Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Mađur bara lifir... - af óborganlegu viđtali

Ég er oft seinn, lćrđi til dćmis ekki ađ meta Guđberg Bergsson fyrr en á fimmtugsaldri og svo var ég líka seinn til ađ heyra viđtal sem var viđ sama höfund í Sjónvarpinu í Kiljunni fyrir viku. En ţetta er eitt ţađ albesta sjónvarpsviđtal sem ég hefi hlustađ á, ţađ má horfa á ţađ hér.

Guđbergur kom hér fram fyrir ţjóđ sína sem sambland af guđdómlegum sveitamanni og víđlesnum heimspekingi. Minnti mig á veseríinn mikla í lok Birtings í Voltaire í einfaldleika sinnar speki.

Ţegar Egill vildi veiđa upp úr honum svör viđ lífsgátunni kom svariđ svo blátt áfram,- mađur bara lifir. Og um kreppuna sagđist honum svo ađ ţađ ţyrfti engan ađ undra ađ ţessi ţjóđ lenti í slíku, ţjóđ sem aldrei hefđi lifađ međ sjálfri sér heldur í hálfa öld undir bandarískum her og slag í slag međ Sjálfstćđisflokkinn viđ stjórnvölinn. Ţetta er vitaskuld ekki orđrétt tilvitnun enda ćtlast ég til ađ lesendur hlusti á viđtaliđ sjálft ţar sem skáldiđ kvađ svo upp úr međ ađ ţađ eina sem einhver mynd er á í ţessu landi eru sjómenn og bćndur.


Lasinn og sćll...

Ţađ hljómar eins og bilun ađ njóta ţess ađ vera međ kvefpest enda góđ heilsa mikils virđi. En ţegar mađur er alla jafna svo sćll ađ búa ađ góđri heilsu getur einn dagur undir sćng í mátulegri vesöld veriđ hvíld frá erli dagsins.

Ég hefđi eiginlega átt ađ liggja í gćr en ţá var útgáfuteiti okkar Sigurđar fóts sem tókst afskaplega vel og var firna vel sótt. Kćrar ţakkir til ykkar allra sem mćttuđ. Í dag hefi ég svo legiđ undir sćng og lesiđ og dormađ.Ef mér tekst ađ liggja ţetta úr mér um helgina er ég sáttur, verra ađ ţurfa ađ liggja á mánudag... eiginlega afleitt.

Í ţessum heimi bókanna koma fyrir rangćskir hríshaldarar, örlyndar skaftfellskar konur, örvinglađir kvennamenn og gufuruglađar barflugur. Nú er ég farinn undir sćngina aftur...


Partý í Mál og menningu á Laugaveginum

Í tilefni af útkomu bókarinnar Sigurđar saga fóts er útgáfupartí í Mál og menningu á Laugavegi í Reykjavík. Ţađ hefst klukkan átta í kvöld. Megas mćtir ásamt Karítum Íslands og Hilmar Erni Agnarssyni. Höfundur (semsagt undirritađur) les úr bók sinni og gestir gamna sér. Allir velkomnir.

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband