Við vorum ógeðslega ríkir og viljum sko vera það áfram

Við vorum ógeðslega ríkir og viljum sko vera það áfram.

Þetta er mottóið sem formaður Framsóknarflokksins, Bjarni Ben. og Tryggvi Þór Herbertsson vinna eftir þegar þeir heimta að fá felldar niður 20% allra sinna skulda. Ég fjallaði aðeins í síðasta bloggi um það sem lýtur að fyrirtækjunum í þessum fíflalegu tillögum en langar að koma að þætti heimilanna. Heimir Hafsteinsson skrifaði aðeins um þetta á snoppubókinni minni, m.a. þetta:

Hvernig væri nú að fá þína sýn á hvað er best að gera. Hvað sérðu fyrir þér?? 30.000 heimili eru "tæknilega gjaldþrota" Hvað ætlarðu að gera ef allir þessir aðilar hætta að borga?? Þá fara bankarnir og Íbúðalánasjóður á hausinn og hvað þá?? Þetta sem þeir félagar hafa verið að tala um er hið eina rétta í stöðunni og mun ef gert verður stytta til muna þann tíma sem tekur að rétta Ísland við aftur.

Eitt það mikilvægasta til að Ísland rétti við er að við förum vel með fé. Það er vafalaust nærri lagi að 30 þúsund heimili séu tæknilega gjaldþrota. Við lausn á því vandamáli ætla þeir kónar ættaðir úr ESSO og Askar capital að gefa 100 þúsund heimilum slatta af peningum. Þessi 30 þúsund fá þá reyndar miklu minna en þau þurfa en hin fá gott í skóinn! Það er í fullu samræmi við þetta að fara svo að tillögu Tryggva Þórs og afnema tekjutengingu vaxtabóta! Þá eru semsagt öll aðstoð veitt án tillits til aðstæðna og þeir ríku halda áfram að vera jafn mikið ríkari og þeir eru en þeir fátæku fara jafnt á hausinn. 

Með sömu peningum og færu í þetta - sem eru líklega um 1500 milljarðar og hér yrði svo síðan snöggt þjóðargjaldþrot  - er hægt að bjarga öllum sem eru í greiðsluvandræðum og neikvæðri eiginfjárstöðu - bara ef við sleppum þeirri endileysu að gefa ríku fólki peninga.

Mín tillaga: Tökum bara helminginn af þessum peningum (það verður nógu erfitt) og notum hann til að aðstoða heimili í kröggum með uppkaupum ríkisins á húsnæði sem síðan er leigt íbúunum með forkaupsrétti. Þannig getum við leyst vanda mjög margra án þess að ríkið sé að gefa peninga, enda spretta peningar ríkisins ekki á trjánum. Þar sem skuldastaða er svo slæm að þetta dugi ekki þarf að koma til félagsleg aðstoð og við þurfum að stórauka hana á næstu árum.

Hættum svo að trúa á hókus pókus lausnir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

eins og þú segir "bara ef við sleppum þeirri endileysu að gefa ríku fólki peninga." Er enginn að skilja þetta eða er vantar mig einhvern æðri þroska sem allir aðrir hafa. Ég skil þó íslenskt mál.

Finnur Bárðarson, 17.3.2009 kl. 18:28

2 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Já hvað eigum við Framsóknarmenn að gera?

Eitt er víst að óvitur sagði mér - eins og þú sáir þannig uppgerð þú.

En alveg sama hvaða aðgerð hið opinbera mun fara í - þá mun hún mest bitna á þeim sem ekki stukku í laug óráðsíunnar.

Hvaða h$%#&" vitleysu sem ég hef gert um æfina - þá hef ég staðið undir því sjálfur en ekki látið samfélagið standa undir því (held ég).

En nú er tíðin önnur - 110% fjármögnun húsnæðis og bíla þúsunda fjölskyldna á ofurkjörum bankanna - eigum við að standa undir.

Hvernig sem sú jöfnun fer fram - þá verður hún ætíð óraunhæf!

Jón Örn Arnarson, 17.3.2009 kl. 19:28

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessi Bjarni,þetta er svipað og kreppulánsjóður gerði i kreppunni 1930 keypti af bændum og þeir fengu að greiða það aftur,svo verðir einnig að gera nú fyrir þá sem verst eru settir/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.3.2009 kl. 21:02

4 identicon

Flott grein hjá þér Bjarni. Þetta er einmitt mergurinn málsins.Verst að þú ert ekki lengur í framsóknarflokknum til að koma viti fyrir þína fyrrverandi félaga. Mér finnst hræðilegt að plata fólk með svona kosningabrellu.

Ína (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:30

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Fínn pistill Bjarni.

Já, menn halda greinilega að hægt sé að tala um patentlausnir á borð við niðurfellingu skulda, seðlaprentun, inngöngu í ESB, upptöku annars gjaldmiðils eins og ekkert sé auðveldara. Raunsærra væri að tala um ráðdeild, sparnað og hvernig menn ætli að hugsa sér hvernig við eigum að borga skuldirnar og spara gjaldeyri.

Ein leið til þess væri t.d. að byrja á því fara fram á við ökumenn að þeir virði hraðatakmörk og lækka hámarkshraða þar sem umferð er mikil. Þannig myndi sparast eldsneyti og þar með gjaldeyrir. Einnig myndi útblástur minnka og mengun. Núverandi samgönguráðherra hefur t.d. fengið í hendur skýrslu frá rannsóknarnefnd umferðarslysa þar sem lagt er til að sem fyrst verði hámarkshraði milli Hveragerðis og Selfoss lækkaður í 70 en ekkert hefur verið gert. Getur verið að það skorti pólitískt þor þar af því að stjórnmálamenn hafa hingað til aðeins verið að bjóða betur, ekki leita leiða til að bjarga þjóðinni út úr ógöngum eins og þarf að gera núna í fyrsta skipti í mjög langan tíma.

B.kv.

Ragnar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 17.3.2009 kl. 21:50

6 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Ég sem hélt að 20% væri hugmynd Frammara.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband