Björgólfsmiðlar og Baugsmiðlar

Bjarni, af hverju er Jón Ásgeir, Baugur og fréttablaðið eitthvað verra en eignarhaldið á Morgunblaðinu? Fóru eigendur Morgunblaðsins eitthvað betur með lesendur sína en egendur Fréttablaðsins?

Ofanritað er komment inn á síðustu færfslu hjá mér, ritað af Steingrími Jónssyni bloggara. Allrar athygli verð athugasemd. Ég hef reyndar ekki neitt sterka sannfæringu fyrir því að eignarhald Jóns Ásgeirs á Fréttablaðinu hafi verið eitthvað heilbrigðara en eignarhald Björgólfs Guðmundssonar á Morgunblaðinu eða Exista manna á Skjá einum o.fl.

Ég held að allir þessir auðmenn hafi bæði meðvitað og ómeðvitað notað þessa miðla sína til að halda að okkur ótrúlega falskri heimsmynd sem deyfði þá sjálfa og okkur fyrir þeirri staðreynd að þeir voru að glutra niður bæði auði okkar og orðspori. Til hliðar stunduðu þessir fjölmiðlar svo afskipti af innanlandspólitíkinni og þar voru Baugsmiðlarnir kannski purkunarlausari gegn Davíð en Mogginn gegn Ingibjörgu. En það er kannski ekkert betri músin sem læðist!

Eini verulegi munurinn er að eftir að Mogginn komst í þrot komu nýir eigendur en þegar Fréttablaðið og Stöð 2 fóru í þrot þá kom Jón Ásgeir, skuldsettari en allt sem þekkst hefur í sögu þjóðarinnar og hirti samt fjölmiðlana sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Drengurinn skuldar " aðeins" 100 milljarða - smámynt !

 Enn - hver varaði þjóðina árum saman við ógnarveldi þessa " drengs" ?

 Hver fékk á sig meira skítkast, sora, illmælgi, já, öll ógeðfeldustu orð á tungu feðranna ??

 Hver hefur þurft að sjá götulýð kasta eggjum, og skít í heimili sitt ??

 Hvaða stjórnmálaflokkur hefur rakkað þennan mann mest niður - samanber Borgarnes-ræðurnar ??

 Til að kóróna, hvaða flokk ætlar yfir 30% þjóðarinnar að heiðra fyrir störf sín, með því að gera hann stærstan stjórnmálaflokka þjóðarinnar ?? !!

 Var einhver að hlæja - eða klökkna ??

 En kannski ættum við að segja sem Rómverjar forðum.: " Absenss heres non erit" ! -  þ.e. " Spyrjum að leikslokum" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni, af hverju er Jón Ásgeir, Baugur og fréttablaðið eitthvað verra en eignarhaldið á Morgunblaðinu? Fóru eigendur Morgunblaðsins eitthvað betur með lesendur sína en eigendur Fréttablaðsins/Þú svarar þessu Bjarni,ekki nógu vel að mínu mati,Baugur Bónus Jón Ásgeir Jóhannes,er þetta eitthvað verra en Bjórgulfar og Hannesar og fleiri og fleiri,við verðum bar að taka þá alla fyrir, Landsbanki á metir þarna í skuldasúpunni/neir það eru fáir þarna betri en aðrir/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.4.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Mér finnst Bjarni bara svara þeirri spurningu sem upp var borinn á mjög auðskiljanlegan hátt.  Hann einfaldlega segir að þeir hafi/séu svo sem allir verið eins

Erla J. Steingrímsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:14

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjölmiðlalögin hefðu tekið á þessu. Það er misskilningur að þeim hafi eingöngu verið beint gegn Baugsmiðlum, lögin hefðu tekið á öllum fjölmiðlum. Mogganum jafnt sem öðrum. Munurinn var sá að Mogginn fór ekki í ófrægingarherferð gegn Davíð Oddsyni og Sjálfstæðisflokknum eins og Baugsmiðlar og Baugsleiguþýið gerði.

Þeir sem gengu þar erinda auðmannanna eru nú hylltir af sama almúganum sem nú borgar fyrir mistök sín og neitar að horfast í augu við eigin gerðir.

Ragnhildur Kolka, 5.4.2009 kl. 09:25

5 identicon

Er nema von að komið er fyrir þjóðinni eins og raun ber vitni, ef fólk geri sér ekki grein fyrir áratugar heilþvotti og lygar Baugsmiðlana á þeim, til hand eigendum sínum að ræna þjóðina aleiguna með sérstakri aðstoð stjórnenda og þingmanna Samfylkingarinnar, og stuttar eignaraðildar Björgólfana á Mbl. í sama tilgangi.

Á sama tíma rústuðu þeir réttarríkinu og trú almennings á því sem nýtur í dag aðeins trausts 30% þjóðarinnar, sem á síðan að leita réttar hennar varðandi hrunið, og allt saman með peningum og linnulausum áróðri og árásum á kerfið.

Það má bera saman epli og appelsínur til að fá svipaða útkomu og Baugsmiðla og Mbl.

Misnoktun eigenda er hvoru tveggja er landráð í sitt hvorri stærðinni með sama endanlegum tilganginum að stela peningum þjóðarinnar.

 Takk Bjarni að sýna viðleitni til að verja hagsmuni okkar hinna og þú uppskerð örugglega óvildar margra og mikið fleiri en þessara 33 sem hæst hafa flogið og logið, og hafa ríka hagsmuni að þú og fleir stein haldið ykkur saman.

 330.000 manna þjóð á eftir að stand að baki þeim sem hafa einhverja vigt og þora.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband