Helgin sem átti að vera svo spennandi...

Egill Helgason bloggar á sinni Silfruðu síðu að prófkjörahelgin hafi verið þunglyndisleg og það er dálítið til í því. Aldrei hefur áhugaleysið verið jafn sláandi í tengslum við val á frambjóðendum, þátttakan almennt léleg og aldrei hafa jafn sakbitnir og skömmustulegir menn boðið sig fram. Það er eins og allsstaðar vanti gleðina í pólitíkina, sigurvíman er galli blandin og súrt yfirbragð á umræðuþáttum.Sem er ekki nema von þegar sömu aðilar og settu landið á kaldan klaka ætla að leiða það áfram...

Í áhugaleysinu endurspeglast nefnilega að gömlu flokkshestarnir einir taka þátt og velja hina gömlu aftur. Sitjandi þingmenn raða sér í efstu sæti eins og reyna að láta eins og ekkert hafi gerst. Menn sem sátu í stjórnum peningamarkaðssjóða og stórfyrirtækja leiða lista. Hversu marktækar þessar niðurstöður eru fyrir vilja almennings veit enginn.

Það er athyglisvert að sjá hvernig harðir ESB sinnar herða nú tök sín í nær öllum flokkum. Bjarni Ben. og Þorgerður leiða Kragann, Ragnheiður Elín hér í Suður, ESB sinnarnir Illugi og Guðlaugur Þór í Reykjavík.

Hjá Samfylkingu eru vitaskuld allir ESB sinnar eftir að Einari Má var varpað fyrir róða en menn eru það samt af mismiklum ákafa og einstaka maður þar af þeim trúarhita að til fádæma horfir. Í þeim hópi er Árni Páll sem er nú sennilegt formannsefni þess flokks og sama má segja um Katrínu Júl. og Björgvin G. 

Sigmundur Davíð kom svo út úr skápnum í fyrradag sem ESB sinni og Steingrímur J. óttast að einangrast ef hann er ekki pínulítill landsölumaður líka...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður reinsluni ríkari eftir landsfundin,ef farið verður með þessi mál þar eins og" köttur i kringum heita graut",þá er Halli gamli hættur þarna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.3.2009 kl. 15:41

2 identicon

Ég vil Halla gamla á þing!

Henrý Þór (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hvað eiga menn við með:

ekki pínulítill landsölumaður líka...

Hver er það sem mundi kaupa? Og hvað? Það hafa nú útlendingar fengið hér ýmislegt áður í boði Bjarna og framsóknar! Álverin og orkan, hér hafa útlendingar fengið jarðir. Og hér var rekin áróður um að útlendingar mundu kaupa allt ef við gengjum í EES. Eins var sagt þegar við gengjum inn í EFTA. EN staðreyndin er önnur. Það hefur t.d. verið bent á að frá lýðveldisstofnun höfum við tekið stærstu skref til framfara í alþjóðlegum samningum. Þar hefur okkur yfirleitt tekist að fá sérstöðu okkar viðurkenda.

  • Marshalll aðstoðinn. Ísland fékk hæstu styrki allra hlutfallslega þó að stríðið hefði snert okkur minna en flesta
  • EFTA: Ísland fékk við inngöngu sérmeðferð og styrki umfram alla aðra.
  • Norðulandaráð: Ísland fékk sérstöðu í formi þess hvað við lögðum í það fengum þaðan
  • EES við fengum ýmsar varanlegar undanþágur í þeim samningum. T.d. varðandi innflutning á matvörum og fleira.

Og þetta ofangreint er hluti af því að við færðumst úr því að vera með fátækari löndum yfir í það vera með þeim ríkustu á nokkrum áratugum.

En nú eru menn eins og við alla ofangreinda liði að láta eins og við séum að færa útlendingum Ísland.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.3.2009 kl. 16:29

4 identicon

Magnús: Í boði Bjarna? Bjarni var ekki þingmaður meðan Framsókn var í stjórn. Vinsamlegast útskýrðu þessi ummæli þín.

Annars vil ég ekkert að Ísland verði ríkast, stærst miðað við höfðatölu, eða einhverjir ofurmógúlar í alþjóðaviðskiptum og pólitík. Mér nægir að þetta land sé bara tiltölulega í meðallagi og skuldlítið þannig að einstaklingurinn geti notið sín, en sé ekki bundinn á skattaklafa við að borga óráðsíur sem hann ekki tók þátt í.

Er ekki nóg að vera í meðallagi, m.v. höfðatölu?

Henrý Þór (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband