Örvita bankamenn og fjárhagsleg heilsa

Þetta er önnur þjófstolin færsla, nú frá Arnþóri Helgasyni bloggara þar sem hann fjallar um almennan aulagang Sparisjóðs, sama sparisjóðs og stagast á hugtakinu fjárhagsleg heilsa:

Sparisjóðsstjóri Byrs sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að í apríl hefðu menn ekki séð hvað væri á næsta leiti. Og nú hugsa menn sér að sækja í ríkissjóð um svokallað eiginfjárstyrk eða hvað það kallast og taldi sparisjóðsstjórinn að um gæti verið að ræða allt að 10 milljörðum króna frá almenningi.

Hvað segir almenningsálitið um það?

Hvað segir almenningsálitið um fjárhagslega heilsu Byrs?

Er þeim sem hafa spillt fjárhagslegri heilsu sinni ætlandi að efla fjárhagsheilsu annarra?

Hvað er fjárhagsleg heilsa?

Varða kannski auglýsingar Byrs um fjárhagsheilsuræktina við lög?

Allt tal fjármálafurstanna og einnig stjórnmálamanna að þeir hafi bara ekki haft hugmynd um hrunið fyrr en það bara kom er svo dæmalaust ósvífið og fíflalegt að engu tali tekur. Geir H. Haarde hélt því líka fram að enginn hefði séð fyrir hrun á húsnæðismarkaði fyrr en það allt í einu varð. Félagi minn sem er samkvæmt opinberum mælingum talinn andlega fatlaður vissi það árið 2006 að það borgaði sig alls ekki að kaupa íbúð, þær væru svo dýrar og hlytu bara að lækka.

En forsætisráðherra og bankastjóra bauð ekki grun hvað væri á næsta leiti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var á allra vörum.  Ég held einnig að það hafi verið ákveðin þöggunaraðferð í gangi.  Sigurður Kári segði nýlega að ef Seðlabankinn mætti ekki ljúga að almenningi, myndu heilu bankarnir fljúga á hausinn.  Þetta hefur að gera með þá ofmetnu hugmynd að hægt sé að tala góða og gegnheila hluti niður með gagnrýnni umfjöllun.  Þetta eru miklar kerlingabækur að mínu viti og hef ég meiri trú á skynseminni þótt guðfræðingur sé.  Að sama skapi og ástæðum má ekki heldur tala nú um yfirvofandi verðhjöðnun, og langvarandi heimskreppu, til að tala ekki stjórnmálin niður og þá stefnu sem þau hafa markað.  Ég vill meina að sparnaður almennings hefði komist í var hefði snemma árið 2008 eða seinnipartinn 2008 mátt tala af hreinskilni um hlutina.  Sjálfur hafði ég kortlagt þetta allt ásamt félögum mínum og leysti út allan sparnað og seldi íbúð mína, og fór að leigja löngu áður en hrunið átti sér stað.  Af hverju gerði ég það?  Vegna þess að ég átti í gagnrýnum rökræðum við málsmetandi menn um stöðu mála!

Gunnar Kristinn Þórðarson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:23

2 identicon

Og Danir vissu meira en væntanlegir kjósendur hrunflokkanna

Glúmur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:17

3 identicon

Danir vissu meira 2006-7, en kjósendur Hrunflokkanna 2009

Glúmur (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband