Fullveldissinnar á flugi

Við sem skipum L-lista fullveldissinna finnum mikinn meðbyr þessa dagana og það er ekki hægt að kvarta undan verkefnaleysi.

Ég er að fara klukkan 16 á Útvarp Sögu þar sem ég verð í spjalli hjá Arnþrúði.

Var að koma úr upptöku á viðtali sem verður spilað í næsta Sprengisandi á sunnudag. Ég hefi oft gagnrýnt miðla 365 en það sem er af lífi þessarar nýju hreyfingar hefur Bylgjan ekki staðið sig verr en RÚV, nema síður sé.

Montnastir erum við svo í dag með Moggann þar sem við fullveldissinnar áttum fjórar greinar sem er eiginlega ígildi þess að vera stórflokkur.

Nú er bara að halda siglingunni enda tel ég næsta víst að við náum vaxandi byr næstu vikurnar.

Annaðkvöld, fimmtudagskvöldið 19. mars verð  ég svo í Hafnarfjarðarkirkju með frambjóðendum allra flokka að tala um siðferði og stjórnmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Segðu mér Bjarni ef þú ert fullveldissinni er ég þá hálfveldissinni eða núllveldissinni ?

kv

GVald

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 14:32

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

G. Valdimar verður sennilega bara að velja hvort á betur við hann ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ég hef alltaf talið mig til fullveldissinna.

G. Valdimar Valdemarsson, 18.3.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

FLottur gangur hjá ykkur Bjarni !

Haraldur Baldursson, 18.3.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Björn Birgisson

Þúsundirnar, sem mættu á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni, virðast ætla að fylkja sér samviskusamlega um gömlu flokkana. Ný framboð, löngu tímabær, fá að því er virðist lítið sem ekkert fylgi. Svona er Ísland í dag. Afturhaldssamt bananalýðveldi.

Björn Birgisson, 18.3.2009 kl. 14:48

6 identicon

Félagi Bjarni !

 Hvenær var farið að nota kirkjur landsins til stjórnmálaumræðna ??

 Spilling ??

 Hefur L-listinn einhver " sambönd" í Hafnarfjarðarkirkju ??!!

 Morgunblaðið alla tíð víðsýnt - enda lengst af stutt Sjálfstæðisflokkinn !

 Mundu, á miðnætti kjördags, verður L-listinn týndur, grafinn , gleymdur og tröllum gefinn !!

 Að fortíð skal hyggja - örlög listans óhjákvæmileg !!

 Eða sem Rómverjar sögðu.: " Sic eunt fata hominum" - þ.e. " Þannig gerast örlög manna" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 15:23

7 identicon

Nú verð ég eiginlega að svara fyrir Bjarna. Hafnarfjarðarkirkja var búin að ákveða þetta kvöld með fulltrúum allra flokka fyrir löngu - og þar kom ég hvergi nærri ef menn halda það, því ég er í leyfi frá Hafnarfjarðarkirkju til 1/7 og hef verið það frá 1/1.

Slíkir fundir eru reyndar al-vanalegir í kirkjum landsins fyrir kosningar. Að þessu sinni á að ræða um stjórnmál og siðferði - spennandi efni fyrir flokkana að kljást við eftir atburði liðins árs.

Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:53

8 identicon

Skv. þessum tengli: http://eyjan.is/silfuregils/2009/03/17/truarthorf/

er Kirkjan og  trúfélög í bullandi samkeppni við stjórnmálaflokka. Gott dæmi er tíður gestur á þessu bloggi, nafni eigandans, sem verður tíðrætt um "Flokkinn sinn," er óánægður með hann en ætlar - eins og 99% aðspurðra að kjósa hann samt.

Skv. könnunum ætlar aðeins 1% þjóðarinnar að kjósa samkvæmt sínu eigin viðhorfi. Hin 99% hvet ég til að kynna sér ofangreint veffang og sjá sig í spegli.

Glúmur (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

G Valdimar. Enginn SANNUR fullveldissinni gengur erlendu valdi
á hönd í svo ríku mæli að stórskerða þarf fullveldisákvæðu
stjórnarskrárinnar svo að fullveldisafsalinu verði fullnægt.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.3.2009 kl. 20:46

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sennilega er G. Valdimar ekki að skírskota til íslenzks fullveldis heldur fullveldis Evrópusambandsins. Það er ljóst að ekki yrði um íslenzkt fullveldi að ræða þegar það væri að nær öllu leyti komið í hendurnar á stjórnmálamönnum sem aðrir en Íslendingar kysu og embættismanna sambandsins sem enginn kýs.

Hjörtur J. Guðmundsson, 18.3.2009 kl. 21:07

11 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Drengir er giftur maður ekki fullvaldamaður ?  Gott hjónaband bætir báða aðilana sem í hjónabandinu eru.

G. Valdimar Valdemarsson, 19.3.2009 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband