Bjargarleysi fjórflokksins

Fjármálakreppan á Íslandi hefur leitt fram algert bjargarleysi allra gömlu íslensku stjórnmála-flokkana og getuleysi þeirra til að takast á við hin raunverulegu vandamál sem fram hafa komið. Segja má að verkefnin séu einkum tvö. Það er að stöðva tafarlaust undanskot auðmanna á peningalegum eigum og að koma skuldsettum heimilum til bjargar. Í stað þess að ganga hiklaust til þessara verka hafa tvær ríkisstjórnir týnt sér í jagi um aukaatriði.

Að ráðast að sínum velgjörðamönnum

Varðandi fyrra verkið eru hinir gömlu íslensku stjórnmálaflokkar mjög vanhæfir til verka vegna margra áratuga tengsla þeirra allra við viðskiptalífið. Flokkarnir hafa allir reitt sig á fjárframlög frá öllum helstu fyrirtækjasamsteypum í landinu. Þar eru því að verki sjálfvirkar bremsur þegar kemur að því að færa til yfirheyrslu þá menn sem nú eru með réttu eða röngu grunaðir um stórfelld undanskot eigna inn í skattaparadísir heimsins. Til viðbótar við tengsl flokksvélanna kemur svo bein aðkoma margra forystumanna stjórnmálaflokkanna að viðskiptalífinu.

Engan þurfti að undra að gamla stjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins héldi hér hlífiskildi yfir sínum mönnum en meiri vonbrigði urðu þegar ný ríkisstjórn var í burðarliðnum. Þá tók nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins að sér það hlutverk að kveða upp úr með að ekki kæmi til greina nein kyrrsetning eigna eða önnur aðför að velgjörðamönnum flokkanna. Samfylkingin var fljót að taka hér undir og saman tókst þessum flokkum að skapa, með hjálp VG, enn lengri frest til handa auðkýfingunum.

Raunar er þetta sambærilegt því og ef ekki mætti færa neinn til gæsluvarðhalds eða yfirheyrslu í meintu sakamáli fyrr en sök hefði sannast í málinu. Hætt er við að rannsóknarlögreglum þætti erfitt að vinna við slík skilyrði.

Flækjustig stjórnmálaflokkanna

Ráðaleysið í málefnum heimilanna er óskiljanlegra og ber allt merki þess að flokkarnir hafa tilhneigingu til að gera einfalda hluti flókna. Frambjóðendur L - listans hafa ítrekað bent á þá leið að hér verði horft til fyrirmyndar frá kreppunni miklu 1930 þegar Kreppulánasjóði var heimilað að kaupa eignir af skuldugum einstaklingum og leigja þeim þær síðan til afnota.

Allar viðbárur um að slík yfirferð á hverju einstöku máli sé tímafrek og mannaflsfrek er brosleg í ljósiþess að nú þegar þarf ríkið að halda í smánarlegri bótaframfærslu hundruðum fyrrverandi bankamönnum og fasteignasölum. Þar eru komnir þeir menn  sem vel kunna til þeirra verka að fara yfir fjármál einstrakra manna. En í stað þess að ráðast þannig að vandanum eyðir þingið tíma sínum í að þrasa um breyttar kosningareglur og stjórnarskrárbreytingar meðan heimilin brenna.

(Birt í Morgunblaðinu 19. mars 2009)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Að sjálfsögðu eiga allir þeir þingmenn sem á einhvern hátt tóku þátt í þessu ( með því að samþykkja vafasöm lög ) að sjá sóma sinn í því ,að segja af sér - og fara ekki í framboð aftur.

Halldór Sigurðsson, 20.3.2009 kl. 22:15

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég seigi eins og margoft hefur verið sagt sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum við og að koma með þrjú fjögur ný framboð er ávísun ábull og vitleysu

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 20.3.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Vil benda á að VG er einn af "fjórflokkunum" og hefur ekki verið við nein völd á þassu tímabili?  Hversvegna teljið þið hann með?

ps;að öðru leyti tek ég undir Bjarna og jóns og Halldórs- málflutttning!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þó kreppusjóðurinn sé góð hugmynd í sjálfusér sé vandamál heimila nú mun stærra þannig að sjóðurinn mundi ekki duga. 1930 gat fólk ekki skuldað eins gríðarlega og núna. Þannig að hugmynd um að kaupa húsnæði af skuldugum mundi kosta hlutfallslega miklu meira. Og í kreppunni 1930 skuldaði fólk sjaldnast nema hluta húsnæðis. Því fjölskyldur bjuggu í mjög litlum íbúðum. Ef að ríkð ætlaði að stofna sjóð til að kaupa þessar íbúðir í dag væri ríkið ekki að kaupa af skuldurum heldur bönkum. Og það þýddi að fjármagn mundi streyma í kreppusjóðinn, þaðan í bankana og þaðan í greiða skuldir þeirra og eftir sætum við og borguðum hærri skatta til að greiða þetta.

Það er hinsvegar spurning hvort að ríkð og bankarnir sem og íbúðarlánasjóður geta sameinast um að stofna svona sjóð. Og hann væri til að takast á við verst stadda fólkið. Bankarnir og Íbúðarlánasjóður mundu yfirtaka íbúðir en fólk fengi að búða þar áfram í t.d. 10 ár gegn viðráðanlegri leigu. Og ef að íbúðarverð færi upp aftur mundu viðkomandi íbúar eignast þann eingarhluta sem myndast sem það gæti síðan nýtt sér við að kaupa íbúðina aftur eða fengi þann hluta ef það flytti út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.3.2009 kl. 23:36

5 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég ætla að vera mjög stuttorður í þetta sinn. Það er búið að sýna okkur mjög mikla vanvirðingu almenningi i landinu á síðustu 6 mánuðum.

Vald flokkana virðist einvörðungu hafa falist í því að verja og aðstoða einstaklinga við að forða sínum fjármunum út úr landinu í öruggt skjól, það er ekkert samansem merki á milli þessara gjörninga og hagsmuna almennings í landinu. Hvers vegna var í lagi að greiða um 200 milljarða til að tyrggja innlán almennigs?

Nú fer allt á hliðina þegar almenningu vill fá að greiða af sínum lánum að meðtöldum afföllum erlendra lánadróttna, það átti ekki að leyfa það, því hvar annarsstaðar áttu nýjubankarnir að sækja sinn vöxt á næstu mánuðum.

Það er búið að viðgangast sukk innan kerfisins í þó nokkuð mörg ár,við sem höfum gagnrínt þetta kerfi höfum verið taldir svarsýnst menn og rugludallar, því við skyljum ekki hvernig þetta allt virkar, en málið var að við skyldum það og vöruðum við þessu á mörgum stöðum.

Ef Straumur Burðarás hefur verið að kaupa fiskinn í krónum og selja í gjaldeyrir voru þeir að hagnast verulega á þessu fyrirkomulagi, allt að því 40% yfirverði sem ekki var flutt til landsins á öðru formi en með því að flytja íslenskar krónur í ferðatöskum á milli landa í stað gjaldeyris.

Ég hef marg oft bloggað um lífeyrissjóðina, nú skilst mér að þeir séu í hættu, hverjir eru ábyrgir fyrir þessum sjóðum, við þurfum að finna sökudólgana og fangelsa þá fyrir brot á lögum um þjóðarhag og hagsmuni.

ASÍ forustan er blind af EB aðild og það á að laga allt frá atvinnuleysi til afborgana erlendra lána. Þetta er bara bull og hreint trúboð af hálfu ASÍ. Ég mun beyta mér gegn því að þetta haldi áfram, hvað þá að það verði farið í lífeyissjóðina til að koma til móts við stjórnvöld í efnahagsmálum, með því að nota sjóðina til að greiða upp eða liðka fyrir samningum við erlenda lánadrottna, með því að afhenda þeim auðlindir landsins, sem ég hef grun um að IMF eða AGF hafi lagt upp með í haust. Við viljum ekki einkavæða þesar auðlindir það er á hreinu við viljum beita þeim til að bæta þjóðarhag.

Við bætum ekki þjóðarhag með því að gefa orkuna til þessu stóru fyrirtækja það gefur auga leið.

Það verður að lækka skuldasafnið sem kvílir á þjóðinni hvernig sem farið verður að því, hvort það verði með 20% niðurfellingu eða 40% niður fellingu þá þarf að fara út í svona aðgerð sem virkar fljótt, ekki vera að meta hvern og einn sem tekur í kringum 10 ár.

Þessar aðgerðir einar og sér eru ekki nægjanlegar til að koma þjóðinni á rétta braut, við eigum einnig að bjóða UK aðstoð við að finna þessa aðila sem hafa farið svona með þjóðina, finna fjármagnið og láta þá greiða það til baka, til UK og til Íslands.

Ég verð að hætta núna en ég lofa ykkur að það kemur meira á morgunn...

FB..

Friðrik Björgvinsson, 21.3.2009 kl. 01:35

6 identicon

,,Bjargarleysi fjórflokksins"

Bjarni !

Þú ert að bjarga fjórflokknum með framboðspoti þínu !

Mörg lítil framboð eyðileggja fyrir þeim sem áttu von !

Eru þetta bara óánægðir framsóknamenn, sem nota ,,ENTER" sér til skemmtunar ?

JR (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:32

7 identicon

Sæll Bjarni,

Hvað heldur þú að Kreppulánasjóður kosti okkur?

 Frá árinu 2007 hefur raunverð íbúðarhúsnæðis lækkað um rúmlega 20%. Skuldirnar hafa hækkað. Á hvaða verði á Kreppulánasjóður að kaupa húsnæðið? Yfirtöku skulda sem eru langt yfir raunverði, eða þá á raunverði? Þá eru afskriftirnar orðnar töluvert meiri en 20%. Á hvaða verði á að leigja fólki? Þú hefur kannski ekki fylgst með því, en leiguverð hefur fallið um að minnsta kosti 20% og er enn á hraðri leið niður. Það verð sem hægt væri að leigja íbúðirnar á stæði aldrei undir afborgunum af lánum og rekstri fasteignarinnar. Hvað skyldi aðgerð af þessu tagi kosta skattgreiðendur?

Er ekki betra að íhuga dæmið aðeins betur áður en slegið er fram rakalausum hugmyndum?

ASTA (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband