Öfgalaus útifundur við Urriðafoss

Urriðafoss

Fékk bréf í dag frá íbúa í Rangárþingi sem hafði áhyggjur af útifundinum sem ég held að Urriðafossi á morgun. Taldi að margir væru bara spenntir fyrir virkjanaframkvæmdunum og hefðu lítinn áhuga á Framsóknarmanni sem ætli að haga sér eins og Vinstri grænn. Þetta skil ég mæta vel svo mjög sem margir eru brenndir af öfgum þeirra sem kenna sig við umhverfisvend... En til þess að skýra það hvað býr að baki fundarboðuninni af því að ég veit að viðkomandi bréfritari talar fyrir munn margra vil ég birta hér hrafl úr mínu svari til hans...

mitt svar (fyrirgefið að ég skrifa aldrei stóran staf í texta sem ekki er ætlaður til prentunar).

ég skil áhyggjur þínar mjög vel. það að halda fund um virkjanir og að ég ekki tali um útifund slær almenning mjög gjarnan sem mótmælendafundur í anda vinstri grænna og annarra öfgamanna. ég get samt fullvissað þig um að ekkert er fjær mér þrátt fyrir mikinn og einlægan áhuga á umhverfismálum. mín skoðun er að umhverfisverndarumræðan sem er ein sú mikilvægasta hafi undanfarin ár verið í mjög óheppilegri gíslatöku öfgamanna sem hrópað hafa ókvæðisorðum að örfáum framkvæmdum. ein af meginreglunum hefur verið sú að það megi allt gera í nágrenni reykjavíkur en helst ekkert þegar komið er í landsfjórðunga sem standa fjær. þjórsá hefur hér "notið" þessarar nálægðar við reykjavík og umræðan um það að vatn verði tekið af vatnsmesta fossi landsins því engin verið... það tel ég afar óheppilegt. raunar er afstaða mín til þessara virkjana blendin. ég sé vissulega eftir urriðafossi og svo gera fleiri en ég viðurkenni engu að síður alveg hagkvæmni og umhverfisvænleik þess að nýta aflið í þjórsá á þessum stað. engu að síður vil ég að menn staldri við meðan þensla og ójafnvægi er jafn mikið í samfélaginu og raun ber vitni. ég hef heldur ekki sannfæringu fyrir því að þessar virkjanir séu réttlætanlegar ef ætlunin er að nýta orkuna fyrir enn frekari álversuppbyggingu á suðvesturhorninu. ef til vill eru þessar byggðavirkjanir þjórsár síðustu vatnsaflsvirkjanirnar á suðurlandi sem getur orðið sæmileg sátt um. ég tel þessvegna rétt að við stöldrum aðeins við og notum þetta tækifæri þegar brýnni og vænlegri hagsmunir kalla...

nú er það svo að vel má hugsa sér hluta þessarra virkjana án þess að ráðist sé í þær allar og þá er vel. ég skil vel afstöðu bænda sem sjá í þessu tækifæri til uppbyggingar og það er fjarri mér að tala gegn þeim hagsmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta fyrir komu

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 22:39

2 identicon

Sæll Bjarni, þetta er hún Gunna Tryggva alias Grasagudda. Mikið finnst mér leiðinlegt að hafa ekkert heyrt frá þér tímanlega um þennan útifund sem ég hefði gjarnan sótt, þ.e. ef að mér hefði verið sagt frá honum áður en hann byrjaði. Hitt finnst mér ósiður hjá þér að kalla umhverfissinna „öfgasinna“, öfgarnir urðu í flestum tilfellum réttlát reiði vegna þess að brotið hefur verið á lýðræðinu hvað eftir annað og ákvarðanir ekki verið teknar að ígrunduðu máli, hvað varðar stóriðju og stefnumörkun bak við tjöldin. Það er að hluta til sök þess sama Framsóknarflokks og þú vilt að verði í framvarðasveit umhverfissinna. Ég er sannfærð um að margir framsóknarmenn meina ákaflega vel en eru þó enn í baráttu gegn þeirri sömu náttúru og þeir hampa á tillidögum. En þetta er kannski að breytast og fundurinn í dag er vonandi merki þess.

Gunna Tryggva (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 19:06

3 identicon

Sæll Bjarni, þetta er hún Gunna Tryggva alias Grasagudda. Mikið finnst mér leiðinlegt að hafa ekkert heyrt frá þér tímanlega um þennan útifund sem ég hefði gjarnan sótt, þ.e. ef að mér hefði verið sagt frá honum áður en hann byrjaði. Hitt finnst mér ósiður hjá þér að kalla umhverfissinna „öfgasinna“, öfgarnir urðu í flestum tilfellum réttlát reiði vegna þess að brotið hefur verið á lýðræðinu hvað eftir annað og ákvarðanir ekki verið teknar að ígrunduðu máli, hvað varðar stóriðju og stefnumörkun bak við tjöldin. Það er að hluta til sök þess sama Framsóknarflokks og þú vilt að verði í framvarðasveit umhverfissinna. Ég er sannfærð um að margir framsóknarmenn meina ákaflega vel en eru þó enn í baráttu gegn þeirri sömu náttúru og þeir hampa á tillidögum. En þetta er kannski að breytast og fundurinn í dag er vonandi merki þess.

Gunna Tryggva (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 19:06

4 identicon

Sæll Bjarni

Komst ekki á fundinn í dag, en styð það, að eini foss okkar Flóamanna, sem er meira en metri á hæð, fái að halda sér. Hjó eftir einu, sem þú sagðir í sjónvarpsviðtali, að íslensk umhverfismál væru á villigötum og snerust fyrst og fremst um Kárahnjúka. Þetta er ekki allskostar rétt, en þetta er frasi, sem gjarnan heyrist úr herbúðum virkjanasinna.  Nægir að nefna nærri fjögurra áratuga baráttu fyrir Þjórsárverum.  Þó renna nú þegar um 40% af vatni, sem áður rann til veranna, í Kvíslaveitur og þaðan í virkjanakerfi Landsvirkjunar á Tungnaár-Þjórsársvæðinu.  Baráttan gegn virkjunum á Ölkelduhálsi og víðar á Hellisheiði, ásamt meðfylgjandi línum, fer harðnandi.  Sem formaður næst stærstu umhverfissamtaka landsins, langar mig að minna á nokkur mál, sem Fuglaverndarfélagið hefur komið að eða gert athugasemdir við á undanförnum árum.  Þetta er engan veginn tæmandi listi, heldur það sem kom uppí hugann í fljótu bragði: Í dag var kynntur úrskurður Umhverfisráðherra um vegarlagningu á Barðaströnd, sem ég og félag mitt gerðum athugasemdir við. Við gerðum einnig ítarlegar athugasemdir við vegarlagningu yfir Gilsfjörð á sínum tíma. Við höfum gert athugasemdir við uppfyllingar víða á Innnesjum, eins og í Arnarnesvogi, Gufunesi, Kópavogi, Hafnarfirði (Hvaleirlóni), svo og í Sandgerði og víðar.  Ekki er þessir staðir á hálendinu.  Byggð við Elliðavatn, byggð við Ástjörn við Hafnarfjörð, færsla Hringbrautar í Vatnsmýri, athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum mislægra gatnamóta Vesturlandsvegar, Víkurvegar og Reynisvatnsvegar, stíflugerð í Laxárdal í S-Þing, Villinganesvirkjun í Skagafirði … svo mætti lengi telja.  Mér sýnist meirihluti mála tengjast þéttbýlinu á Innnesjum og öðrum láglendum svæðum.  Við gerðum aftur á móti EKKI athugsemdir við Sultartangavirkjun, Vatnsfellsvirkjun í núverandi mynd, Búðarhálsvirkjun, Sigölduvirkjun … við erum ekki prinsipellt á móti virkjunum.  Loks tek ég undir orð Gunnu Tryggva hér á undan.Með kveðju, Jóhann Óli, Stokkseyri

Jóhann Óli (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband