Öflug innkoma L-lista fullveldissinna

Við sem bjóðum fram fyrir L-lista fullveldissinna. Framboðið var varla komið fram þegar það fór að mælast og hefur lyft sér heldur í Gallup-könnun sem kom fram í gær. Samkvæmt henni erum við með 1,9% fylgi en könnunin er unnin 6. - 11. mars þegar við erum rétt að segja frá framboðinu.

Af þeim þremur litlu sem bjóða fram - L-lista, O-flokki og Frjálslyndum stendur L-listinn uppúr eftir fyrstu vikuna. Það hafa í rauninni komið þrjár kannanir og í þeim öllum mælist okkar listi nálægt 2%. Frjálslyndi flokkurinn fór nú niður í 1,3% og í síðustu viku mældist O listi Borgarahreyfingar með 0,4%. 

Aðstaða þessara þriggja er þó talsvert ólík. Frjálslyndir hafa verið á þingi í áratug og fengu um síðustu helgi umtalsverða umfjöllun út á landsfund í Stykkishólmi.

Borgarahreyfingin gerir tilkall til að vera hluti af búsáhaldabyltingunni sem vakti þjóðina alla af værum blundi. Það gera reyndar margir tilkall til að eiga þá byltingu og mörg okkar á L-listanum unnum þar ötullega en við gerum samt ekki tilkall til þess að vera skilgreind sem hluti af öðru en sjálfum okkur.

L-listinn er því langyngst þessara þriggja, raunveruleg grasrótarhreyfing, og raunar á þeim upphafsreit að það er algerlega óraunhæft að reikna með að allir kjósendur hafi ennþá heyrt af okkur, hvað þá í okkur.

Starfið er framundan og það lofar góðu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já tók eftirþessu...til hjamingju, þið hafið nokkur mjög goð mál!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2009 kl. 17:45

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Spurðu þitt eigið "ego," í djúpri einlægni, hvort þú virkilega trúir - frá innstu hjartarótum - að L-listinn nái 5% markinu í komandi kosningum - og þar með manni/mönnum , á þing ?

 Ef þú ert eitt hundrað prósent sannfærður að svo muni verða - leitaðu þá eftir aðstoð !

 "Huglæg atferlismeðferð" hvað mjög góð !

 Einnig " innhverf íhugun" !!

 Mundu, á miðnætti kjördags, verður L-listinn týndur, gleymdur og tröllum gefinn !

 Framboðið er meirháttar brandari, eða sem Rómverjar sögðu.: " "Risum teneais, amici" ? - þ.e. " Er hægt að komast hjá því að brosa" ?!! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Adde parvum parvo magnus acervus erit.

Baldur Fjölnisson, 20.3.2009 kl. 21:54

4 identicon

Parvum parva decent - Baldur !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bjarni sæll!

Hvar eru prinsippin? Þetta er hörmulegt að sjá þig gera: "og í síðustu viku mældist O listi Borgarahreyfingar með 0,4%".  Borgarahreyfingin stökk milli kannana sama aðilans úr 0.4% í 2.5%.

Þú mátt mín vegna telja L-ið til grasrótarinnar, það hrekkir engan, en ykkar hjartans mál er andstaða við ESB-aðild. Borgarahreyfingin leggur áherslu á stjórnskipan í nýju og lýðræðislegra Íslandi og baráttuna gegn spillingunni (sem meðal annars heltóm gamla Framsóknarflokkinn þinn). Okkur finnst hvað ESB varðar lýðræðislegast og skynsamlegast að fá fram aðildarskilmála og leyfa fólkinu að velja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kjósenda er að velja hvaða áherslur eru betri.

Friðrik Þór Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Kalli:

Parva ni servaveris, amittes maiora.

Baldur Fjölnisson, 21.3.2009 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband