Þjófstolið blogg um Sjálfstæðisflokk

Félagi minn Páll Vilhjálmsson skrifar örstutta og magnaða greiningu á prófkjörsúrslitum Sjálfstæðisflokksins, svohljóðandi:

Læmingjahneigð Sjálfstæðisflokksins

Læmingjar eiga það til að efna til fjöldasjálfsmorða með því að þramma allir sem einn fram af bjargbrúninni. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins sýnir áþekka tilburði. Ættarauðvald, Glitnissjóður 9, Árni Johnsen og mosfellska Framkonan sem vill fyrst ganga inn í Evrópusambandið og spyrja síðan hvort það henti okkur: Þetta er liðsuppstillingin fyrir kosningarnar í vor. Hver skrifaði eiginlega þennan tragíkómíska brandara?

 Þetta verður ekkert betur orðað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta með læmingjana er nú víst bara "myta".   En síðan hvenær átti að láta það skemma fyrir svona skratti góðri samlíkingu ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:16

2 identicon

Já sæll Bjarni og til að bæta um betur þá setja þeir Tryggva Þór Herbertsson yfirefnahags rágjafa Geirs Haarde og bankastjóra Askar Capital í annað sæti listans í Norðaustur kjördæmi.

Maður sem telur nú að ESB aðild sé helsta von okkar Íslendinga. L-listinn ætti að gera hart út á atkvæðaveiðar í þessu kjördæmi. 

Mér hefur aldrei litist vel á þennann mann og hér áður fyrr talaði hann alltaf máli auðmagnisns og græðgisvæðingarinnar fullum hálsi og setti sig í spekingslegar stellingar með fræðimanna gleraugun. 

Svo ættuð þið að reyna að fá á listann hjá ykkur einhverja af þeim fjölmörgu ESB andstæðingum sem var hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Góðar stundir og upp með húmorinn Bjarni.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Jónas Egilsson

Bjarni

Þér fatast nokkuð vel líkinging, nema hvað hún hittir þig og þína gömlu kollega enn betur fyrir en nokkurn annan hóp.

Satt best að segja hefur ekki verið lengi starfandi stjórnmálaflokkur sem jafn vasklega hefur gengið fram sjálfseyðingu með sundrungu, klofningi og hnífstungum eins og það var nú orðað þarna af einum og þínir gömlu félagar á undanförnum árum. Nema e.tv. væru frjálslyndir, en þeir varla skilgreinast sem stjórnmálaafl lengur - svo vel hafa þeir gengið fram. Svona til að toppa þetta allt saman á að fara stofna nýja flokka í umvörpum.

Almenningur hefur einfaldlega fengið yfirsig nóg af þessu öllu saman. Sagan segir okkur að eftir smáóróa, hallarbyltingar o.fl. sæki ástandið í sama farveginn aftur.

En farnist þér vel.

Jónas Egilsson, 15.3.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er ekki rétt að stórir hópar læmingja hlaupi niður af klettum í stríðum straumum. Uppruna þessarar hugmyndar má líklega rekja til náttúrulífsmyndarinnar White Wilderness frá árinu 1958, en mögulegt er að þessi þjóðsaga sé enn eldri.

Í kvikmyndinni var sýnt hvernig læmingjar virtust kasta sér fram af björgum, en raunin var aftur á móti sú að atriðið var sviðsett; dýrin fóru ekki af sjálfsdáðum heldur voru þau rekin fram af björgunum."

Þorsteinn Briem, 15.3.2009 kl. 21:33

5 identicon

Sem sagt: Læmingjarnir voru REKNIR fram af hengifluginu, en kjósendur Hrunflokkanna fara það ótillkvaddir.

Glúmur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband