Ótrúlegar gripdeildir og yfirhilmingar

Nýjustu fréttir af tugmilljarða lánveitingum bankanna til eigenda í hruninu miðju, kaup Jóns Ásgeirs á eigin lúxusvarningi og Tortolamillifærslur Landsbankans - allt ber hér að sama brunni.

Og verum þess nú minnug hverjir töluðu harðast gegn því að nokkrar eignir væru kyrrsettar eða nokkur skerti hár á höfði gangsteranna. Hverjir nema bankaflokkarnir þrír og VG kinkaði kolli.

Í öðrum löndum væri búið að setja handjárn á þessa menn og ég hef áður rökstutt að þessi linkind er réttlæting Bretanna fyrir að setja á okkur hryðjuverkalög. Meðan stjórnvöld eru hér algerlega meðvirk með þeim mönnum sem fóru ránshendi um eigur jafnt Breta sem landa sinna,- þá er von að bresk yfirvöld taki íslenskum stjórnvöldum af tortryggni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni !

Þú ert duglegur að ,,hrópa" á aðra en sjálfan þig !

Þú varst á launum hjá mér þegar þú varst alþingismaður, hvað afrekaðir þú sem slíkur í þessum málum ?

Hvers vegna spurðir þú ekki  ?

JR (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:37

2 identicon

"Og verum þess nú minnug hverjir töluðu harðast gegn því að nokkrar eignir væru kyrrsettar eða nokkur skerti hár á höfði gangsteranna. Hverjir nema bankaflokkarnir þrír og VG kinkaði kolli"

Hvernig væri nú að fara rétt með svona til tilbreytingar.  Lestu þessa frétt hér á visir.is:

Annað hvort hefur þú verið að senda töluvpóst eða hættur á þigni þegar þetta var.  Set slóðina inn aftur til öryggis. 

http://www.visir.is/article/20081124/FRETTIR01/298535726/1060

Hver var aftur afstaða Framsóknar meðan þú áttir heima þar?

L- flokkurinn stendur fyrir lygi

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já þetta er með ólíkindum að þessir menn skulu fá að ganga lausir og ekkert gert til að stoppa það að þeir geti ráðstafað '' eignum'' sínum að vild. Og hverjir borga brúsann, jú það verður ég, börnin mín og barnabörn, allar fjölskyldurnar í landinu, eldri borgarar, öryrkjar og meira að segja  Jón og JR.  Þetta er mikið tilhlökkunar efni, það þegar við förum að borga fyrir þessa fjárglæframenn með hærri sköttum hér og þar.  Það er vonandi til fólk úti í þjóðfélaginu sem áttar sig fyrr en síðar hvernig búið er að fara með okkur og setur ekki X ið sitt við einhvern flokkinn í kosningunum sem framundan eru.

Kjósum lýðræði, kjósum lausnir.   X við L - listann, lista lýðræðissinna.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:02

4 identicon

Það er með ólýkindum að lesa bullið í þér Bjarni Harðarson,Það er eins og frammsókn hafi dottið af himnum ofan.

þeir hafa hreina sammvisku ? Hvar eru Sammvinnutryggingar peningarnir? Finnur Ingólfsson Valgerður Sverrisdóttir og restin af frammsóknar ruslinu eru engu betri en útrásar víkingarnir  stálu öllu sem var ekki naglfast.

Það dugar ekki bara að skipta umm flokk og setja upp geislabaug Það sést alltaf í HORNIN á þér

Smári Baldursson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 01:05

5 identicon

Þér hefði verið nær að halda áfram á þingi og standa við bréfið um Valgerði. Í stað þess að hlaupast í burtu og taka á þig sökina en hvítþvo hana. Ég man ekki betur en að Valgerður og Finnur hafi verið samflokksfólk þitt. Hefðirðu þorað að taka slaginn í eigin flokki, þá værirðu eflaust til einhvers gagns fyrir þjóðina í dag.

Jens Jensson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 02:54

6 Smámynd: Offari

Afhverju er mönnum svona illa við framsókn?

Offari, 2.4.2009 kl. 08:44

7 identicon

Það er satt hjá Jóni að ofan: VG vildu frysta eigur viss fólks sem tengdist bönkunum þremur.  Man vel eftir Steingími segja þetta.  Og lesið bara að ofan, Jón gefur ykkur slóðina.   Hvaða annar flokkur vildi það?

EE elle (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband