L - listinn kominn á kortið

Sígandi lukka er best og ég er ánægður með að L - listinn er kominn á blað með um það bil það fylgi sem þarf bakvið einn þingmann. Og það í könnun sem verður til áður en við tilkynnum um nokkra lista. Nú er að sjá hvað setur í næstu könnunum og hvort fylgið potast ekki upp.

Svo má ekki gleyma því að óráðnir kjósendur eru fleiri nú en nokkru sinni og það er hefð fyrir að ný framboð mælast verr í könnunum en í kosningum. 

Semsagt - full ástæða til bjartsýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

L-listinn verður til þess að ekkert verður úr nýjum framboðum !

Pólitísk trúarbrögð geta aldrei orðið til neins gagns !

Eina sem þú gerir Bjarni Harðarson, þín verður minnst fyrir það að ekkert varð af því að nýja Ísland fengi von !

JR (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:10

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já.  Fréttablaðið mælir 1,6% og Gallup 1,7%  Þetta er fín byrjun.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 08:23

3 identicon

Er L-listinn ekki bara einn sértrúarsöfnuðurinn enn eins og Íslandshreyfingin ? Mér finnst listinn hafa eitt má á sinni könnu sem er að vera á móti ESB. Varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina segi Bjarni nei enga atkvæðagreiðlu takk hér á ég að ráða.

Eins og við vitum hefur meirihlutinn alltaf rangt fyrir sér, allar götur síðan kristur var krossfestur.

Góðir saman Gunnar í krossinum, Ómar íslendingur og Bjarni

Ragnar Benediktsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 08:48

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það verður einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla í alþingiskosningunum.  Samfylking verður með inngöngi í ESB sem eitt af helstu baráttumálum sínum, rétt eins og við erum með andstöðu við það sem eitt af baráttumálum okkar.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 08:52

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

L – listinn er bandalag frjálsra frambjóðenda sem vilja efla lýðræði í landinu og vinna með því gegn ríkjandi flokksræði. Við teljum að besta leiðin að þessu marki sé að koma á beinu sambandi milli kjósenda og frambjóðenda. Enginn flokkur stendur því að baki framboði þessu heldur einungis frambjóðendur sem bjóða fram krafta sína í þágu lands og þjóðar. Frjálsir stjórnmálamenn geta látið verkin tala í stað þess að sitja fastir í fari flokksræðis.

Þetta er m.a. það sem mér finnst áhugavert hjá L-lista ... spennandi að sjá hvernig þetta þróast.

Skemmtilegt hvernig þið hugsið þetta út fyrir hefðbundinn ramma!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 09:04

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

,,L – listinn er ....... fastir í fari flokksræðis. "

Þessi teksti átti að sjálfsögðu að vera innan gæsalappa!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 09:06

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

leiðrétting á leiðréttingu: texti en ekki teksti  (svona er að flýta sér!)

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.3.2009 kl. 09:07

8 identicon

Axel: NEEEEEEEIIIIII, Alþingiskosningar geta aldrei virkað sem þjóðaratkvæðagreiðslur um nokkurn skapaðan hlut. Í Alþingiskosningum er verið að taka afstöðu til allra mála sem varða stjórnmál yfirhöfuð, fólks, grunngilda og svo mætti lengi telja. Það er gjörsamlega út í hött að segja að með Alþingiskosningum sé hægt að mæla afstöðu þjóðarinnar til einstaks málefnis.

Óþolandi, hvað Íslendingar verða skyndilega slefandi heimskir þegar það kemur að lýðræði og öllu sem því viðkemur. Ég var samt ekki að kalla þig heimskan, Axel, miðað við venjulega Íslendinga. Eins og ég segi, mér finnst það magnað hversu heimskir jafnvel skörpustu menn verða skyndilega þegar lýðræði (eða tjáningarfrelsi) ber á góma.

Bjarni, ég er helvíti ánægður með að þú sért kominn aftur í stjórnmál þrátt fyrir fuckupið þarna um daginn. Ég get eiginlega ekki kosið þig vegna þess að ég er hlynntur inngöngu í ESB (ég veit, ég er fáviti) en áður en þú bauðst þig fram upprunalega var ég alltaf að velta fyrir mér hvað það væri gott að hafa menn eins og þig á Alþingi, menn sem drullast til að hugsa af og til.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 09:18

9 identicon

Sæll Bjarni

Svona framboð er bara til að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Alveg vonlaust,atkvæðin gagnast ekkert.Svo er best fyrir 'island að vera í ESB allir krisnir í Evropu styðja það. Kveðja Árni Björn

Árni Björn Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:05

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Spyrjum að leikslokum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.3.2009 kl. 10:33

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn.

ég mun koma til ykkar EF

Landsfundur míns elskaða flokks, í hverjum ég hefi barist um á hæl og hnakka GEGN VERÐTRYGGINGU

GEGn Kratakerfinu KVÓTAKERFI

og GEGN  EES aðild (var í hópi með góðum íhaldsmönnum, sem vildum TVÍHLIÐA SAMNINGA VIÐ ESB á sínum tíma.

Ef

Afnám Vertryggingar og full andstaða við ESB verður ekki á stefnuskrá Flokksins fyrir kosningarnar

Þá mun það gerast, að ég mun kjósa L listann.  1. skipti á ævi minni sem eitthvað annað en D hefur fengið kross hjá mér.

Það er ögurstund og ef menn ekki fara að mínum ráðum, og skrúfa verðbótastuðulinn aftur til 01.01.1998 og festa þar, rafsjóða fast og banna í framhaldinu allar viðmiðanir við vísitölu. Mun verða fylgishrun hjá mínum Flokk og það er engum öðrum um að kenna en okkur sjálfum.

Ef við ekki heyrum stunur brauðstritarana í Flokknum og kjökur mæðra sem ekki eru öruggar í framfærslu sinni á börnum sínum, er EKKI ÞÖRF LENGUR FYRIR FLOKKINN.!!!!!!!

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 13.3.2009 kl. 10:54

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Helgi Hrafn.

Þakka þér fyrir að setja mig ekki í hóp heimskingja .

Kannski best að ég útskýri betur hvað ég á við.  Eins og þú segir sjálfur þá er kosið í núverandi kerfi eftir stefnumálum framboða (og það er þjóðin sem kýs).  Eitt af stefnumálum flestra framboða eru ESB málin eftir mismunandi áherslum, og verður líklega eitt af helstu baráttumálum framboðanna.

L-listinn sem slíkur er á móti aðild að sambandinu og hlýtur þessvegna líka að vera á móti aðildarviðræðum, því ekki viljum við sækja um aðild aðsambandi sem við viljum ekki í.

Margir eru að grípa þessa afstöðu okkar og mistúlka hana sem andstöðu við lýðræðið.  En málið er bara það að fólk sem er sammála okkar stefnumálum kýs okkur lýðræðislega í kosningum inn á löggjafarsamkundu þjóðarinnar, og veit nákvæmlega það hefur okkur í þessu máli.

Það er alls ekkert ólíklegt að þjóðin fái að kjósa um hvort eigi að fara í aðildarviðræður eða jafnvel aðild, en þjóðin getur tryst því að við munum setja okkur upp á móti bæði aðildarviðræðum og aðild algerlega.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 11:07

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bara til að setja hlutina í samhengi þá myndi ég ekki sækja um aðild að Sniglunum ef ég vildi ekki verða meðlimur.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 11:08

14 identicon

Axel: Gott og vel. Það verður auðvitað þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB, það er alveg rétt hjá þér. Það eru allir sammála um að slíkt sé nauðsynlegt, bæði stjórnmálamenn og vissulega almenningur.

Það er samt misskilningur, eins undarlegt og það hljómar, að maður myndi ekki sækja um aðild að ESB án þess að vilja verða aðili. "Umsókn um aðild" er afskaplega óheppilegt orðaval því það lýsir ekki ferlinu rétt. Umsókn um aðild eru einungis aðildarviðræður, án nokkurrar lagalegrar eða pólitískrar skuldbindingar. Skuldbinding er ekki einu sinni gefin í skyn við aðildarumsókn, einungis áhugi á að sjá hvað sé hægt að gera.

Ef ske kynni til dæmis að ESB myndi heimta yfirráðarétt yfir fiskimiðunum, þá myndum við alveg klárlega hætta við, enda ekki röksemdafærsla neins stuðningsaðila aðildar að við getum sætt okkur við það, heldur að við gætum fengið undanþágu.

Við vitum hinsvegar ekkert um það hvort við getum fengið undanþágu sem eyríki fyrr en við sækjum formlega um. Öll eyríki heimsins hafa rétt á 200 mílna lögsögu (t.d. Japan og Ástralía, sem bein afleiðing af þorksastríðunum ef ég skil rétt) og ekkert eyríki á borð við okkar er í ESB núna, þannig að það er algerlega ógerlegt að spá fyrir um hvernig aðildarumræður fari varðandi fiskimiðin. Það er enginn innan ESB sem getur sagt hvaða skilmálar séu við hæfi, því það verður að skoða þetta í samhengi sem er ekki til staðar fyrr en umsókn liggur fyrir. Það er einfaldlega tímasóun að ræða kosti og galla ESB fyrr en umsókn liggur fyrir, og eins og ég segi, í umsókn felst engin skuldbinding, hvorki lagaleg né pólitísk.

Við sumsé myndum sækja um án þess að endilega vilja verða aðilar. Umsókn er bara byrjunin á umræðunni um það hvað sé hægt að gera.

Þessi misskilningur er auðvitað óhjákvæmilegur vegna þess að við notum orðin "umsókn um aðild". Ég var sjálfur á móti aðildarumsókn áður en þetta var útskýrt fyrir mér, enda kemur ekki til greina að láta fiskimiðin af hendi, við bara getum það ekki. Þetta minnir mann svolítið á að sumir halda að þróunarkenningin sé ennþá tilgáta vegna þess að hún kallast þróunar-"kenningin". Svona misskilningur er auðvitað óhjákvæmilegur og fullkomlega skiljanlegur.

Allavega, ég væri sjálfur harðlega á móti aðildarumsókn ef í henni fælist skuldbinding. Svo er hinsvegar ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:07

15 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

200 mílurnar eru réttur allra strandþjóða, ekki bara eyríkja.

Hinsvegar hefur aðildarumsókninni ekki verið lýst nægilega vel fyrir þér.

Hún felur í sér samninga um á hve löngum tíma aðildarþjóð getur aðlagað sig reglum sambandsins, þar með talið sameiginlegri sjávarútvegsstefnu, landbúnaðarstefnu og tollastefnu.  Það er opinn möguleiki að semja sérstaklega um önnur mál utan þessarra reglna, en öll 27 aðildarríkið þurfa að samþykkja það.

ESB er efnahagsbandalag með sterku pólitísku ívafi.  ESB samanstendur af samþjóðlegur og yfirþjóðlegu valdi.  ESB er nágælgt því að geta óskað eftir því að vera kallað sambandslýðveldi ef farið er eftir Montevido sáttmálanum þá uppfyllir ESB þá skilgreiningu nánast, en heur ekki sóst eftir því að vera kallað sambandslýðveldi og einnig er óvíst hvort aðildarríkin væru tilbúin að samþykkja slíka skilgreiningu.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.3.2009 kl. 13:38

16 Smámynd: Óskar Þorkelsson

L listinn er víst bundinn... þingmenn hans ef þeir komast að eru bundnir því kosningaloforði að vera á móti ESB sama hvað tautar eða raular.. ekkert voðalega frjálst það finnst mér.

Óskar Þorkelsson, 13.3.2009 kl. 16:03

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vissulega er L listinn bundinn gegn ESB aðild, á svipaðan hátt og Samfylkingin er bundin með ESB aðild.  Alltaf gott að eiga valkost í kjörklefanum :)

Það hefur vakið athygli mína að meðmæltir ESB (hvort sem þeir eru SF eða ekki) einblína á núverandi afstöðu ESB; það megi ekki bara "kannski" heldur "örugglega" semja um hina eða þessa undanþáguna út frá henni. 

En hvað gerist svo ef ESB herðir tökin á sambandinu eftir 2 ár, 5 ár, 10 ár?  Hefðum við slysast þar inn, trúir þá nokkur maður því að litla Ísland hefði neitunarvald ef hagsmunum landsins yrði alfarið sturtað niður? 

Kolbrún Hilmars, 13.3.2009 kl. 16:31

18 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Óskar. Það er svo skrítið hvað ESB-sinnum ferst illa að skilja að NEI þýðir NEI. Sá sem er mótfallinn einhverju sækist ekki eftir því, er það? Er þá nokkuð eðlilegra en  að fullvedissinnar í L lista hafni alfarið aðilldarviðræðu að ESB? Annað væri meiriháttar tvískinnungur, sem ALLT OF MARGIR eru með í þessu stærsta pólitíska hitamáli lýð-
veldisins, og það fólk í stjórnmálum, og virðist komast upp með það.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.3.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband