ESB slagsíða fjórflokksins

L - listi fullveldissinna varar við ESB slagsíðu flokkanna

Frambjóðendur L - lista fullveldissinna lýsa yfir þungum áhyggjum af fullveldi og sjálfstæði Íslands í kjölfar nýliðinna prófkjöra. Líkur benda til að fleiri ESB sinnar setjist nú á Alþingi Íslendinga en áður.

Vaxandi ítök ESB sinna á öllum framboðslistum Sjálfstæðisflokks eru hér sérstakt áhyggjuefni en flokkurinn var til skamms tíma brjóstvörn sjálfstæðissinna á Íslandi. Yfirlýsingar frá oddvitum allra lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu benda til að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að aðildarviðræðum við ESB. Frambjóðendur L - listans telja að þar með sé lagt í hættulegan leik með það fjöregg þjóðarinnar sem sjálfstæði þjóðarinnar er.

Fullveldissinnar lýsa einnig yfir þungum áhyggjum af stefnubreytingu formanns Framsóknarflokksins sem lýsti því yfir á Viðskiptaþingi í síðustu viku að stefna hans flokks væri sú að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Þá er uppgangur harðlínu ESB manna innan Samfylkingar áhyggjuefni. Að síðustu telur L - listinn rétt að vekja athygli á þeirri sýn varaformanns Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð að flokknum beri að ná sameiginlegri ESB stefnu með Samfylkingunni á næsta kjörtímabili.

(Fréttatilkynning L - listans 16. mars 2009)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hægt að tala um að þjóðir innan ESB séu ekki fullvalda ríki? Ef við stillum upp Bretlandi, Danmörku og Íslandi og ætlum að finna út hvaða ríki sé mest fullvalda, ef hægt er að tala um það, hvaða ríki væri það þá? 

Davíð Örvar Hansson (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 21:03

2 identicon

Heill og sæll; Bjarni, sem þið önnur - hér á síðu hans !

Davíð Örvar ! Rétt þykir mér; að minna þig á, að þegar upp úr sauð, hjá sjómönnum og flutningabílstjórum, suður í Frankaríki í fyrrasumar, vegna stigmögnunarinnar, á olíuverðinu, vildi Sarkozy forseti koma til móts við kröfur þeirra, en,............ jú, jú, Davíð minn - fyrst þurfti hann, leiðtogi eins stærsta, hinna gömlu nýlenduvelda álfunnar, að ganga til fundar við Merkel kerlinguna þýzku, og skriffinnana í Brussel, og fá vilyrði þeirra, fyrir fyrirætlunum sínum.

Hvað kallar þú; svona ráðslag, forseta þeirra Frankanna, eins ''leiðtoga''  þessa þýzka óskapnaðarveldis, á Brussel-Berlínar völlum, Davíð Örvar ?

Hver var; að tala um fullveldi - öllu heldur; öfugmæli þess hugtaks, á tungu ESB trúboðsins ?

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 23:23

3 identicon

Sæll Óskar Helgi, Bjarni og aðrir.

Spurt er:

"Hvað kallar þú; svona ráðslag, forseta þeirra Frankanna, eins ''leiðtoga''  þessa þýzka óskapnaðarveldis, á Brussel-Berlínar völlum, Davíð Örvar ?"

Þetta kýs ég að kalla samvinnu, enda búum við sem og aðrar þjóðir EES við svokallað fjórfrelsi, sem felur í sér m.a. frjálsa för verkafólks milli aðildarríkja sambandsins. Þegar atvinnumarkaðir eru orðnir eins samrýmdir og raun ber vitni hlýtur það að teljast eðlilegt að markaðirnir séu samræmdir, eða hvað finnst þér Óskar Helgi?

Ef að fjórfrelsið veitir of mikið frelsi, sem síðan leiðir til of mikillar samvinnu er þá stefna L-lista að ganga úr EES líka?

Kveðja Davíð

Davíð Örvar Hansson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 09:16

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Davíð.

Það er sameiginleg stefna listans að stuðla skuli að aukinni samvinnu og fríverslun við allar þjóðir heims.  Þar af leiðandi er það ekki stefna listans að ganga úr EES.  En mér finnst hinsvegar eðlilegt að þeir samningar, rétt eins og allir aðrir séu endurskoðaðir reglulega.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 10:09

5 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég vara á sama hátt við anti ESB slagsíðu L-listans þar sem skoðanaskipti um þetta þjóðþrifamál eru hreinlega bönnuð.

G. Valdimar Valdemarsson, 17.3.2009 kl. 10:18

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég mæli með að fólk lesi sér aðeins til um L-listann.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 10:27

7 identicon

Samkvæmt stefnu L-lista þá standa þeir fyrir að beita sér fyrir beinu fulltrúalýðræði, sem er mjög jákvætt.

Hins vegar rak ég augun í að  L-listinn telji "mikilvægt að standa gegn öllum tilraunum til að koma á svokölluðum aðildarviðræðum." Þá er átt við aðildarviðræður um inngöngu í ESB

Hvers vegna má ekki færa umræðuna á annað stig? Óttast fólk að aðildarviðræður verði til þess að almenningur í landinu sjái hag sínum betur borgið innan ESB og kjósi því með aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Aðildarviðræður eru einungis til þess að komast að því hvað samningurinn hefur í raun að segja fyrir Íslendinga og hvort að það sé raunverulegur hagur af inngöngu eða ekki. Hvers vegna má það ekki?

Kv. Davíð

Davíð Örvar Hansson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:36

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll aftur Davíð.

Aðildarviðræður fer fólk í sem hefur hugsað sér aðild.  Við erum andsnúin aðild.

Bara til að setja upp fljótlega samlíkingu þá langar mig ekki til að vera meðlimur í mótorhjólaklúbbnum Fáfni, og dettur því ekki í hug að ræða við þá um það.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.3.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband