Hvað eru Icesave-fylkingarnar margar?
1.3.2010 | 09:09
Umræðan um Icesave er í einhverri grunnfærni látin líta svo út að þetta sé deila milli Steingríms J. og allra hinna. En þannig er þetta ekki.
Við erum með þá sem vilja borga allt en bara gera það öðruvísi en Steingrímur og í þeim flokki eru stjórnarandstæðingarnir í þinginu og líklega Ingibjörg Sólrún. Hinsvegar erum við svo með Morgunblaðið og góða handfylli af bloggurum sem tala um að við eigum ekki að borga krónu því þetta séu skuldir óreiðumanna. Ég get tekið ofan fyrir þessum síðasttalda hóp en hann er eins og oft gerist um róttæka hópa ekki mjög raunsær eða sigurstranglegur!
Nú er mjög í tísku að segja - en nú er kominn svo miklu betri samningur að það munar öllu og það sýnir að gamli samningurinn hans Svavars var ómögulegur,- það munar heilli Kárahnjúkavirkjun á þessu tvennu segja þeir sem liprastir eru og lygnastir á reiknivélinni. Þetta sýni að við getum vel beygt Breta og Hollendinga!
Hinir sem ekki vilja vera síðri á takkaborðinu hampa því nú að þjóðin hafi tapað margfaldri þessari upphæð á töfum málsins og hafa nokkuð til síns máls - þó svo 75 milljarðar á dag sé þar nokkuð vel í lagt.
Ef þetta er ekki málþóf og sandkassaleikur, þá veit ég ekki hvað!
Lengsta málþóf Íslandssögunnar
28.2.2010 | 13:56
Nú reynir á hvort Icesavemálið er eitthvað annað og meira en lengsta og dýrasta málþóf Íslandssögunnar. Sá er munur á málþófi og málefnalegri pólitík að málþófi er aðeins ætlað að þvælast fyrir og tefja mál meðan sanngjörn stjórnmálaátök eru til þess að hafa áhrif á niðurstöðu mála.
Ef til væru þeir stjórnmálamenn sem héldu því fram að við ættum ekkert að borga þá væri hægt að tala um efnisleg pólitísk átök. Munurinn á afstöðu stjórnar- og stjórnarandstöðu í þessum efnum felst í tækifærum og aðstöðumuni manna til að slá pólitískar keilur. Það er augljóst að sá munur sem er á Steingrímssamningunum og þeim samningum sem nú er verið að kokka er sáralítill og mikið vafamál að hann réttlæti þá töf sem málþófið hefur valdið þjóðarbúinu.
Fyrirhugaðar kosningar eru svo hluti af þessu kostnaðarsama málþófi og öll sú peningasóun er til skammar á sama tíma og skorið er niður í bæði menningu og velferðarkerfi.
![]() |
Leynifundur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Father, father, look!
25.2.2010 | 21:52

Hvarvetna þar sem ég fór um Eþíópíu var ég ávarpaður með sama virðulega heitinu, father. Mest af börnum en þegar eldra fólk tók líka að tala svona sá ég að þetta gat ekki verið vegna þess að ég eða einhver mjög líkur mér hafi verið á þessu svæði áður. Þegar maður á að baki marga bjarmalandsför veit maður svosem aldrei en það rann sem sagt upp fyrir mér að hér var um virðingarheiti að ræða fremur en staðsetningu í fjölskyldu.
Innfæddir töldu mig, hæruskotinn hvítingjann, vera trúboða. Sonur minn fékk aldrei slíkt ávarp enda of ungur til að vera prestlærður.
Trúboð meðal Eþíópíumanna er reyndar með því ævintýralegasta í veraldarsögunni því bæði er að menn þessir hafa verið kristnir töluvert lengur en Evrópumenn og eru auk þess miklu heitari í trúnni en nokkur maður hér. Gunnar í Krossinum virkar jafnvel hófsamur andspænis þeim mönnum sem hrópa fagnaðarerindið úr hátölum kirkna sinna á nóttu sem degi.
Margir kristniboðanna, bæði þeir íslensku og aðrir, hafa unnið gott mannúðarstarf en það er engu að síður hluti af heimsvaldastefnu hvíta mannsins og hefur brotið niður fornan og merkan átrúnað. Eftir lifir með Eþíópíumönnum einn og einn siður hins gamla átrúnaðar eins og kaffiserimóníur þeirra vitna um. (Ljósm. EB af kaffibolla og greiðslu fyrir hann sem var víða einn birr eða jafngildi 10 króna íslenskra.)
Heim og heiðursmanna minnst
19.2.2010 | 10:17
Besti hluti hvers ferðalags er heimkoman. Ég var að vísu eftir mig þegar ég kom í fyrradag frá Afríku enda flugferðin í það heila yfir 22 tímar. Samt frekar þægileg og núna á eftir fer ég að sækja Egil sem náði vél sólarhring eftir mér og stoppaði dag í London. Sjálfur fór ég í gegnum Róm og Stokkhólm, allt á vegum dohop.is sem er tvímælalaust sterkasta leitarvél vefsins þegar kemur að flugfargjöldum.
Fljótt á litið finnst mér fátt hafa borið við hér heima þessar þrjár vikur sem ég var í burtu nema andlát tveggja stórmenna sem báðir voru mér kærir.
Annar er Sigsteinn Pálsson á Blikastöðum sem lést 104 ára nú í byrjun mánaðar. Hann var ömmubróðir konu minnar og frá Tungu í Fáskrúðsfirði sem lauslega kemur við sögu minnar eigin ættar. Sigsteini kynntist ég þegar ég átti við hann stutt blaðaviðtal 1986 um líkt leyti, en ég var þá sjálfur að stíga i vænginn við frænku hans, Elínu mína og hafði vitaskuld ekki orð á. Mér er í fersku minni afar skemmtilegt spjall við þau hjón Sigstein og Helgu konu hans á heimili þeirra á Blikastöðum.
Nokkrum dögum á undan Sigsteini fór Steingrímur Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra, hinn mætasti maður og vinur vina sinna. Vinátta okkar Steingríms hófst með kynnum okkar í stjórn Heimssýnar og var mér lærdómsrík og kær. Steingrímur var stjórnmálaforingi sem hélt um stýrið hjá sínum flokki og sinni þjóð af festu en samt með lipurð og mildi. Kannski varð okkur enn meiri eftirsjá að honum sem stjórnmálaforingja á sínum tíma vegna þess hvað þeir sem við tóku, bæði í Framsókn og við stjórn þjóðarskútunnar, höfðu allt annan og um margt óbilgjarnari stjórnunarstíl.
Blessuð sé minning heiðursmanna.
Borg í frumskóginum
12.2.2010 | 16:09
Eftir tíu daga skrölt um villta vestrið í Eþjópíu erum við feðgar nú komnir í borgina Bonga sem rís upp upp úr frumskóginum. Eða rís kannski ekki upp úr honum því húsin sem standa hér hæðadrögum allt um kring rísa ekki upp úr skóginum þó við sjáum hér af hótelsvölum í bárujárnsþök, brúnryðguð. En við sem gist höfum allskonar búllur smáþorpa erum komnir í splunkunýtt lúxushótel með heitri sturtu!
Landslagi hér er ekki hægt að lýsa í bloggi svo stórkostlegt er það en fyrir þá sem komið hafa til Úganda þá þolir þetta vel samjöfnuð. Mannlífinu, fátæku, nægjusömu og fallegu er ekki heldur ekki hægt að lýsa og þaðan af síður gististöðunum þannig að ég veit ekki hvað ég er að gera hér á lyklaborðinu. Í þessum litlu sveitaþorpum er vissulega siðmenning þó hreinlæti sé nokkuð frjálslegt og langan tíma aðlögunar þurfi til að venjast stöðum þeim þar sem menn hér ganga örinda sinna.
Einhverjir höfðu hér orð á að við síðasta blogg að heimska væri að telja fátækt fólk hamingjusamt og má rétt vera. Hamingja þessa fólks liggur ekki í fátæktinni heldur í fjölskyldusamheldni og léttleika tilverunnar. Hin felagslega firring og einangrun er ekki til. Fæstir hafa ennþá uppgötvað þá tegund lífsgæðakapphlaups sem við erum uppteknust af og láta þess í stað hverjum degi nægja sína þjáningu. Heima berum við gjarnan þjáningar heils lífs dag hvern.
En kannski er þetta rétt hjá Simma hér fyrr að ég sé í þessum viðhorfum líkastur gamaldags rómantískum komma og er þá ekki leiðum að líkjast.
I Addis
28.1.2010 | 18:11
Addis Abeba er ein thessara oborganlegu thridja heims borga. Thegar madur leidir hja ser skitinn og betlarana er borgin fyrst og fremst sudupottur af hamingjusomu fataeku folki sem segir sogur allan daginn. Thad selur og kaupir, 'etur og lifir i thusund falt meira fjori en vid sjaum nokkru sinni i okkar sterila vestraena lifi.
En Ethiopiumenn eru kannski ekkert mjog bokmenntalega sinnadir og bokabudirnar snaudar af andans efni. Thad var frekar ad eg fengi eitthvad spennandi hja fornbokasolum sem sumir ganga um goturnar med bokastafla afa sins og thar i bunkunum leyndust tvo sagnaskald her af stadnum, their Fikeremakos og Gudeta. Blogga um thad seinna hversu godir their eru.
Vid fedgar forum a morgun i vesturatt og verdum thar a tali vid baendur naestu vikurnar.
Lagdur af stad til Afriku
26.1.2010 | 15:15
Semsagt, langthrad ferd til Afriku er hafin. Tharf ad eyda 8 timum her a flugvellinum i Arlanda i Svithjod sem er samt of stuttur timi til ad eg nenni ofan i bae. Thad er ekki verra ad lesa og drekka kaffi her en hvar annarsstadar en oneitanlega eru flugvellir litid sjarmerandi.
Thad fyndnasta sem her hefur gerst i dag er ad medan eg vaetti pissuskalina heyrdi eg einhver koll innan ur einum klefanum og medan eg thvodi mer nadi kallarinn athygli minni, hann sat a dollunni og vantadi ad einhver retti honum pappir sem eg gerdi og hefi thar med gert godverk dagsins. Leid eins og miskunnsama Samverjanum hlytur ad hafa lidid thvi thad voru margir bunir ad ganga framhja aumingja manninum sem vaeldi ut um mjoa rifu a hurdinni!
Her kostar kaffibollinn 600 kronur og thad klingir i kaffisalanum gledi yfir blekkingunni ad thad maetti nu selja hann svona dyrt heima a Selfossi.
Er Selfoss í Biblíubeltinu?
25.1.2010 | 12:19
Sterkustu rökin fyrir því að hafa þjóðkirkju er að með því komumst við langt með að afstýra allskonar leiðinlegum kirkju- og trúardeilum sem oft og einatt skaða samfélög meira en nokkuð annað.
Ástandið hér á Selfossi er samt farið að minna skelfilega á bandaríska biblíubeltið og stundum dettur mér í hug að sóknarnefndin hér sé eftir hin kostulegu Gunnarsmál komin í þann vígaham sem ekkert fær stöðvað.
Valdabarátta og hugmyndir um að úthýsa vammlausum og góðum presti út úr Selfosskirkju er vitaskuld ekki sæmandi í stofnun eins og íslensku þjóðkirkjunni.
![]() |
Nýr prestur stýri og beri ábyrgð á kirkjustarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tekið í nefið af tilefni!
22.1.2010 | 13:21
Eftir að hafa keypt sína fyrstu íbúð á ævinni bauð Magnús sonur minn Guðmundi Pálssyni seljanda og bónda í Litlu-Sandvík í nefið og þar með höfðu þeir haldið upp á merk tímamót.
Þegar Magnús flutti að heiman fyrir þremur árum var hann þess fullviss um að íbúðaverð í landinu væri alltof hátt, leigði smátt og sparaði aurana til betri tíma. Nú í kreppunni stendur hann uppi sem hinn nægjusami og skynsami sigurvegari og innsiglar sigurinn á meðfylgjandi mynd.
Íbúðin sem Magnús keypti er í Ástjörn og nú taka við framkvæmdir þar innanhúss sem eru i öruggum höndum Hákonar Páls og hans manna hjá Selási. Við feðgar þökkum fasteignasölunni Remax fagleg og góð vinnubrögð og Guðmundi Pálssyni viðskiptin.
Semsagt, til hamingju Magnús.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2010 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Verður gengisfelling í boði ÓRG
19.1.2010 | 09:51
Daglega flytja fjölmiðlar okkur fréttir af því að ekkert gerist á fundum stjórnar- og stjórnarandstöðu um Icesave og það kemur þjóðinni vitaskuld stórlega á óvart!
Á sama tíma veikir vandræðagangurinn og vitleysan hér heima íslenskt hagkerfi dag frá degi og langlíklegast að innan skamms hrynji krónan um 20-30 prósent til viðbótar við það sem orðið er. Allt í boði Indefence og Ólafs Ragnars Grímssonar. Þar fjúka þá fúlgur miklu hærri en það sem deilt er um í Icesavemálinu sem allir nema Davíð eru sammála um að borga, bara ekki hinsegin heldur svona (eða var það svona en ekki hinsegin) ...
Farsinn heldur áfram og verður með hverjum degi fíflalegri á kostnað almennings og atvinnulífs sem á sínar skuldir og myntkörfur undir því að einhverntíma fari að rofa til á Íslandi. En nei, meðan mínir menn sitja ekki við kjötkatlana skal frekar svíða allt ofan í grunn, hugsar hin þröngsýna íhaldssál allra hreppa.