Dapurleg vitleysa og óheillaverk útrásarflokka og útrásarforseta!

Ég hef hingað til litið svo að kosningaþátttaka sé borgaraleg skylda en ef það á að kjósa um Icesave er ég ekki viss með að mæta. Best væri að stjórnin drægi lögin til baka og semdi ný í kompaníi við stjórnarandstöðuna.

Icesave-samningarnir verða aldrei neitt annað en nauðasamningar sem stórveldi þvinga okkur til að gera og geta aldrei orðið ásættanlegir. En ef efnahagsþvinganir, ruslflokkur í lánafyrirgreiðslu og fleira slíkt meirihluta þjóðarinnar til að segja já í kosningum þá er óheillaverk Ólafs Ragnars Grímssonar og bankaflokkanna fullkomið. Segi þjóðin nei veit svosem enginn hversu lengi vont getur versnað.

Við innheimtu og endurupptöku málsins á friðvænlegri tímum getur það orðið Bretum og Hollendingum ótrúlega dýrmætt vopn að geta sagt; hvað eruðið að væla, þjóðin sjálf samþykkti þessa samninga...


mbl.is Gylfi: Stjórnin frá ef Icesave fellur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni minn!! Ekki hélt ég þin neinn veifarskjatta en lengi má manninn reyna.

við segjum NEI og fylkjumst til kosninga og kjósum af höndum okkar þessi snefilmenni sem nú fara með völd.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 8.1.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Mikið er ég oft ósammála þér eftir að þú gekkst í kratavinafélagið.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 11:53

3 Smámynd: Ólafur Als

Þessari ríkisstjórn býðst einstakt tækifæri til þess að sameina Alþingi og þjóðina í hagsmunagæslu á erlendum vettvangi. Svo virðist sem henni séu allar bjargir bannaðar í þessu máli, og ekki hjálpar yfirlýsing viðskiptaráðherra. Það er vont fyrir hagsmuni okkar allra. Bjarni, ef þetta mál fer alla leið, þá fyrir alla muni réttum ekki vopnin í hendur Hollendingum og Bretum - það yrði versta niðurstaða málsins fyrir okkur öll.

Ólafur Als, 8.1.2010 kl. 12:01

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

seint geng ég í kratavinafélög kæri axel en nafni minn miðbæjaríhaldið hittir naglann á höfuðið, þetta snýst bara um það hver situr í stjórnarráðinu. ef það á að verða skilgreiningin að allir sem ekki ljá taumlausum öfgum og vitleysu rödd sína séu einhverjir evrópukratar þá er illa komið vitrænni umræðu í landinu. sjálfur mun ég hér eftir fylgja eigin sannfæringu alveg burtséð frá því hverjum líkar minn málflutningur og hverjum líkar hann alls ekki!

Bjarni Harðarson, 8.1.2010 kl. 12:31

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Seint mun ég kalla þig evrópukrata Bjarni minn, en þú verður að viðurkenna að bestu vinir kratana í dag eru margir VG-liðar.  Gatt að sjá að hægt sé að koma blóðinu á smá hreyfingu hjá þér.

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 12:39

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir glæsilega frammistöðu forseta Íslands í breska sjónvarpinu hefur vaknað umræðu meðal Breta um hversu ósanngjörn framkoma þeirra er gagnvart Íslendingum.
Bretar neituðu sjálfir að greiða innistæður Bank of Scotland á eynni Mön, þar sem það væri ekki bresk lögsaga. Í öðru lagi hirtu Bretar sjálfir fjármagnstekjuskatt af Icesave i Bretlandi en ekki Íslendingar. Bretar beittu einmitt þessum sömu rökum gegn Mön!!!

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 12:46

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Úps!

Fyrirgefðu Bjarni ég ætlaði ekki að hafa stafina svona stóra en það komst einhver umskiptingur í tölvuna mína, þeir geta verið gráglettnir eins og við vitum.

Sigurður Þórðarson, 8.1.2010 kl. 12:48

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála túlkun Bjarna á því að Íslenskur almenningur verður notaður sem skálkaskjól í framtíðar pólitísku þrasi á hvorn veginn sem atkvæðin falla.

Stjórnarandstaðan ætlaði aldrei að fara svona langt með málið og var farin að sætta sig við að geta sagt að ríkisstjórnin sæti alein uppi með vonda niðurstöðu og Svarta-Pétur á hendi. Það var jafn mikið reiðarlag fyrir stjórnarandstöðuflokkana að þetta mál skildi sett í þjóðaratkvæði. Það þýðir ekki að þræta fyrir það.

Einnig held ég að þeir sem eru andstæðingar ESB hefðu átt að verða fegnir því að þessi samningur kæmi sem bakreikningur í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. En ef þjóðin verður búin að fá útrás þegar í næsta mánuði verður kannski ESB samningurinn ekki lengur nothæfur blóri að benda á. Þá gæti vondu spárnar um afleiðingar höfnunar orðið til að senda meirihluta landsmanna í fang Evrópusinna.

Ef ég væri á móti ESB sem ég er náttúrulega ekki. Þá sæi ég málin í þessu ljósi.

Gísli Ingvarsson, 8.1.2010 kl. 15:17

9 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Bjarni, þjóðin á fylkjast á kjörstað og fella þessi árans lög! þar með stöndum við með pálmann í höndunum ef til þess kemur að semja einn ganginn enn.

Heimsbyggðin er að snúast á sveif með okkur.

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 8.1.2010 kl. 17:16

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ert eins og nesjamenn forðum, sem aldrei litu glaðan dag og sögðu ávallt ef menn hófu væntingar sínar um of að þetta færi allt illa, sama á hvorn veginn það færi.  Nú eða vestfirsku kotbændurnir sem pírðu augun út um kotskjáinn á sólbjartann daginn og sögðu: "Þetta á nú eftir að hefna sín."

Þú ert uppi þrem öldum of seint, held ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.1.2010 kl. 19:54

11 identicon

Satt best að segja Bjarni, skil ég ekki hvernig fólk þú dregur að þér í athugasemdakerfið hjá þér. Þessi Axel er auðvitað sér á parti og sér allt sem Evrópudaður sem er ekki öfgafull og þvermóðskufull afneitun á því að Evrópusambandið sé yfir höfuð til. Auðvitað er ekki hægt að horfa fram hjá því að 30 til 40 prósent þjóðarinnar hefur hug á því að ganga þar inn, því miður, en það er bara staðan.

Þessi Bjarni Kjartansson er auðvitað öfgamaður og hefur ætíð verð þekktur sem slíkur, fyrir honum er þetta augljóslega kjör um það eitt að fella ríkisstjórnina. 

Og svo koma þeir hver á eftir öðrum með einvherja órökstudda útúrsnúninga og upphrópanir. Persónulega myndi ég ekki nenna að hafa athugasemdakerfi opið við bloggið ef ég væri þú, en lengi má þolinmóðan mann reyna. 

Annars er ég að mestu sammála þér, málið er komið á það stig að lýðskrum stjórnarandstöðunnar er farið að kosta okkur, kosta okkur verulega.

Erlendis er orðinn til frasinn "never trust an Icelander" og án þess að fara dýpra í einhverjar meðaumkunarraddir sem taka upp málstað okkar erlendis og hér snýst orðið öll umræðan um, að þá held ég að frasinn eigi eftir að verða langlífur og það megum við þakka forseta vorum Ólafi Ragnari alfarið fyrir. 

Þór J. (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:24

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki ertu Jóhannesson Þór?

Axel Þór Kolbeinsson, 8.1.2010 kl. 22:41

13 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Forsetinn vor Ólafur Ragnar Grímsson er búinn að gera meira gagn fyrir þjóðina á þremur dögum heldur en ríkisstjórnin á Heilu ári!
Hann talaði viðmælandann í kaf á BBC og varpaði réttlátu ljósi á þá kúgun og yfirgang sem við höfum orðið fyrir af hálfu Breta og Hollendinga í þessum svokölluðu samningaviðræðum.

Í hvert skipti sem Jóhanna opnar munninn þá er hún með grátstafinn í kverkunum og talar allt niður.  Hún getur engann veginn tjáð sig fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grund þar sem hún er lítt fær í að tala ensku svo skammlaust sé.   Hún er engann veginn það sameiningarafl sem ísland þarf á að halda núna, heldur þver-öfugt.

Það er búið að vera hátíð hjá Steingrími síðasta árið í "skúringunum".  "Þetta er allt ljóta fólkinu að kenna í hinum flokkunum og við verðum að borga allt".   Það virðist að það sé hagmunir hans að allt fari á ennþá verri veg en þarf að vera. "Ég sagði ykkur það"

Núna þurfum við að sameinast um að fella þessa vitleysu og semja á nýjum nótum.

mbl.is LaRouche stoltur af forseta Íslands Ég held við megum öll vera stolt.

Jón Á Grétarsson, 8.1.2010 kl. 23:06

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þarna er einkum tvennt athyglisvert í pistlinum.

Í fyrsta lagi hvort samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu breiti einhverju í lagalegri stöðu og "Við innheimtu og endurupptöku málsins á friðvænlegri tímum getur það orðið Bretum og Hollendingum ótrúlega dýrmætt vopn.."   Veit ekki, kannski dettur manni helst í hug hugsanleg upptaka seinna fyrir dómsstólum.  Þ.e. af því að í núverandi samningi er bókað sérstaklega að Ísland viðurkenni eigi lagalega skyldu etc  (Hef reyndar aldrei skilið það upplegg)  og hvort samþykkt í þjóðaratkvæði dragi ekki úr styrk bókunarinnar í samningnum.  Að mínu mati er það samt svo óvéfengjanlegt að laglega er ísland skuldbundið að greiða lágmarki að í sjálfu sér skiptir það eigi máli.

Í annan stað er vangaveltan um hvort:  "Best væri að stjórnin drægi lögin til baka og semdi ný í kompaníi við stjórnarandstöðuna."

En hvað með B&H ?  Verður ekki að vita hvað þeir hafa um efnið að segja ?

Eg er bara ekkert viss um að það sé stemming hjá B&H fyrir einhverjum fíflagangi.  Eg er ekkert viss um það.

Sko, heldur fólk að Bretar,  þ.e.a.s. stjórnkerfið eða sá hluti þess sem sér og hefur séð um þetta mál, samningagerð og allan ferilinn o.s.frv - að þeir viti ekki að það er pólitískur skrípaleikur í gangi á Íslandi þessu máli viðvíkjandi ?

Auðvitað vita þeir það alveg !  Bretar ?  Jú eg hefði nú haldið það.

Það sem mér nefnilega sýnist er, að þessi ótrúlega vanhugsaði gjörningur forseta - sé búinn að koma málinu í alveg þvílíka klúðrið.  Og bílíf mí:  Þegar sagt er klúður, þá snýr það að íslandi.

En sjáum til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.1.2010 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband