Bloggfćrslur mánađarins, mars 2011

Gott áttu Sturlungar

Er ađ lesa séra Gunnar Benediktsson ţar sem hann skrifar um Sturlungaöldina. Bókin heitir Ísland hefur jarl. Um ţennan tíma hafa margir skrifađ en kannski enginn af sömu skarpskyggni og Gunnar.

Ţađ vekur mig til umhugsunar ađ sumpart voru Ţórđur kakali og Gissur jarl öfundsverđir. Ţeir ţurftu ekki ađ fara um landiđ og halda fundi til ţess eins ađ sannfćra kotkarla um ágćti ţess ađ véla landiđ undir erlendan kóng.

En af sögunni er alveg ljóst ađ yfirstétt Sturlungaaldar gekk fram undir smömu rökum og beitt er af ESB sinnum í dag:

Íslendingar eru slíkur ribbalda lýđur ađ ţeir geta ekki stjórnađ sér sjálfir. Ţessvegna er betra ađ fá gott og göfugt fólk í útlöndum til ţess ađ friđa landiđ.

 

 


Hinn mikli sigur ađildarsinna ...

Síđan ég var gerđur ađ ráđuneytismublu hef ég mikils til lagt af ađ blogga um pólitík enda fer ţađ ekki vel viđ núverandi starf. Stundum get ég samt ekki stillt mig eins og ţegar ég heyri siguróp ESB ađildarsinna. Ţau byggja nú á ţví ađ örlítiđ fleiri eru jákvćđir fyrir ţví ađ ganga inn og ađ sama skapa fćrri jákvćđir fyrir fullveldi Íslands. 

Litlu verđur vöggur feginn. Myndin sem birt er fremst í nýjustu Gallup könnuninni segir meira en mörg orđ um ţennan sigur. En ţađ er gott ađ vakin er athygli á ţessu ţví vitaskuld verđa allir ađ halda vöku sinni í ţessum slag. Smelliđ á myndina til ađ fá hana skýrari.

3evropukonnun-feb2011_copy.jpg


Í ţriđja sćti á metsölulista

 

tn_dsc03986.jpg

 

Útivistarhandbókin Góđa ferđ er nú í ţriđja sćti á metsölulista Eymundsson verslana í flokki handbóka, frćđirita og ćvisagna. Ofan viđ hana eru ađeins Fátćkt fólk eftir Tryggva Emilsson og Sumarlandiđ eftir Guđmund Kristinsson. Semsagt Selfyssingar í tveimur toppsćtum en Elín Esther Magnúsdóttir björgunarsveitarkona er vitaskuld Selfyssingur.

 

Í lista yfir heildarsölu er bókin í áttunda sćti og ţetta er í fyrstu söluviku. Góđ byrjun hjá góđri bók. Á myndinni er útgefandinn međ höfundunum Helen og Elínu. 


Bókaveisla í Iđu á morgun

goda_ferdŢćr stöllur Elín og Helen kynna á morgun laugardag kl. 14-16 nýja bók sína Góđa ferđ, handbók um útivist. Sjá nánar um gripinn hér. Á stađnum verđa höfundarnir, trúbadúr sem syngur rútusöngva, flatkökur til nćringar, kakó, kaffi og kleinur. Semsagt sannkölluđ útilegustemning.

Góđa ferđ er handbók sem er ómissandi öllum sem ćtla ađ leggja fyrir ţvćling um íslenska náttúru, upplögđ í pakkann handa fermingarbarninu og ekki síđur fín fyrir afa sem er hćttur ađ vinna og ćtlar loksins ađ fara ađ hreyfa sig...

Ţađ er bókaútgáfan Sćmundur sem gefur bókina út.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband