Somewhat bizarre þyrnirósarsvefn

Það er ljóst að íslensku bankamir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðarlausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt er að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði þá úr sögunni. Nauðsynlegt er að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg.

Þetta er plagg dagsins, sem allir ættu að lesa frá upphafi til enda enda stutt skýrsla og gagnorð. Það að Seðlabankinn hafi sent frá sér afdráttarlausar aðvaranir fyrir ári síðan er grafalvarlegt mál en kemur ekkert á óvart. Það staðfestir að vísu að ráðherrar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sváfu á verðinum og vildu ekkert gera. Við sem vorum í stjórnarandstöðu stóðum fáliðaðir á götuhornum og fengum litla áheyrn hjá fjölmiðlum með okkar varnaðarorð á þessum tíma.

Sjálfur skrifaði ég í mars 2008 um það sem Blómberg kallaði þá  "somewhat bizarre" þyrnirósarsvefn og sagði m.a.:

Það er beinlínis háskalegt að Seðlabanki og ríkisstjórn gangi ekki í takt á viðsjártímum. Þar ber ríkisstjórnin mikla ábyrgð, einkanlega þegar hér var farið fram með gassaleg og ábyrgðarlaus fjárlög á haustdögum. Þjóðin öll sýpur nú seyðið af þeirri eyðslustefnu sem ný ríkisstjórn ákvað að framfylgja þvert á alla skynsemi en fjárlög hafa ekki hækkað viðlíka milli ára síðan fyrir tíma þjóðarsáttar.

Fjárlögin voru þannig andstæð markmiðum Seðlabanka, andstæð ráðleggingum hagfræðinga og andstæð ráðum stjórnarandstöðu. En þau gengu líka þvert á kosningastefnur stjórnarflokkanna beggja þar sem m.a. var gert ráð fyrir jafnvægi og ábyrg í hagkerfinu til þess að vextir og verðbólga gætu lækkað. Við fjárlagagerðina í desember síðastliðnum varð hver stjórnarliði að fá að leika hinn gjafmilda og ábyrgðarlausa jólasvein og það veldur miklu um hversu erfið staðan er í dag.

Sjá nánar, http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/month/2008/3/

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Skýrsla Seðlabankans hræðileg lesning.

 Hverjir sváfu á verðinum ?

 Jú, fyrst og fremst - framar öllum - bankastjórar allra þriggja bankanna.

 Þar næst bankaráðin.

 Síðan Seðlabankinn sjálfur.

 Loks ráðherrarnir þrír sem lásu þessa skelfilegu skýrslu. Þarmeð talinn formaður Samfylkingarinnar.

 Sama Samfylking er í skoðanakönnunum í dag, stærsti flokkur þjóðarinnar !

 Kýrhausinn oft verið skrítinn !!

 Enginn ofannefndra það sem Rómverjar sögðu.: " MENS SIBI CONSCIA RECTI" - Þ.E. "Með hreina samvisku" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:22

2 Smámynd: Maelstrom

Ef Seðlabankinn var svona sannfærður um að í óefni væri komið, af hverju afnámu þeir þá bindiskyldu á innlán útibúa erlendis í apríl 2008?

Ef þeir höfðu sérstakar áhyggjur af ICE-SAVE, af hverju juku þeir þá ekki bindiskyldu?  Það hefði orsakað tafarlausan flutning reikninganna yfir í dótturfélagaform og úr íslenskri lögsögu!

Þess í stað er hvíslað í valin eyru um hvað allt sé skelfilegt og bindiskyldan síðan AFNUMIN.  Sú aðgerð beinlínis hvatti bankana til að hafa þetta í útibúaformi, í ábyrgð íslenska ríkisins.

Maelstrom, 24.3.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband