Amerískur dollari og kínversk skiptistöð

Amerískur dollari og kínversk skiptistöð geta orðið Suðurnesjum og Íslandi öllu lyftistöng í efnahagslífinu á allra næstu árum. Til þess að svo verði þarf landið á alþjóðlegri víðsýni í stjórnmálum í stað evrópskrar þröngsýni. Fyrst nokkur orð um skiptistöðina en raunar eru mál þessi þó samfléttuð.

 

Keflavíkurflugvöllur hefur vaxið gríðarlega á allra síðustu árum sem skiptistöð fyrir flug milli Ameríku og Evrópu. Með sömu þróun í samgöngum er enginn vafi á að sú starfssemi á enn eftir að vaxa. Um nokkurt skeið hafa íslenskir athafnamenn unnið að hugmyndum um sambærilega uppbyggingu skiptistöðvar á Íslandi fyrir flug milli Asíu og Ameríku. Ef af verður getur það haft í för með sér margföldun á þeirri uppbyggingu sem þegar er hafin. Mikilvægt er að stjórnvöld taki þróun sem þessari opnum örmum.

Mikil umræða er nú um veika stöðu íslensku krónunnar en fullsnemmt er þó fyrir Íslendinga að gefa út dánarvottorð hennar starx. En það er margt sem bendir til að gjaldmiðlum í heiminum muni fækka verulega á næstu árum og áratugum. Það fylgja því vissulega miklir kostir að eiga eigin gjaldmiðil til hagstjórnar en í þessum efnum verðum við vissulega að fylgja alþjóðlegri þróun. Ef við hverfum frá útgáfu krónunnar skiptir miklu að vanda val okkar við upptöku á nýjum gjaldmiðli.

Svokallaðir Evrópusinnar leggjast nú hart á þá sveif að okkur beri að taka upp evru og vilja um leið nota það sem fyrsta skref þess að ganga inn í Evrópusambandið. Ég held að evruupptaka væri afar misráðin. Bæði er uppdráttarsýki ríkjandi á myntsvæði evrunnar og Evrópusambandið er eina aflið sem sælist markvisst eftir því að mylja undir sig íslenskt sjálfstæði, m.a. í sókn eftir íslenskum fiskimiðum. Íslendingum hefur vegnað vel sem sjálfstæðri þjóð, bæði í efnahagslegum og menningarlegum efnum. Það sama verður ekki sagt um þjóðir þær sem gengið hafa evrópusamrunanum á hönd. Allir sem fylgjast með vita að Evrópusambandssvæðið er eitt lakasta vaxtarsvæði heims um þessar mundir og engin teikn á lofti um breytingar í þeim efnum.

Lengi stóð íslensku sjálfstæði nokkur ógn af Bandarískum ítökum en þeir tímar eru nú að baki. Það eru því töluverðar líkur á að sjálfræði íslensku þjóðarinnar stæði vel af sér gagnkvæma samninga milli Íslands og Bandaríkjanna um dollarann. Best væri ef hægt yrði að taka þessi skref í nokkrum áföngum. Um leið væri Ísland orðið að evrópsku hliði amerískra fjárfesta inn í Evrópu og jafnvel EES svæðið ef það lifir þá.

Við hlið hins ört vaxandi alþjóðaflugvallar á Miðnesheiðinni eiga Íslendingar nú heilt þorp sem hefð er fyrir að sé Amerískt frísvæði í íslensku viðskiptalífi. Upptaka dollarans hér á landi í áföngum gæti orðið til að þetta frísvæði sem áður hýsti fremur óskemmtilegan varning amerískra dáta yrði að gróandi miðstöð viðskipta og tækifæra milli hinnar gömlu Evrópu og Ameríku. Alþjóðleg skiptistöð Asíuland á sama svæði gæti svo lyft þessu sama svæði svo um munar.

Höfundur býður sig fram til setu í annað sæti á lista Framsóknarflokksins á Suðurlandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styð þetta, gaman að heyra e-n think outside the box. Verst að það eru svo miklir ameríkufordómar á Íslandi að ég sé þetta varla gerast með dollarann..

Rakel (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 15:52

2 identicon

Ja gamli sveitungi gott ad sja tig komin i frambod i Sudurkjordaemi, to svo eg geti nu ekki kosid tig tar sem eg by i Englandi og her er sem betur fer enginn Framsoknarflokkur. En eg myndi ekki hika vid ad kjosa tig a Islandi, to svo ad mjog langt se sidan eg kaus Framsokn, ta myndi eg neidast til tess ef eg byggi nu i Sudurkjordaemi med tig i frambodi. Tu ert eins og alvoru Framsoknarmadur og svoleidis menn tarf Flokkurinn a ad halda ef hann a ekki endanlega ad deyja drottni sinum eftir herleidingu og veglaeysur HA. Gott hja ter ad berja adeins a vitleysuni og bullinu i tessum Evropusambandssinnum. Tessum vesaela song teirra. EVRO Island hvenaer kemur tu ! Tangad hofum vid ekkert ad gera Bjarni minn tetta er "hond daudans"  Eins og farlama risaedla sem bidur tess eins ad deyja ut. Tetta skrifraedis apparat tjonar ekki folkinu eda lydraedinu, tverofugt,  tetta tjonar adeins sjalfu ser og skriffinnunum i Brussel sem fitna eins og pukar a fjosbitanum. Hafdu tetta hugfast Bjarni minn og reyndu nu ad koma Flokknum utur tessu feigdarflani sem hann hefur verid i. Kaer kvedja Gunnlaugur Ingvarsson 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 17:33

3 identicon

Það er nú enn ógáfulegra að hugsa sér að taka upp dollarann þegar asíulöndin eru að flytja sig yfir í Evruna frá dollaranum.

Gulli (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Þarf yfirleitt að vera að "taka eitthvað upp"?

Synd og skömm að G.I. skuli vera í útlöndum. 

Helga R. Einarsdóttir, 14.1.2007 kl. 22:23

5 identicon

Þetta með skiptistöðina er nú nokkuð gömul hugmynd.

 Bróðir minn heitinn, sem var með rútufyrirtæki, ásamt og með góðum tengslum við kínverska sendiráðið á þeim tíma, þegar herra Wang var í stöðu sendiherra.

 Allt var til reiðu hjá kínverskum yfirvöldum, hvað varðai leyfi og allan vilja.  Þarna stóð auðvitað á gleypiganginum í Flugleiðum og tengdum fyrirtækjum þess tíma.  (1995)  Einnig voru þau dekurdýr, sem síðar fengu banka (KGB bankann) nokkuð að lykta af þessu, því var allt sett í salt, svo djúpt, að ekki hefur sú stæða enn verið rifin.

Flest sem Framsókn kemur að, hefur annaðhvort dáið (hinn sjálfstæði bóndi) eða verið öðrum gefið (Samvinnutryggingar, Brunabót ogfl ofl.

Nei minn ágæti Bjarni, hvurgi er það þjóðþrif, að fá Framsókn nokkur völd eða ítök, þar er sem skrattinn sjálfur krækti kló sinni í æsar eftir skanka, klóin sleppir ekki.

Með ósk um gott gengi í prófkjöri.

Bjarni K

Bjarni Kjartansson (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 15:31

6 identicon

Er þetta tal um að taka upp einhvern einn útlendan gjaldmiðil ekki dauðans vitleysa? Væri ekki nær að liðka enn meira fyrir að fyrirtæki og einstaklingar geti notað hvern þann gjaldmiðil sem þau kjósa. Nú þegar gera um 100 íslensk fyrirtæki upp í dölum og um 50 í evrum. Ef þetta fær að þróast frjálst þá kemur bara í ljós hvað menn vilja nota krónuna mikið. Þá getur jafnvel farið svo að hér verði gerðir kjarasamningar í þorskígildistonnum, álnum vaðmáls, únsum af gulli eða japönskum jenum og hvað með það.

Það er einhver samfylkingar- og evrópukrataleg skipulags og- samræmingarárátta á bak við þetta tal um að taka upp einn útlendan gjaldmiðil fyrir öll viðskipti í landinu.

Atli Harðarson (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband