Viljum við vinstri ESB stjórn...

Hinn einlægi ESB sinni Hallgrímur Thorst skrifar sunnan úr Garðabæ og ég sammála honum enda Grímsi bæði glöggur maður og með pólitískt nef:

Það verður endalaust spurt að þessu í kosningabaráttunni og þess vegna væri kannski hreinlegast að svara því strax: Það verður sótt um aðild að Evrópusambandinu nái Samfylkingin og Vinstri grænir meirihlutafylgi í kosningunum.

Á landsfundi sínum hefðu Vinstri grænir getað lagt stein í götu tafarlausrar aðildarumsóknar og krafist  þjóðaratkvæðis um hvort aðildarumsókn yrði lögð fram. Þau gerðu það ekki. Af augljósum rausnarskap við þjóðina og væntanlegan samstarfsaðila leggja þau ákvörðun um umsókn í hendur Samfylkingarinnar með þegjandi samkomulagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.

Væri nú ekki berta að VG túlkuðu sína stefnu sjálfir.

Held þeir séu betur til þess fallnir en þessi Garðabæjar Hallgrímur.

Hann túlkar sér og sínum í hag og þessi skilningur er út í bláinn. 

Held þú yrðir litverpur ef ég tæki mig til og færi að túlka stefnuskrá X-O/L  flokkanna eins og mér sýndist.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú verður að horfast í augu við það, Bjarni að VG gefur ekki frá sér stjórnarsetuna svo glatt. Aðeins "Die hard" naggar eins og Hjörleifur sem enga aðkomu eiga að stólunum geta leift sér að að lýsa sig andvíga.

Samfylkingin tekur ekki við neitun. Að taka ESB á dagskrá er í þeirra augum sama og að vilja sækja um aðgang.

Fín nýja síðan þín. Pínu ungmennafélagsleg, en hæfir bara vel nýjum flokki. Það var torfbæjarbragur á gömlu Framsóknarsíðunni.

Ragnhildur Kolka, 24.3.2009 kl. 21:34

3 identicon

Mér er nær að halda að X-O/L flokkarnir hafi það á stefnuskrá sinni að ákalla Bandaríkjamenn og biðja þá um herinn aftur.

Ég hef ekkert lesið sem segir mér að þetta sé ekki stefna þessara flokka, allavega L - flokksins. 

Meðan þetta er stefnan þá fáið þið ekki mitt atkvæði. 

PS. Sammála síðasta ræðumanni.  Síðan er svolítið fjallagrasaleg og sauðskinnsskóa. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll og blessaður Bjarni.

Heldur finnast mér hallærislegar þessar útleggingar þínar og greindum og heiðarlegum manni tæpast samboðnar. Hélt satt að segja að þú værir vandaðri að virðingu þinni en Björgvin Sigurðsson fv. bankamálaráðherra sem rauk upp á Alþingi í dag og hafði ekki haft fyrir því að lesa það efni sem hann lagði út af.

Þú virðist gera að þínum orð Hallgríms Thorst.: "Af augljósum rausnarskap við þjóðina og væntanlegan samstarfsaðila leggja þau [VG] ákvörðun um umsókn í hendur Samfylkingarinnar með þegjandi samkomulagi."

Í ESB-málum mun blessunarlega ekkert gerast á næsta kjörtímabili ef VG og Samfylking verða áfram í ríkisstjórn. Varla getur Samfylkingin heldur af pólitískum ástæðum snúist til hægri og endurnýjað samstarf með Sjálfstæðisflokknum, jafnvel þótt hann léði máls á aðildarumsókn.

Um andstöðuna gegn ESB veit ég að þú ert sammála VG og helst hefði ég viljað sjá þig á fullum dampi í þeirri baráttusveit. En bóksala er auðvitað gott og gilt viðfangsefni og mörgum skilaboðum hægt að koma áleiðis yfir búðarborðið.

Hjörleifur Guttormsson, 24.3.2009 kl. 22:47

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Í kosningunum verður kosið til næstu fjögurra ára.Þótt það sé margt mætra manna innan VG sem eru á móti aðild og umsókn að ESB þá er það ljóst að þau voru beygð á landsfundi þannig að VG er ekki lengur treystandi í andstöðunni við ESB.Næsti landfundur VG er eftir tvö ár og á þeim fundi er ekki annað sjáanlegt miðað við þróunina innan VG, en að þar verði samþykkt að sækja um fulla aðild að ESB.Þannig að öll fyrirheit ESB andstæðinga innan VG um að ekki verði sótt um aðild á kjörtímabilinu mega sín lítils.

Sigurgeir Jónsson, 24.3.2009 kl. 23:07

6 identicon

Getur verið að Sigurgeir hafi verið á landsfundi VG?

Hafi svo verið hefur hann hvorki heyrt það sem fram fór né lesið það sem þaðan kom. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband