Ráðstefna um Pál í Sandvík

pallyds200langMorguninn hefur farið í að fínslípa ræðu um fræðimanninn Pál Lýðsson í Sandvík en núna klukkan tvö hefst í Fjölbrautaskóla Suðurlands ráðstefna um þennan mikla vesír okkar Árnesinga.

Ráðstefnan um Pál er öllum opin, aðgangur ókeypis og dagskráin forvitnilega en um hana má nánar lesa hér, fraedslunet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég á bakkasög sem heitir Sandvik. tengist Páll henni?

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Blessuð sé minning Páls Lýðssonar, í mínum huga á hann stóran þátt í því að stuðla að flutningi SS á Hvolsvöll á sínum tíma, sem var framfaraskref í þágu byggðaþróunar á Suðurlandi.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.5.2009 kl. 01:04

3 identicon

Já, ég er svo hjartanlega sannmála Guðrúnu.

Það væru nú ekki til SS pylsur nema fyrir krafta manna einsog Bjarna hvað þá Byrkireykt hangikjöt. Ef Páls hefði ekki notið við hefði Hvolsvöllur aldrei stækkað, dafnað og orðið að því menningar setri sem það er í dag. Nú loksins er hægt að kaupa SS pylsur beggjavegna þjóðvegs án þess að þurfa að taka hringtorgið eða hættulega u-beygju, hvað þá að svelta frá Hellu til Víkur, einsog var orðin frægur frasi.

SS á Hvolsvelli er einhver merkasta menningar stofnun landsins og pylsu maskínurnar þar hafa verið duglegar að skila landsmönnum gæða afurðum og þingmönnum sem lengi verður sómi af.

Ég hef heyrt útundanmér að svínin í eyjum eigi engan æðri draum en að enda lífið sem SS pylsa sem borin verði fram í ,Bæjarins Bestu' og þar með sennilega étinn af Duglega manninum með fölskuröddina og gítarinn.

Er hægt að fara framm á betra líf, ef maður er svín? En að skapa atvinnu og verða að lokum étinn af jafningjum sínum?

Páll, Húrra!!!

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 01:40

4 identicon

Þetta var gott erindi hjá þér Bjarni á ráðstefnunni í gær.Var einmitt að lesa aftur Rjómabúið á Baugsstöðum eftir þá Pál og Helga.Merkilegt hverju samtakamátturinn hefur skilað þegar maður hugsar um tilurð Rjómabúsins og

ekki síður varðveislu þess.Hvað hefði þetta fólk allt getað gert með 15.000.000. sem  skel Tónlistarhússins er að fá  núna til viðbótar ?? 

Einar Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband