Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Hátíđlegt og formlegt...

Ţá er ađ kveldi kominn fyrsti dagur minn sem sitjandi alţingismađur. Fyrsta ţingsetningardagurinn var í senn lćrdómsríkur og áhrifamikill. tingfl

Ţingsalurinn sjálfur er fornlegur og fallegur, stólarnir góđir og umhverfiđ er vel tvćvetrum sveitastrák úr Tungunum rafmagnađ af viti, mćlsku og skemmtilegheitum. Ţó svo ađ stjórnin sé illa valin. Síst mátti ţjóđin viđ ţví ađ skipa hćgri krötum í stjórn međ ómenguđu auđvaldinu og aldrei verđur Reykjavíkuríhaldiđ hćttulegra en í félagsskap međ krötum. En ég ćtlađi ekki ađ blogga hér um pólitík heldur lýsa tilfinningunni sem ţađ er ađ vera ţingmađur - nú á fyrsta degi.

Tala um ţingsalinn. Hann er ekki bara skemmtilegur. Hann er líka undarlega fjarlćgur öllu öđru međ sínum fyrirdregnu gluggum og líkt og virki í heiminum. Auđvitađ á ţetta ađ vera svona enda gengi illa ađ halda uppi vitrćnu ţingi inni á Hressingaskálanum. Formfestan, ţingverđirnir á ganginum, framandleiki hins upphafna og hátíđleiki í loftinu gera allt umhverfiđ fjarlćgt hinu raunverulega lífi, líkt og fréttastúdíó í sjónvarpi eđa flugstjórnarklefi í farţegavél. Ţađ er eins gott ađ gera sér ljóst ađ ţetta er ekki lífiđ, ţađ er utan viđ sal ţennan.

Auđvitađ var ég stressađur áđur en prósessían úr ţinghúsinu hófst og aftur ţegar kom ađ ţví ađ undirrita eiđstafinn sem hinn prúđmannlegi frćndi minn Helgi Bernódusson gekk međ millum okkar nýliđinna til undirskriftar. Á stundum fannst mér ţetta óraunverulegt og ađ ţetta skyldi vera ég, Laugarásvillingurinn gormćlti sem sćti hér á sjálfu Alţingi Íslendinga. En  einmitt ţá hugsun mun ég nota til ađ berja mig til ţeirrar vinnusemi ađ ég eigi möguleika á ađ standa undir vćntingum...

(Myndina hér ađ ofan tók vinur minn Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari á Morgunblađinu og vinnufélagi minn á Tímanum í gamla daga af okkur ţingflokki Framsóknar í dag, taliđ frá vinstri ég, Birkir J. Jónsson, Valgerđur Sverrisdóttir, Guđni Ágústsson, Siv Friđleifsdóttir, Magnús Stefánsson og Höskuldur Ţórhallsson. Myndina tók ég af vef Sivjar ţingflokksformanns.)


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband