Á límingum yfir Davíð...

Það hefur enginn maður annað eins lag á að taka íslenska þjóð á límingunum eins og Davíð Oddsson og líklega telst maður ekki bloggari ef maður bloggar ekki um Davíðsræðuna! sem ég er að hlusta á núna í morgunsárið.

Ræðan er vitaskuld pólitísk, full af skotum og sumum undir beltisstað. En það er merkilegt að sjá ESB-sinna Sjálfstæðisflokksins, krata og fólks sem gerir tilkall til að vera talið til vinstri lenda á innsoginu fjalla um þessa  ræðu út frá því hvort Davíð sé bitur, hvort orðræðan sé makleg og Vilhjálm Egilsson skýla sér bakvið það að með honum í Endurreisnarnefndinni hafi verið 80 aðrir nafnlausir einstaklingar.

Við yfirlit yfir bloggheima sé ég enga af þessum gagnrýnendum fjalla efnislega um hina dreifðu eignaraðild bankanna sem Samfylkingin beinlínis barðist beinlínis gegn. Þetta er ekkert nýtt en þeir stjórnmálamenn sem höfðu allt sitt pólitíska fóður úr Fréttablaðinu þurfa að gera upp sín mistök. Ég hef heldur ekki séð neinn fjalla efnislega um þau augljósu tengsl sem eru milli margra þeirra talsmanna ESB-aðildar og útrásarvíkinganna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni þegar menn eru farnir að bland sjúkdómum í ræðu sína gera grín af últi fólks

þá vill nú það sem eithvað bit var í tínast Maðurinn er veikur og fólk klappar

þetta er sorglegt og hver hefði trúað því að svona myndi Davíð tala á Landsfundi sjúkdómur þessi sem davíð gefur í skin að hrjái Seðlabankastjóra er ekki þannig séð til að gera grín af Davíð er veikur það tala allir um það jafnvel í hans egin flokki en engin þorir að seigja það

Bubbi (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:14

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Davíð er einn af mestu ræðusnillingum samtímans, um það velkjast menn ekki í vafa. Mér blöskraði er ég las þennan auma Endurreisnarbækling. Hann er ekki hríslunnar virði.

Baldur Hermannsson, 29.3.2009 kl. 11:22

3 identicon

Davíð er fyndinn það verður ekki af honum tekið. Held að menn miskilji aðeins sjúkdómstal hanns. Hann var ekki að óska einum sjúkdóms, frekar að nota það sem samlíkingu, þannig sé ég það. Líka ekki gott ef Seðlabankastjóri seigir ósatt,

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:35

4 identicon

Var ekki Davíð sjálfur við völd ásamt framsókn

sæmundur (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:05

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Davíð Oddsson sagði;

„Annaðhvort er maðurinn með Alzheimer á alvarlegu stigi, eða hann sagði íslensku þjóðinni blygðunarlaust ósatt við fyrsta tækifæri ... Við skulum vona að það sé Alzheimer-inn.“

Haukur Gunnars skrifar;

Held að menn miskilji aðeins sjúkdómstal hanns. Hann var ekki að óska einum sjúkdóms, frekar að nota það sem samlíkingu, þannig sé ég það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 12:35

6 identicon

Er ekki full ástæða til að vona að sá norski hafi ekki í fyrsta svari sínu til þjóðarinnar logið blákallt, eins og þeir sem réðu hann til verksins.

 Ef svo var ekki, þá er maðurinn augljóslega haldinn Alzheimer eins og td. Heilög Jóhanna og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:50

7 identicon

Þetta er flott ræða hjá Davíð og eftir því sem ég best veit er hvert orð sem hann segir dagsatt.

Atli (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:55

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Jóhanna er liðónýt rétt eis og hún var í Þjóðvaka.Seðlabankastjóri hennar er líka jfnliðónýtut.Ef þessi norski krati er einhver snillingur,af hverju höfðu Norðmenn hann þá ekki sjálfir í vinnu.Hann þurfti að fara til útlanda til að sýna speki sýna.Jón Baldvin sendi Þorvald Gylfason til Albaníu hér um árið og hann átti að bjarga öllu þar, en var ekki búin að vera þar lengi þegar hann var búin að setja þar allt á hausinn.Stoltenberg sendir þennan flokksfélaga sinn og Jóhönnu til ÍSlands af því hann er ekki nothæfur í Noregi.Áfram Davíð.

Sigurgeir Jónsson, 29.3.2009 kl. 14:53

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll, er að koma úr helgarhvíld í bústað Vaðneslands. Finnst vanta einhverja kerlinga-athugasemd í annars ágætar.Við segjum oft í daglegu tali;ertu vitlaus,geðveikur,þroskaheftur , fullur, osfrv.                     . Líklega ekki á virðulegum samkomum í ræðustóli, nema ræðusnillingar eins og Davíð sem kunna að beiti hæðni án þess að særa aðstandenur t.d. Alzheimer en ég var ein af þeim.  Þessi er svo minnisstæð :Verkamaður mætti vel slompaður í vinnu,þar var verkstjórinn danskur. Sá danski setti ofaní við manninn ; Að sjá til þín kemur fullur í vinnuna;, Já.já ég er fullur,en það lagast, en þú ert danskur  Það lagast aldrei. 

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2009 kl. 16:25

10 Smámynd: Stefanía

Held að það hafi svolítið með greindarvísitölu að gera, hvaða skilningur er lagður í ræðu Davíðs.....eins og oft áður, hann er snillingur !

Stefanía, 30.3.2009 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband