kanarí meðan verið er að græa þetta.

Ragnar L Benediktsson, 11.3.2009 kl. 13:49

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hva, engin latína hjá Kalla Sveins núna?

Axel Þór Kolbeinsson, 11.3.2009 kl. 13:50

6 identicon

Jú, % er latína.

GlG (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 15:25

7 identicon

HA JÁ ... OG HVERNIG ÆTLAR ÞÚ, BJARNI AÐ GERA ALLT GOTT? HA? HAHA? JÁ OG HVAÐ SAGÐI EKKI ÓLAFUR JÓHANNESSON Í SINNI FORSÆTISRÁÐHERRATÍÐ. HA? OG VARST ÞÚ EKKI EINMITT HÉR ÁÐUR Í FLOKKI SEM? HA? OG HVAÐ GERÐI SÁ FLOKKUR EKKI HA?ÞÚ ERT BARA KANNSKI SAMMÁLA ÞVÍ SEM HERMANN JÓNASSON SAGÐI HÉRNA UM ÁRIÐ?  - múhaha ... múhahah

Elskurnar mínar,

þessi tegund af málflutningi flokkast nú fremur undir ritun gamals syndaregisturs en málefnalega, hugmyndagefandi umræðu. Ég sé ekki alveg tilganginn. - Alltof stór hluti pólítískrar umræðu á Íslandi hefur farið fram eftir þessum nótum - (og m.a. hrætt margan góðan manninn (já, konur eru kvenMENN) frá þátttöku í stjórnmálastarfi). Þessu hefur farið fram svo áratugum skiptir og dýrmætum tíma kastað á glæ.

Syndaregistur þjóna engum tilgangi sem slík, nema til að minna á hvað aðrir hafa gert sem að okkar mati er rangt. En er það frjósöm, nytsamleg, umræða? Leiðir hún til bjargráða? Er hún gagnleg á einhvern hátt?

Ef fólk vill skapa lausnir og finna leiðir, þá hygg ég að okkur sé öllum sæmst að stefna að því með fullri meðvitund en steyta ekki á hverjum einasta steini, sem einhver lagði einhvern tíma í einhverja götu, til að vera á móti einhverjum... til að vera á móti HONUM/HENNI.

Að vera á móti og rita syndaregistur skilar engu. Að nýta sér rétt hins frjálsa manns til að skipta um skoðun, breytast og þroskast, víkka sjóndeildarhring og sjá fleiri hliðar mál- það er sýnu líklegra að mínu mati til að skila árangri heldur en þessi hálfgerða afhausun sem er alltaf verið að framkvæma jafnt í rituðu máli sem úr ræðustól hins háa Alþingis. -

"Þú ert alls ekki sami maðurinn og ég giftist"

"Nei, hvernig á það að vera, þá var ég 25 ára, núna 57? Hélstu að ég myndi bara standa fastur þar?"

Jamm, þannig sé ég hlutina bæði í hjarta mínu og heila... og þá er nú stungin tólg, get ég sagt ykkur. Og hananú!  Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:41

8 identicon

20% flatur niðurskurður er ekki svo mikið mál og ættu menn ekki að tala um tap ,og eitthvað stórmál. Staðan er þessi, fólk á peninga í sjóði t.d. á móti, ég átti í langa skuldabréfasjóð spron.  Hann fór niður um 27% sem er ekki svo slæmt miðað við frosinn höfuðstól 6 okt . Sjóðurinn sem allir þjónustfulltrúar mæltu með stutti skuldabréfasjóðurinn féll 85% sjóður sem starfsfólk spron mælti með að allir keyptu í hringdu Í FÓLK ÚT OG SUÐUR  og felldi hann svona   hressilega. Spron fór líklega inní sjóðina eftir neyðarlöginn enginn endurskoðun er leifð á sjóðnum . þeir sem sjá um bókhald fyrirtækisins KPMG segjast aldrei hafa séð þessa sjóði . Mér var vísað á prisewater and cooper þeir sögðust aldrei hafa gert neitt bókhald fyrir spron hvorki nú eða í fortíð. Og einhver hvíslaði því að mér vegna eiginfjárstöðu spron þá ættu þeir raunverulega að vera gjaldþrota

síðan þá hefur spron gefið út bækling þar sem  þeir telja það markaðtækifæri að versla í sjóðunum núna en til hvers spron stelur bara þessu fé sem sést best á því að allir þessir sjóðir þola ekki þá endurskoðun að sjóirnir hafi verið einhver tíman til og allir gjörningar í honum löglegir KOMIÐ EKKI NÁLÆGT ÞESSU FYRIRTÆKI.

pétur þ (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband