Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Sjö plágur ferðaþjónustunnar

Við sem vinnum við ferðaþjónustu erum því vanastir að það sé fjölgun milli ára og sumir hafa miðað sínar fjárfestingar við það. Í slíku getur fækkun eins og sú sem núna verið mjög bagaleg og jafnvel riðið mönnum að fullu. Mér telst til að plágur okkar sem vinna í þessum geira séu samtals sjö þó að þrjár séu þar öðrum stærri.

1. Eldgos sem hræðir túrista frá landinu því þeir eru flestir heybrækur og vilja bíða þess að hraunið kólni.

2. Öskugos sem hamlar flugi. Bitnaði á ferðabændum í útlöndum líka.

3. Velmegunarflensa í hrossum svo landsmót er blásið af og fjöldi hættir við að koma.

4. Kreppa í Evrópu svo sumir þar komast ekki að heiman af annríki við mótmæli.

5. Málgleði forseta Íslands sem komst í útlensku blöðin út á það að Ísland væri alveg að springa í loft upp. Útlensku heybrækurnar settu flugmiðana sína í pappírstætara.

6. Heimsmeistarakeppni í boltavitleysu. Í stað þess að ferðast lúrir mannkynið framan við flatskjái og er með dýrahljóðum.

7.  Bankahrun, ESB og Jón Gnarr mynda samanlagt sjöundu pláguna. Fyrst frétti heimurinn að hér byggi þjóð sem kynni ekki á reiknivélar. Síðan fréttist að hér byggi geðsturluð þjóð sem sækir um að ganga í félög sem hún vill ekki ganga í. Þó útlendingar séu misjafnir eins og annað fólk veit þar hver maður að ekkert er eins óþolandi eins og þegar heimskt og geðsturlað fólk reynir að vera fyndið. 

Miðað við allt þetta er nú furðu vel sloppið að samdrátturinn sé ekki nema 10%. Líklega vegna þess að það eru jafnmörg atriði sem vinna með okkur þó að fæst séu mér eða þér að þakka!


mbl.is Gistinóttum fækkar um 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband