Hversu sterk er staða ESB sinna?

Fréttamenn fara mikinn í að tala upp stöðu Samfylkingarinnar og ESB sinna og hafa mjög túlkað úrslit kosninganna sér í hag. Að hluta til er þetta vegna þeirrar stefnubreytingar sem gerð var hjá Framsóknarflokki á síðasta flokksþingi og var vitaskuld mjög slæm samþykkt. Margir ESB-andstæðingar gengu þá glaðhlakkalegir út af flokksþingi með það í farteskinu að það hefðu náðst fram svo ströng skilyrði að þetta skipti engu máli. 

Í dag skiptir þetta máli og nýr formaður flokksins hefur reyndar ekki dregið af sér í að aðstoða ESB-sinna Samfylkingarinnar. Sama gerir Siv þegar hún segir að flokkurinn sé alveg til í að fara í ESB stjórn. Það er samt talsvert hik á þeim báðum og við sem þekkjum innviði flokksins vitum að hann ætti afar erfitt með að taka að sér þetta hlutverk,- þ.e. að fara í stjórnarsamstarf sem hefði aðildarumsókn sem aðalmál. Flokkurinn myndi einfaldlega loga og í þingflokknum yrðu þegar á reyndi tveir eða jafnvel fjórir þingmenn sem myndu reyna eftir megni að þvælast fyrir málinu. Bæði vegna sinna eigin sannfæringar að þetta væri vond niðurstaða og einnig vegna þrýstings frá sínum umbjóðendum sem þeir lofuðu í kosningabaráttunni að vera sem harðastir á móti ESB-aðild. Ég þekki Borgarahreyfinguna minna og ætla ekki að leggja neitt mat á hana í þessu sambandi.

Það er reyndar mikið vafamál að Ísland geti sótt um aðild meðan ekki er vitað hvort það er þingmeirihluti fyrir umsókn og meðan skoðanakannanir sýna slag í slag að meirihluti þjóðarinnar er andvígur umsókn. Sjá hér og hér og hér.

Ef frá er talin sterk staða Samfylkingarinnar hjá fjölmiðlum þá held ég að VG hafi miklu sterkari stöðu til samninga og kratarnir geri nánast allt til þess að vera ekki þvælt inn í stjórnarsamstarf með Borgarahreyfingu og Framsókn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Bjarni !

 Staða þeirra sem styðja aðild að ESB er sterk !

Þú skalt bara kinna þér það !

http://www.sammala.is/Vefur/

JR (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Offari

Sterka staða Esb er sú að Esbfylkingin hefur stjórnarmyndunarumboðið í ótakmarkaðan tíma. Esbfylkingin myndar ekki stjórn nema með þeim sem lúta þeirra vilja. Esbfylkingin hefur nýtt sér óstandið til að reyna að troða Esb inn á aðra flokka.

Esbfylkingin hefur haldið þjóðini sýktri síðan hrunið var og ætllar ekki að sleppa þjóðini úr sóttkvíni fyrr en ísland er komið í Esb. Esbfylkingin hótar bara Vg að fara aftur í samstarf við sjálfstæðisflokkinn lúti þeir ekki þeirra vilja.

Offari, 28.4.2009 kl. 23:33

3 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Heill og sæll Bjarni - raunsæ færsla um margt.

Svona almennt séð annars Bjarni,  er ekki full mikið að ætla öllum ,, Tómas sinnum" að vera ESB sinna ?  Er ekki eðlilegt að margir telji ástæðu til að fá að handfjatla og sjá þann samning sem þjóðinni getur staðið til boða ? Fyrir utan þessa trúarlegu tilvitnun er þá ekki svo komið að þjóðinni er best borgið með að geta sem fyrst tekið ESB málið af núverandi dagskrárplani  með aðildarviðræðum í stað þess að þúsundir einstaklinga séu að karpa um þessi mál vikum og mánuðum saman í trúarbragðastíl. Hlutlægnina skortir í umræðu allflestra. Er til meiri hlutlægni til lausnar á vítahring þjóðarinnar en að láta á aðildarviðræður reyna?  Fá að sjá og handfjatla gögnin. 

Einar Vilhjálmsson, 29.4.2009 kl. 02:25

4 identicon

Sæll Bjarni,

þú minnir mjög mikið á Bjart í Sumarhúsum.  Enda var sú saga einmitt skrifuð um þröngsýna óupplýsta bændur eins og þig (bóndi í sálinni) sem misskildu sjálfstæðishugtakið alveg hreint hrapalega og sáðu í akur óvinar síns alla ævi.  Það er ekki hægt að ræða við svona fólk.

Mér finnst þú kjánalegur.  Ert meira að segja á móti EES samningnum.  Hversu margir ætli deili þeirri skoðun með þér?

Kveðja, S.H.

S.H. (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:03

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Bjarni !

 Staða þeirra sem styðja aðild að ESB er sterk !

Tæp 13 þúsund kalla ég ekki sterka stöðu, ef við miðum við þá sem hafa kostningarétt þá erum við að tala um 6%.

Veit ekki með aðra en 6% er ekki sterk staða að mínu mati.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.4.2009 kl. 10:53

6 identicon

Ég skil bara ekki af hverju fólk er svona hrætt við VIÐRÆÐUR? Og er það ekki lýðræðislegt að leyfa fólki að kjósa um svona mál og fá leyfi til að kynna sér hvað þetta hefur upp á að bjóða áður en allt er blásið af?

Það getur vel verið að þetta sé mesta rugl í heimi fyrir okkur (að sækja um) en við komumst ekki að því fyrr en við ræðum málin.

Þetta minnir mig bara á brandarann um manninn með tjakkinn sem var búinn að ákveða fyrirfram að bóndinn á næsta bæ mundi örugglega ekki lána sér tjakkinn.

Margir Íslendingar eru að gera það sama með því að ákveða fyrirfram að það sé ekki hægt að semja um neitt.

Ég sé að þú skrifar "mótorhjólafrík" í lýsingunni þinni..ég væri nú alveg til í að sjá eitthvað um það hérna á blogginu þínu og ekki bara raus um pólitík ;)

Kveðja frá DK

Simmi

Sigurmundur Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:07

7 identicon

ESB sinnum fjölgar dag frá degi kæri Bjarni ! Sem betur fer. En það segir samt ekkert um það hvort við göngum í Evrópusambandið einhvern daginn. Fólk vill aðildarviðræður en ef samningurinn er ekki góður fyrir Ísland þá mun fólk hafna honum. Þess vegna verðum við að fara og semja svo við getum afgreitt þetta mikilvæga mál. Strax í vor !

Ína (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:17

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnarflokkarnir hafa enga valkosti aðra en að semja um stjórn. Þannig munu þau sitja læst inni í herbergi að ræða þetta þangað til þau finna lendingu sem er þeim að skapi og senda svo hvítan reyk upp um að nýr stjórnarsáttmáli hafi verið myndaður.

Héðinn Björnsson, 29.4.2009 kl. 14:20

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Var ekki Ole Hreini eða hvað sá góði maður annars heitir, að segja að við getum alveg hætt þessu væli um, að fá sér meðferð um fiskveiði okkar?

Hann talar nú miklu mun skýrar en áður í þeim efnum.

Hví skyldi það vera?

Gæti verið að eitthvað svona R-lista stöff hangi á spýtunni þar?

Búið að semja og gangast undir hitt og þetta?

Ungir ,,jafnaðarmenn" eru nú að segja það hugsanlega betra fyrir okkur, að losna við illa lyktandi fisk og fá bætur í staðinn.

Var einhver að tala um, að missa grímuna?

Hvað heldur þú nafni minn, að Atli þoli lengi við gegn ,,alvarlegri stöðu heimilana og þjóðfélagsins alls" áróðri??

Mibbó

vill að þú komi r með se´r í vegferð til lagfæringar Íhalds-fleysins, sem er það eina sem er nokkuð heilt í andstöðu við ESB og nú síðast að hluta til gegn EES.

Bjarni Kjartansson, 29.4.2009 kl. 14:23

10 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Fróðlegur pistill um gagnsemi Evrópusambandið á RÚV:

Niðurskurður í Lettlandi

Rúnar Sveinbjörnsson, 29.4.2009 kl. 15:21

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Steingrímur hafði rétt fyrir sér þegar hann talaði um ESB elítuna.  Fjölmiðla-umræðan hefur verið mjög svo einlituð og dregið taum ESB-sinna, en málið er að þarna fer hávær minnihluta hópur, hópur fólks sem er blindað af ESB ást, sem ég fæ ekki skilið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband