Að verðlauna klúður!

Jón Helgi Egilsson skrifar mjög góða færslu um Seðlabankann - algerlega sammála honum og hef reyndar haldið því fram sjálfur að verstur fjárglæfra í íslenskum bönkum hafi verið hávaxtastefna SÍ. Ég  held að það verði sífellt fleirum ljóst. Sjá færslu Jóns Helga hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Ég hef sagt það áður og segi aftur að ég vil að það verði athugað hvort hægt sé að kæra íslenska ríkið og bankastofnanir fyrir brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða einhverjum öðrum alþjóðlegum sáttmálum og lögum.

Það getur ekki verið að það sé löglegt (allavega er það siðlaust) að hafa vaxtapínt heimili og fyrirtæki í mörg ár með okurvöxtum, eins og gert hefur verið hér á landi. Vexti sem mafíur í flestum löndum myndi skammast sín fyrir að innheimta.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að lesa að hætt hefði verið við L lista framboðið. Var það ekki dálítið klúður? Að rjúka af stað en hætta svo við vegna:

L-lista fullveldissinna treystir sér ekki til að uppfylla þau skilyrði sem ólýðræðislegar aðstæður skapa nýjum framboðum á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því ákvörðun var tekin um kosningar. Þaulseta Alþingis fram undir kosningar með allri þeirri athygli sem störf þess fá skipta hér .....

Og

Annað sem skiptir máli er sá múr sem 5% lágmark setur nýjum framboðum og krafa um 126 frambjóðendur í sex kjördæmum. Þá skapar opinber fjárstuðningur ríkisins til eldri stjórnmálahreyfinga mikinn

Þetta vissu þið nú fyrir framboðið. En það er rétt hjá ykkur að nýjum framboðum er sannanlega ekki gert auðvelt fyrir. Og þetta sýnir líka að ný framboð verða að gefa sér mun lengri tíma til að undibúa sig og móta sýna stefnu. En þið eruð reynslunni ríkari.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2009 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband