Brattir dreifbýlismenn

Heimsótti Vestur Skaftfellinga í gær. Ljúft fólk og þægilegt í umgengni. Það er langt síðan ég áttaði mig á að það er eitthvað til í sleggjudómum 18. aldar manna eins og Jóns eldklerks og Eggerts Ólafssonar um mismun Íslendinga eftir héruðum. Skaftfellingar eru enn eins og þeir lýsa þeim, hógværir og jafnlyndir. Þurfa þess líka með og tekst einmitt fyrir einhverskonar æðruleysi að vera brattir þrátt fyrir að byggðirnar þarna eystra séu komin í mjög hættulega stöðu. Þar fækkar ár frá ári, ríkið dregur í burtu eitt og tvö embætti ár hvert í nafni hagræðingar og sama gerir hinn nýríki einkageiri. Allir eiga síns föður að hefna í því að höggva í þar sem garðurinn er lægstur. Það vantar ekki nema herslumuninn að byggð í Skaftárhreppi hverfi öll og staðan er litlu skárri í Mýrdal.

Það verður fátæk þjóð sem hvorki á Landbrytlinga né Síðumenn á nýrri öld að ég ekki tali um ef tapast líka Meðallendingar og Mýrdælingar...

Í kvöld er svo fundur í Þorlákshöfn, í Ráðhúskaffinu og í Keflavík á morgun. Stóri viðburður næstu daga er samt útifundurinn við Urriðafoss kl. 15 á laugardag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Bjarni.

Róbert Trausti Árnason

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég sé að þér gengur vel að afla vina. Ekki myndi ég þó treysta á þá alla sem atkvæði. Ég ánetjaðist held ég fyrir uppsveitarómantík. Gangi þér samt vel á fundaflakkinu.

kv.ammatutte 

Helga R. Einarsdóttir, 3.1.2007 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband