Lausnin er kreppulánasjóður L-listans

Hugmynd L -lista um kreppulánasjóð er eina raunhæfa lausnin á því skelfingarástandi sem nú er uppi. Sú leið var farin í kreppunni miklu kringum 1930 hér á landi. Kreppulánasjóður keypti þá eignir þeirra sem ekki gátu staðið í skilum en rak þá ekki burt frá heimilum sínum.

Sjá meira á stórgóðri bloggsíðu Guðrúnar Sæmundsdóttur L-lista frambjóðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Skrúfa ætti lánin tilbaka um eitt á og framreikna með Launavísitölu... þannig næst jafnvægi...smá reikningur fæðist sem þarf að greiða...en hann verður minni en innistæðutryggingarnar kostuðu ríkið...

Haraldur Baldursson, 31.3.2009 kl. 15:04

2 identicon

Sæll Bjarni. Hvernig í ósköpunum stendur á því að menn taka ekki frekar á vandanum. Það sjá það allir sem vilja að við þurfum að lækka vexti, afnema verðbætur á lán og bakfæra vísitöluna sem tikkar fyrir verðbótunum, og þá meina ég bakfæra, ég er að tala um síðust 15 til 20 mánuðir. Við erum ekki ennþá farin að bíta út með vísitöluhækkun áranna 2005 til 2007. Ég er ekki að skilja af hverju menn þeigja þunnu hljóði þegar þessi ósómi í Íslensku fjármálaumhverfi er ræddur. Hvað hafa pólitíkusar eiginlega upp úr því að viðhalda þessari okurlánastarfsemi, því ekki þrífst hún nema með ykkar samþykki. Ekki eru það heimilin í landinu sem þið eruð að vinna fyrir þegar að þessum þætti kemur.

Annars góðar stundir.

G. Erlingsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 15:09

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðarbúið er algjörlega fallít með ómögulegar skuldir á bakinu og þarf augljóslega að hækka skatta um tugi prósenta  til að dekka það - sem greinilega er ómögulegt. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að taka þjóðarbúið til gjaldþrotaskipta og fjárhagslegrar endurskipulagningar sem því fylgir. Hins vegar er einn mjög stór hængur á því fyrirkomulagi, nefnilega að slíkt fordæmi myndi án efa setja af stað skriðu uppgjöra annarra þjóðargjaldþrota sem myndu endanlega setja á hausinn helstu bankaævintýri beggja vegna Atlantsála og þar með Wall Street og City of London. Þess vegna hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn tekið völdin hérna. Hann er algjörlega á vegum bresk-bandaríska fjármálaveldisins og hefur alltaf verið. Hans hlutverk hérna er einungis að vinna tíma fyrir sína eigendur. Þeir sem raunverulega trúa því að hann sé að vinna með okkar hagsmuni í huga hljóta að vera á einhverjum mjög sterkum lyfjum.

Fjármálakerfi heimsins er fyrir löngu gjörsamlega fallít sem heild. Það er búið að margyfirveðsetja heiminn og eignir hans og veltu með töfrabréfum og fjármálatryggingum þar sem kerfið hefur margtryggt sjálft sig gegn hruni. Ísland er sögulega séð eitt al-tryggasta leppríki bresk-bandaríska fjármálaveldisins og pólitískra eigna þess í heimi hér. Þess vegna keyrðu siðlausir öfgamenn hér hlutina í þrot á yfirhraða og núna reynir AGS að bremsa restina af og almenningur hér blæðir fyrir það og tjón hans verður hámarkað.

Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

22. maí 2008 kl. 11.44 |

 Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi

Vísir, 22. maí. 2008 11:15

Seðlabankinn segir ekki unnt að slaka á peningalegu aðhaldi

mynd

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Rökstuðningur Seðlabanka Íslands fyrir óbreyttum stýrivöxtum, 15,5%, felst fyrst og fremst í því að gengislækkunin fyrstu þrjá mánuði ársins hafi leitt til meiri verðbólgu í apríl og gæti jafnvel orðið meiri á næstu mánuðum en Seðlabankinn spáði í apríl.

Aukinn innlendur kostnaður og áhrif minnkandi framleiðsluspennu geri það að verkum að innlend eftirspurn dragist verulega saman á næstu árum og húsnæðismarkaðurinn kólni.

Seðlabankinn segir það brýnt að skammtímaverðbólga leiði ekki til víxlbreytinga launa, verðlags og gengis. Háum stýrivöxtum og öðrum aðgerðum sé ætlað að stuðla að stöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem sé forsenda þess að böndum verði komið á verðbólgu og verðbólguvæntingar. Gjaldmiðlaskiptasamningar bankans við erlenda seðlabanka hafi haft jákvæð áhrif en leysi þó ekki allan vandann.

Tekur Seðlabankinn að lokum fram að ekki verði unnt að slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en sýnt sé að verðbólga sé á undanhaldi enda fátt mikilvægara fyrir efnahag heimila og fyrirtækja en að sú þróun hefjist og verði hnökralítil.

Baldur Fjölnisson, 31.3.2009 kl. 21:57

5 identicon

Nei, það er ófært að fólkið missi eigur sínar vegna okurlánastarfssemi sem yfirvöld hafa leyft í öllum bönkum og fjármálastofnunum landsins.  Og ofan á það bætist gengisfallið sem yfirvöld stoppuðu ekki.  Enga banka eða sjóði sem hirða eignir af fólki, takk fyrir.  Færa þarf niður vísitölur og lækka stórlega bæði gengis- og vísitölutryggð lán fólksins.   Fólk getur ekki sætt sig við að hús þeirra séu hirt og því ´bara leyft að búa þar´.   Fólk mun bara flýja land.

EE elle (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 23:59

6 identicon

Já íslendingar hafa thad ekki sérlega gott núna.  Ekki eins kokhraustir, stoltir og ánaegdir med sig og thegar their voru thegar their kusu aftur og aftur D og B. 

Var thad ekki heimskulegt af theim?  Hvad voru menn ad hugsa?  Menn hugsudu ekki ...their voru stoltir og HRESSIR!! 

Já thad kostar ad vera heimskur.   ERT'EKKI HRESS??

Júdinn frá Jerúsalem (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 05:39

7 Smámynd: Offari

Eru kreppulánin kúlulán?

Offari, 1.4.2009 kl. 09:06

8 identicon

Bendi þeim sem skrifaði í númer 9 á hann hljómar nú  hálf- heimskulegur sjálfur og fyrir utan það kusum við ekki öll flokkana sem hann nefnir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:28

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lestu innlegg mitt vegan grienar í Fréttablaðinu í dag.

Greinin er hrein snilld

Ekkert annað.

Hún heitir :

Alheimsstríð lánardrottna Stríð geisar í heiminum, byggt á skuldafjötrum. Saklaus fórnarlömb, einstaklingar jafnt sem heilu hagkerfin, eru leidd inn í skuldahringekju sem þau sleppa ekki úr.

Mibbó.

Vill að við segjum Lánadrottnum að fara fj til.

Okkar skylda er við börn okkar og þjóðina

Bjarni Kjartansson, 1.4.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og Bjarni Kjartansson hvað heldur þú að býði barna okkar ef þau fá hvergi lán til framkvæmda. Lánadrottnar væru nú ekki ólmir að halda hér áfram að lána fólki sem segir þeim bara að fara til fjandans. Þetta eru svona skyndilausnir eins og við viljum alltaf. Bara að smella putta og allt komið í lag.

Hef aldrei getað skilið það að fólk sem tekur milljónir að láni séu saklaus fórnarlömb. Í USA stundaði fólk að taka lán sem voru í boði á lágum vöxtum fyrst og síðan hækkandi. Fólk gat búið í húsunum í c.a. 3 ár þar til að vextir hækkuðu en þá skilaði fólkið bara inn lyklinum því að ekki má ganga eftir fólki nema gegn veði skuldarinnar. Hér stundaði fólk síðustu ár að taka 100% lán jafnvel gegnistryggð. Og svo hrundi krónan. Það væri nú aumi markaðurinn fyrir lánveitendur að lána til 40 ára en svo yrðu þeir að gera ráð fyrir að ef gegnið fellur þá verði þeir að lækka lánin sem því nemur. Held að engin láni í svona vitleysu. Eða lækka lánin í hvert sinn sem að verðbólga kemur.

Því segi ég það að á meðan við erum með krónuna þá verður hér nær engin markaður fyrir lán ef að þau verða nú lækkuð um tug prósenta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.4.2009 kl. 17:07

11 identicon

Í no. 13.  Mikill munur er á eðlilegu láni og okurláni.  Gengisfallið og verðbólgan voru  óeðlileg og með gengis- og vísitölutryggingu urðu þau að ósvífnum okurlánum sem ekkert venjulegt fólk getur staðið  undir.  Það var verk yfirvalda að passa upp á það, ekki fólksisns.  Fólkið á ekki að taka á sig allt gengisfall og alla verðbólgu.  Kannski ætti fólk að gera það sem Bjarni Kjartansson lýsir?  Kannski þarf það til að stoppa okurlánastarfsemina sem hefur lengi verið við lýði á Íslandi?  Kannski þarf það til að þvinga fram eðlileg lán sem ekki kúga fólkið í landinu?  Skil ekki hvað þú ert að verja.

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:10

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Click to Play:

Download this clip (mp3, 10.28 megabytes)
Play this clip in your Computer's media player

Dr. Michael Hudson, bandar. fjármálafræðingur, segir blákalt í þessu viðtali á Guns & Butter að Alþj. gjaldeyrissjóðurinn vildi helst að helmingur Íslendinga fyrirfæri sér. Þetta er um klukkutíma langt viðtal og hann lýsir þessu sirka 25-30 mín. inn í viðtalið ef ég man rétt. Hann fer annars frábærlega yfir gjaldþrot fjármálakerfis heimsins og ástæður þess.

Baldur Fjölnisson, 1.4.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband