Endurskoðum EES - samninginn

Jón B. Lorange skrifar afar áhugaverða grein um sáttaleið í ESB deilunni sem felst í því að endurskoða EES samninginn. Áhugi ESB á stækkun er lítill um þessar mundir, ljóst að mikil andstaða er við inngöngu í EES löndunum og að allar aðstæður hafa breyst mjög mikið á EES tímanum.Nú er lag.

Ég er ekki sammála öllu sem Jón segir (enda væri þetta ekki sennileg sáttaleið ef svo væri) en ég held að þessi pæling hans sé afar athyglisverð og hvet alla til að lesa, hér; http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/830220/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið var orðin tímabær fyrir efnahagshrunið, hvað þá eftir Icesave reikninga Landsbankans. Samningurinn er orðinn 15 ára og það ber vott um slaka stjórnsýslu að leggja ekki reglubundið mat á gagnsemi svona samninga. Fróðlegt væri að vita hversu margir Íslendingar eru komnir á ESB-jötuna. Væri ekki ráð að setja eins og tvo-þrjá í það verk að meta EES samninginn ?

Nú þarf kerfisbundið að leita viðskiptasamninga utan Evrópu. Við eigum fáa vini í stjórnkerfi Evrópu-landa og augljóslega varasamt að vera með mikil viðskipti við Evrópu-skagann. Stefna Sjálfstæðisflokksins er einmitt í þá veru, eins og sjá má í samþykkt síðasta landsfundar flokksins:

Gildandi samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokks um ESB:

Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er háttað. Mikilvægt er að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja. Áfram skal unnið að gerð tvíhliða samninga um fríverslun við önnur ríki og rækt lögð við eflingu ábatasamra viðskiptatengsla um allan heim.

Loftur Altice Þorsteinsson, 24.3.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband