Sjálfstæðisflokkurinn á ESB-línunni

"Ég er talsmaður þess að við tökum afstöðu til Evrópusambandsaðildar."bjarni_ben

Þetta segir tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið. Lengi vel í vetur talaði nafni minn þannig að hann vildi alls ekki ganga í ESB en samt fara í aðildarviðræður. Nú er kominn nýr og "bjartari" ESB tónn í þessa orðræðu þar sem formannsefnið segist telja að "...í gjaldmiðilsmálum sé enginn valkostur við krónuna jafn sterkur og evran með ESB-aðild."

Bjarni talar nú í þátíð um þá daga þegar hann var  efasemdarmaður um ESB aðild og telur nú að  sjávarútvegshagsmunirnir einir geti staðið í vegi fyrir ESB-aðild. Allt annað er harla gott í sæluríkinu suður þar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

ég held við eigum að fara í viðræður við ESB, við erum svo lítil þjóð að við getum þetta ekki lengur ein og sér,það er búið að setja þjóðina til fjandans

Sólrún Guðjónsdóttir, 21.3.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta er því miður ekki sami tónninn og var í síðustu viku, þegar prófkjör stóð fyrir dyrum. Það er synd því Bjarni hefur það margt með sér að hann væri efni í góðan formann xD.

Haraldur Baldursson, 21.3.2009 kl. 12:24

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Drengurinn Bjarni Benediktsson talaði sig út úr formannssæti Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu í dag !

 Nafnið eitt nægir ekki !

 Maður sem segir mistök að byggja upp stóriðju -mistök að lækka skatta - mistök að einkavæða bankana - og til að kórónu - NAUÐSYN AÐ FÓRNA EINHVERJU Í SJÁVARÚTVEGI - undirstöðuauðlind Íslendinga - FYRIR UMSÓKN AÐ ESB.

 Slíkur verður aldrei formaður.

 Slíkur ætti ekki að vera þingmaður fyrir Sjálfsstæðisflokkinn.

 Slíkur á heima í allt öðrum flokki !!

 Þetta viðtal gerir að verkum , að Sjálfstæðisflokkurinn klofnar alvarlega á komandi landsfundi.

 Miklu veldur sá er upphafinu veldur.

 Drengurinn Bjarni Ben., verður það sem Rómverjar sögðu.: " Caput lupinum" - þ.e. " ÚTSKÚFAÐUR" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 13:43

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það þarf að benda Sólrúnu Guðjónsdóttur á að kynna sér betur veröldina áður en hún ferst af innilokunarkend.
http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/entry/826066/

X á L -lista fullveldissinna

Ísleifur Gíslason, 21.3.2009 kl. 14:32

5 identicon

Þetta verður ekki öllu skýrara sagt hjá erfðaprinsi Engeyjarættarinnar.

Ætla nú þeir Sjálfstæðismenn sem eru sannir sjálfstæðissinnar og því eindregnir andstæðingar ESB aðildar nú virkilega að fylgja þessum foringja áfram. 

Er ekki rétt að þeir hinir sömu gefi honum nú rauða spjaldið og fylkji sér þess í stað um lista fullvelsissinna, L-listann.

Það er alveg bráðnauðsynlegt að L-listinn nái nú í kosningunum einhverjum fulltrúum inná Alþingi okkar Íslendinga, til þess að verja hagsmuni okkar í þessu máli og jafnframt að veita hinum flokkunum verðugt aðhald í þessu mikilvæga þjóðfrelsismáli.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 15:05

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Svo bregðast krosstré sem önnur tré" /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband