Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ESB farsinn og endurtekinn Steingrímur J.

... Lík þessu er ESB sápan og orðin flestum frekar leið. Makríllinn er stór leikandi en hann fer alltaf með sömu rulluna. Það gera svo hinir líka í sömu röð. Makríllinn sem er í blóra við ESB fluttur á Íslandsmið vekur upp hjá Brussel hugsun um að nú verði að hætta ESB viðræðunum því Íslendingar séu svo óþekkir. Það vekur upp Samfylkingarráðherra sem segja, nei og bera fyrir sig að þetta hafi nú verið sagt á útlensku og geti ekki verið svona í þýðingu. Stritast svo við að þegja um að til sé fiskur sem heitir makríll. Afneitunin sem að þessu sinni var leikin af Jóhönnu vekur upp forystu VG sem segir þetta gengur nú ekki en við skulum nú samt ekki gera neitt. - sjá nánar á Vinstri vaktinni, http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1230211/


Vondir eru Rússarnir ...

Rússar eru vitaskuld afar vont og smekklaust fólk að þeir skuli efast um ágæti þeirrar skipunar sem sjálft Evrópusambandið hefur komið upp. Í íslenska utanríkisráðuneytinu dytti engum annað eins í hug!
mbl.is Rússar banna búpening frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tómatavíkingar í stað útrásarvíkinga

Það kemur allaf maður í manns stað. Í stað útrásarvíkinga hafa Íslendingar nú eignast tómatavíkinga sem ætla að reisa tómatahús á Hellisheiði heldur stærra en þarf fyrir alla innanlandsframleiðslu. Bændablaðið fjallar um málið í dag, sjá hér (bls. 22) http://bondi.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5510 Það skín í gegnum alla þessa umfjöllun að það hefur enginn fulla trú á verkefninu og það er mjög líklegt til að setja alla gróðurhúsaframleiðslu í landinu í uppnám. En samt, því ekki að reyna ...


Vill Jóhanna slíta ESB viðræðunum!?

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um nýleg skilyrði ESB gætu bent til að forsætisráðherra vilji hætta við ESB innlimun Íslands. Miklu sennilegra er þó að þetta hafi verið ummæli sem ætluð eru til heimabrúks en áfram eigi Össur hinn breiði að bugta sig í Brussel. Sjá nánar á vinstri vaktinni.

Nöturleg byrjun á uppgjöri

Fangelsun Baldurs Guðlaugssonar er nöturleg byrjun á uppgjöri við hrunið. Tugir bankstera gengu um eins og efnahagslegir hryðjuverkamenn með kappa eins og Jón Ásgeir, Sigurð í Kaupþingi og Björgólfana fremsta í fylkingu.

Þó svo að Baldur Guðlaugsson sé ekki saklaus lögum samkvæmt er hann samt eins og kórdrengur við hliðina á þessum banksteraliði. Það er því nöturlegt að það skuli vera hann sem fer fyrstur bakvið lás og slá og það fyrir afbrot sem er svoldið erfitt að skilgreina sem illviljaðan ásetningsglæp.

Ef svo fer að hann einn fer í fangelsi þá hefur okkur mistekist að gera hrunið upp með sómasamlegum hætti.


mbl.is Baldur hefur hafið afplánun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómsumræðan staðfestir að mistökin lágu í einkavæðingunni

Það er mjög gott fyrir nauðsynlega hundahreinsun íslensku þjóðarinnar að Landsdómsmálið haldi áfram og sjálfur hef ég frekar trú á því að Geir verði sýknaður enda annað varla sanngjarnt. Vitnaleiðslur upplýsa okkur um mikilvæga hluti.

En það sem stendur upp úr í fréttum af málinu og ég hygg að verði niðurstaða málsins er að árin 2007 og 2008 var ekkert hægt að gera sem neinu máli skipti. Mistökin sem leiddu okkur í ógöngurnar voru einkanlega að við gerðumst aðilar að EES. Vegna EES samningsins urðum við nauðugir viljugir að einkavæða bankana.

Pólitísk helmingaskiptaregla við einkavæðingu bankanna var auðvitað ekki til að bæta málið en skipti engu verulegu. Íslandsbersar hafa alltaf verið eins og opinbera sig í dag í Þjóðmenningarhúsinu.


mbl.is „Geir var skynsamur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarleg samkoma

Endurteknar samkomur hins misheppnaða stjórnlagaþings eru ekki til þess fallnar að fylla Íslendinga stolti eða gleði. Og það er ekki stjórnlagaþingsfulltrúum að kenna, það er ekki við þá að sakast þó að kosning þeirra hafi verið ólögmæt eða að stjórnvöld hafi skrópast frá því að halda nýja kosningu. (Síðan er bannað að kalla þing þetta þing og á að kalla það ráð en brotavilji bloggara er hér mjög einbeittur enda bauð sig enginn fram til setu í stjórnlagaráði sem er bastarður.)

Ómar Ragnarsson orðar það ágætlega í viðtali við Morgunblaðið að auðvitað stendur stjórnlagaþing við sína tillögu:

Við teljum eftir sem áður að okkar tillaga frá því í fyrra standi, hún er það eina sem stjórnlagaráð hefur formlega, heilt og skýrt, afgreitt og þessi yfirferð okkar núna hefur ekki leitt í ljós að það sé neinn svo alvarlegur ágalli á þeirri stjórnarskrá að það sé ekki hægt að samþykkja hana.  

Staðreyndin er auðvitað að ef Alþingi vill breyta tillögunum þá verður þingmeirihlutinn að gera það á eigin ábyrgð. Eðlilegast er að almenningur fái einfaldlega að kjósa um þessar tillögur í heild og ómengaðar eins og þær koma frá hinum (ólöglega) kjörnu stjórnlagaþingsfulltrúum. 


mbl.is Stjórnlagaráð lýkur störfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflaleg mannvíg

Tölvuleikur Bandaríkjamanna í Waziristan er eitt fíflalegasta og aumingjalegasta stríð sem háð hefur verið í veraldarsögunni.

Tölvuleikur því engir bandarískir hermenn koma hér á vettvang heldur bara tölvumenn á fínum kontór sem stýra mannlausum flaugum.

Fíflalegur því að Bandaríkjamenn eru að drepa fákæna og einangraða sveitamenn í Pakistan til þess að sýnast í baráttu við hryðjuverk í heiminum.

Það er aðeins tímaspursmál hvenær litið verður á ítrekuð mannvíg heimsveldisins sem stríð við Pakistan.


mbl.is Átta vígamenn féllu í loftárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Asnalegt mútufé

Það er komið úr móð að ráðast inn í ríki með skriðdrekum. Lengst af mannkynssögunni hafa asnar klyfjaðir gulli enda verið drýgri til hernaðar en berserkir. Gamalt máltæki segir að enginn borgarmúr standist skepnu þessa sem getur þannig brotið lönd og þjóðir undir eiganda sinn.

Þess eru vitaskuld dæmi í mannkynssögunni að einn og einn soldán eða prins væri of stoltur, skynsamur eða heiðarlegur til að láta kaupa sig. En í nútíma lýðræði er ekkert slikt fyrir hendi. Peningar kaupa vilja almennings eins og ekkert sé og sannaðist rækilega hér á árunum fyrir hrun þegar þingmenn og flokkar komust til áhrifa og valda í boði Baugs og bankadrengja.

Tæknileg útfærsla er það eina sem breytist frá einni öld til annarrar. Í stað þess að sendiboðar séu nú með hinn klyfjaða asna við borgarhlið eru sett uppar skrifstofur og sendimenn mæta með gylliboð á fundi. Sett eru á störf sem kostuð eru af sjoðum sem heita fallegum skammstöfunum. Lofað er risafyrirtækjunum svo sem tómatahúsi suður með sjó einn daginn og stofnun um byggðaþróun ofan í Kötlu þann næsta. 

Verknaðurinn er sá sami og forðum þó að það séu ekki asnar heldur menn og vírþræðir bankanna sem bera gullið sem kaupir lýðræðið. Og þegar þeir sem hafa tekið að sér hlutverk asnanna tala um að aðildarferlið sé allt í þágu lýðræðis þá er þetta allt orðið svolítið asnalegt.

PS: Takk fyrir góða grein Frosti!


mbl.is Frosti Sigurjónsson: Peningar og lýðræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háðung

Háðung Jóns Ásgeirs í þessu máli er mikil og hann vekur hér sjálfur athygli á því að hann er dæmdur maður.

Þetta er farsi eins og þar sem maður er sýknaður af ákæru um stuld á þeirri forsendu að hann sé reyndar atvinnuþjófur.

Tilvist Jóns Ásgeirs er síðan háðung fyrir Björn Bjarnason og alla hans samverkamenn hans sem bjuggu til draumaland Íslandsbersanna. 


mbl.is „Dómurinn kom mjög á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband