Illugi í vörn fyrir sjóði níu og Þorgerði Katrínu

Illugi Gunnarsson alþingismaður skrifar í Morgunblaðinu í dag vörn fyrir setu sína í stjóðsstjórn hjá Glitni og ver í leiðinni aðkomu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur að útrásarbyltingunni. Ég veit ekki hvort er léttara verk en víst ferst höfundi það fyrrnefnda betur úr hendi enda stendur það honum nær að verja eigin stjórnarsetu. Ég sé ekki ástæðu til að efast um hér sé rétt farið með hjá þingmanninum.

Spurningunum sem er ósvarað í mínum er huga er í fyrsta lagi afhverju fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar sat í sjóðsstjórn fyrir banka í eigu Baugs og FL-group. Og í öðru lagi hverju það sæti að þingmaðurinn sem er titlaður stjórnarmaður í samtökum gegn ESB-aðild snerist á liðnum vetri og fór að tala fyrir því að Íslendingar legðu inn umsókn um aðild. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sagan segir að kalt sé á milli DO og IG og megi rekja það til pirrings DO við stjórnarsetu IG í sjóði 9 á sínum tíma. Hann á að hafa ráðlagt IG að bendla sig ekki við sjóð þennan sem IG hefði vissulega betur látið ógert.

Gunna (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:39

2 identicon

Sæll Bjarni.

Já Illugi gjaldféll ansi mikið með þessu dæmalausa staðfestuleysi, þegar hann allt í einu fór að daðra við það að senda inn aðildarumsókn til ESB svona rétt si svona. En samt í hinu orðinu talaði hann svo stundum um að hann væri samt á móti inngöngu í ESB.

Hvað sem annars er þá að marka það orðið eftir þennan hringlanda hátt.

Ég spyr nú bara er Illugi þessi ennþá stjórnarmaður í Heimssýn, samtökum okkar sem berjumst gegn aðild Íslands að ESB, er hann kanski orðinn stjórnarmaður í Evrópusamtökunum líka, samtakum ESB sinna. Ja ég bara spyr !

Það er mjög vafasamt að treysta svona stjórnmálamönnum eins og Illuga sem geta snúist svona 180 gráður í einu vetvangi.

ESB veikin er nefnilega bæði hér og annars staðar fyrst of fremst stjórnmálamannaveiki og þeir ásamt fjölmiðlamönnum, verkalýðsrekenum, forsvarsmönnum atvinnurekenda og háskólaelítunni virðast vera sérlega næmir og sóttsæknir í þessa ESB uppdráttarsýki.

Það eru því vandfundnir stjórnmálamenn úr öllum flokkum sem við meirihluti þjóðarinnar sem erum á móti ESB aðild, getum treyst í þessum víðsjár verðu málum.

Þess vegna er gott að vita af svona gegnheilum orginala eins og þér Bjarni minn sem stöðugt ert á vaktinni og ert algerlega ónæmur fyrir svona ESB-pest að það bítur ekkert á þig.

Þess vegna er nauðsynlegt að við tryggjum þig inná Alþingi okkar Íslendinga í komandi kosningum sem sannan baráttumann fyrir frelsi og fullveldi landsins.

Aldrei að víkja ! 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 08:57

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Styttist mjög í að Landsfundurinn verði settur.

EIns og ég hef sagt og þeir sem mig þekkja vita, að ég meina það, mun ég fara gegn mínum elskaða Flokki, fáist ekki klár loforð um, að afnema Verðtryggingu, skrúfa afturá bak aftur fyrir árásir a´gegnið, sem bankarnir gerðu.

einnig vil ég fullvissu um, að auðlindirnar verði í fullveldisumsjón þjóðarinnar(eign) og ekki verið hugað að aðild að esb, heldur farið hin ljúfa leið Svissara, að fá tvíhliða samninga við ESB í hverjum full yfirráð yfir okkar málum verði samþykkt.

Það er helvíti klént, að þurfa að fara í fullveldisbaráttu AFTUR þar sem Jón Baldvin og félagar klúðruðu því við inngönguna í EES á sínum tíma.

Nú verðum við að fá ,,Uppkast" og allt aftur.

 Um Illuga vil ég segja þetta:  Hann sat við stokk Einars míns Odds, sem varð tengdafaðir hans.  Hann varð þeirra náðar aðnjótandi, að nema af vörum þess öðlings, sannleikann um mannlegt eðli og hve við erum undir Höfuðsyndirnar Sjö seldir. (nútíma börnin tala um Dauðasyndirnar sem er léleg þýðing ú enskri tungu)

Illugi nam hvernig við verðum að huga að heimafengnu og hve ísl bændur og búalið allt, væri mikilverður og traustur meiður ísl þjóðfélags, ekki bara til að viðhalda matvælaframleiðslu, heldur ekki síður til að viðhalda ísl menningu og hvernig sem ágjafir verða, mun fyrirstaðan hvurgi verða meiri og sterkari en einmitt í bændamenningu okkar, sem er bakbeinið í mjög mörgum fræðum og dulinni kenning í okkar gömlu bókmenntum.

Heima á Vestfjörðum hefur þar til nýlega verið hvað skærastur litur á íslenskum grunnlitum manngildis og jöfnuðar.  Allir voru jafnir að gjöfum Herrans en fengu mis mikið í vöggu.  Konur og karlar gátu verið í forsvari fyrir búum og bátum.

AÐ vísu er Illugi uppalinn á Kommúnísku heimili en góðu samt.  Siglufjörður var hans bernskuheimili.  Ræturnar ættu að vera ófeysknar.  Vonandi verður blómgunin einnig heil.

Mbk

Miðbæjarihaldið

Bjarni Kjartansson, 20.3.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband