Eignarhaldsfélög stjórnmálamanna og síðbúið sorrí

Eignarhaldsfélög stjórnmálamanna halda aðalfundi sína og þar gerast stórtíðindi. Geir H. Haarde fráfarandi formaður sem hefur margoft lýst því yfir að flokkurinn hafi alltaf gert allt rétt biðst nú fyrst afsökunar. Flokksmenn eru ánægðir með að hann skuli fyrst viðurkenna þessa mistök á innanhússfundi í flokknum en það er síðan flokksins að biðja þjóðina afsökunar.

Flokkshöllum þykir þetta vitaskuld orðhengilsháttur og auðvitað skiptir þetta engu stóru. Við erum öll jafn blönk hvort sem Sjálfstæðisflokkurinn segir sorrí en óneitanlega er þetta kúnstugt að Geir skuli ekki standa þjóðinni reikningsskil gjörða sinna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nohhh...  Grunaði ekki Gvend.

Samspillingin var aldrei í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Æ Bjarni... ertu í morfís keppni eða ertu í stjórnmálum ?

G. Valdimar Valdemarsson, 27.3.2009 kl. 22:19

3 identicon

,,Eignarhaldsfélög stjórnmálamanna"

 Bjarni.

Hvað er L-listinn ?

Á hverra vegum varstu á alþingi ?

JR (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:06

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er aldrei of seint að biðjast afsökunar,maður er meira af því að mínu mati!!!/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:32

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Í guðana bænum haltu þér bara við bækurnar..

hilmar jónsson, 28.3.2009 kl. 00:35

6 identicon

Mér þykir það nú full gróft að segja fólki að "halda kjafti" á sinni eigin blogsíðu. En ég veit svo sem að Bjarni Harðarson er sko enginn kerlingar tepra og tekur það sko alls ekki nærri sér þótt rifið sé hressilega kjaft við hann.

En mér þætti það nú samt betra að þessi umræða væri kurteisari og málefnalegri.

Að velta honum endalaust upp úr þeim smávægilegu mistökum að hafa sent tölvupóst sem reyndar átti fullt erindi við þjóðina á vitlaus póstföng var nú enginn stór synd og margir stjórnmálamenn verið staðnir af verri afglöpum og setið samt. En Bjarni var nefnilega einmitt heiðarlegri en flestir, vegna þess að hann gerir kröfur till annarra þá gerir hann líka strangar kröfur til sjálfs sín og þess vegna sagði hann af sér vegna þessara mistaka og axlaði þar með fulla ábyrgð á þessum misgjörðum sínum.

Fyrir það á hann fulla virðingu skilið.

En þessi mistök hans voru nú ekki stór, ekki stærri en það að verða það á að segja einhverjum að "halda kjafti" í hita leiksins. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 09:01

7 identicon

Að reka sína kosningabaráttu á lygaþvættingi um á sem eru ykkur sammála í meginatriðum er lágkúrulegt.

Þið eigið að beina spjótum ykkar að þeim sem eru ykkur ósammála.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 10:05

8 identicon

jæja, þá er bara að "brúka kjaft" - og sjá svo til hvert það skilar þjóðinni.

Þessi stóru orð hér að ofan vekja hjá mér grunsemdir um að fólki líði hreint ekki nógu vel og bara VERÐI nú að berja einhvern. Það vill fylgja. Get ekki stillt mig um að taka undir að það er óhæfa (sem gerir menn óhæfa til málefnalegrar umræðu og skoðanaskipta) að hrópa bara hástöfum og hafa í raun ekkert annað en óhljóðin fram að færa.

Auðvitað á Bjarni virðingu skilið fyrir að segja strax af sér eftir takkaflumbrið fræga. - EN skiptir flumbrið í raun og veru máli, þegar rætt er um þjóðmálin? Er nú ekki brýnna að ræða betur það sem vegur aðeins þyngra og er að sliga fjölda fólks.

ég biðst forláts, en ég bara SKIL ekki þessa tegund af málflutningi og hreint alls ekki hverjum hún ætti að vera til góðs.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 09:21

9 identicon

Heill og sæll Bjarni.

Ég var að hlusta á silfur Egils og heyrði þig tala um að ekki mætti láta landsmenn kjósa um ESB aðild .Hvernig í ósköpunum getur þú beðið þetta sama fólk um að kjósa þig á þing ef þú hefur ekki meira álit á þvi en raun ber vitni.

Sigurður Þórarinssn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband