Hvað eru Icesave-fylkingarnar margar?

Umræðan um Icesave er í einhverri grunnfærni látin líta svo út að þetta sé deila milli Steingríms J. og allra hinna. En þannig er þetta ekki.

Við erum með þá sem vilja borga allt en bara gera það öðruvísi en Steingrímur og í þeim flokki eru stjórnarandstæðingarnir í þinginu og líklega Ingibjörg Sólrún. Hinsvegar erum við svo með Morgunblaðið og góða handfylli af bloggurum sem tala um að við eigum ekki að borga krónu því þetta séu skuldir óreiðumanna. Ég get tekið ofan fyrir þessum síðasttalda hóp en hann er eins og oft gerist um róttæka hópa ekki mjög raunsær eða sigurstranglegur!

Nú er mjög í tísku að segja - en nú er kominn svo miklu betri samningur að það munar öllu og það sýnir að gamli samningurinn hans Svavars var ómögulegur,- það munar heilli Kárahnjúkavirkjun á þessu tvennu segja þeir sem liprastir eru og lygnastir á reiknivélinni. Þetta sýni að við getum vel beygt Breta og Hollendinga!

Hinir sem ekki vilja vera síðri á takkaborðinu hampa því nú að þjóðin hafi tapað margfaldri þessari upphæð á töfum málsins og hafa nokkuð til síns máls - þó svo 75 milljarðar á dag sé þar nokkuð vel í lagt.

Ef þetta er ekki málþóf og sandkassaleikur, þá veit ég ekki hvað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvaða bull er þetta í þér Bjarni? Ég hafði nú meiri trú á þér en þetta.   Með því að lesa á milli línanna gat ég ekki betur séð en að þú værir með hina fullkomnu lausn á Ices(L)ave deilunni, HVER ER HÚN?????

Jóhann Elíasson, 1.3.2010 kl. 10:22

2 identicon

http://halsor.spaces.live.com/blog/cns!2B9E445CD6E1D561!3057.entry?&_c02_vws=1

Vingjarnleg kveðja. 

Sigurður Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 13:50

3 identicon

Bjarni minn,

Við borgum ekki krónu af þessu, það væru gríðarleg mistök sem við myndum gjalda fyrir um aldur og æfi. Þetta eru yfirgangsseggir og ef við viljum meira af slíku þá er nóg til.

Segjum stopp.

sandkassi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 15:32

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni sóttirðu þessa speki í þinni ferð erlendis eða hvað???,með hverjum stendur kall/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.3.2010 kl. 20:40

5 identicon

Hér kemur hver öfgavillingurinn af hægrivængnum og gerir lítið úr afskaplega góðu og hlutlausu bloggi Bjarna. Alveg er það dæmigert þessum öfgageðsjúklingum. Þetta er umræðan sem þeir kjósa því um leið og menn fara að tala að viti þá hrynur allt yfir hausinn á þeim og Das Fuherr Oddsyni.

Geirharður ungi (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 22:12

6 Smámynd: Snorri Hansson

Bjarni,það er allt í lagi að ganga úr flokki og í annan. En það er óþarfi að skipta um heila.

Þessi málflutningur hjá þér uppá síðkastið er hreint út sagt ömurlegur.

Snorri Hansson, 1.3.2010 kl. 23:29

7 identicon

Getur verið að þessi póstur hafi farið óvart inna á bloggið hjá þér Bjarni, eins og pósturinn forðum daga?

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 00:23

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í rauninni er alveg réttnefni að kalla efnið "Lengsta málþóf sögunnar"

Mætti líka segja dýrasta málþóf sögunnar og/eða lengsta og dýrasta málþóf sögunnar.

Annars mundi eg etv. gera athugasemd við eitt í pistlinum.

Að sagt er að öll stjórnarandsstaðan vilji borga- en bara einhvernveginn öðruvísi o.s.frv.

Veit ekki, stundum er ekki hægt annað en skilja  Sigmund og  Birgittu en sem svo,að þau vilji ekkert borga - eða að borgað sé með þeim hætti að það jafngildir því að ekki er verið að axla alþjóðlegar skulbindingar landsins og talað þannig að ekkert lán sé  tekið og þ.a.l. engir vextir.

Fólk skal bara hlusta á Sigmnd í Speglinum  síðasta kvöld.

Það sem hefur alltaf vantað í þetta lengsta málþóf sögunnar er að gengið væri á td sigmund og birgittu og fleiri.  þ.e hvað nákvæmlega þau eru að fara og stofnanir og menn sem um véla skýri útafhverju hitt og þetta er ekkert einfalt.  Td. afhverju ísland getur ekki bara fengið forgang í eignir bankans með sínar 20.000 evrur o.s.frv.

Fjölmiðlar og frétamenn eru alveg linir í viðkomandi máli - enda etv skiljanlega, því samstundis og haldiðer uppi raunsæi í máli þessu er viðkomandi orðinn óvinur landsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.3.2010 kl. 01:01

9 identicon

Bíddu nú hægur,

Auðvitað eigum við ekki að borga krónu af þessu, "skuldbindingar"?

Það er í samræmi við okkar skuldbindingar, sem eru engar, hvorki lagalega né siðferðislega.

Af hverju vilja menn borga lausnargjald? Þóknun fyrir að losna undan kúgurum og heimsveldissinnum.

Evrópusambandið er okkar viðsemjandi í þessu máli og þetta er bara byrjunin á þeirra viðskiptum við okkur. Þið verðið að standa í lappirnar.

Við borgum ekki krónu.

sandkassi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 01:21

10 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Góður punktur Bjarni. Hæsta boð sem ég hef séð hér á bloginu eru 950 milljarðar vegna Icesave. Ísland hefur verið haldið í gíslingu af hrunaflokkunum vegna þessa máls og fjarstæðu kenndar ýkjur eru fastur liður hjá þeim herramönnum.

Það fara væntanlega margir mánuðir í viðbót við þá 12 sem komnir eru með tilheyrandi kostnaði. Það hefði þurft sópa þessu máli í burtu strax eftir hrun. Það sem er vitlausara en allt í málfluttningi hrunamanna er að við getum sagt samningnum upp árið 2017(samvæmt Icesave 2) áður en fyrsta greiðsla Íslenska ríkisins er greidd og krafist nýrra samninga eða vælt okkur undan tryggingarábyrgðinni. Sorterað öll hin málin á meðan, mörg hver miklu stærri en Icesave.

Andrés Kristjánsson, 2.3.2010 kl. 03:38

11 identicon

Ég setti mig í samband við ágætt þjónustuver ykkar í dag. Fyrirspurn mín var hvort ég gæti flutt lífeyrisréttindi mín frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna til Söfnunarsjóðs Lífeyrisréttinda sem ég greiði nú í. Því miður er ekki gert ráð fyrir slíkum tilfærslum. Því skrifa ég ykkur þetta bréf.

mcitp certification (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:27

12 identicon

Tilefni vangaveltna minna varðandi lífeyrissjóðsréttindi mín eru tvö atvik. Annarsvegar sú siðblinda sem Gunnar Páll Pálsson formaður sjóðsins hefur sýnt í starfi sínu sem fulltrúi lífeyrissjóðsins í stjórn hlutafélagsins Kaupþings sáluga. Hvað ég vísa þar í ætti öllum læsum og heyrandi að vera ljóst.

mcse (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:28

13 identicon

Hitt atvikið sem vakti með mér reiði var svo þegar stjórn VR ákvað að lýsa umsvifalaust yfir stuðningi við Gunnar. Hvar í lögum um félagastjórnir stendur að verkefni meðstjórnenda sé að verja formann?

mcse 2003 (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:29

14 identicon

Ykkar verkefni er að verja og starfa fyrir sjóðsfélaga. Hafið skömm fyrir. Það hryggir mig mjög að geta ekki sýnt vanþóknun mína á störfum ykkar með áhrifameiri hætti en þessu litla bréfkorni. Það er einlæg ábending mín til ykkar að þið verjið ímynd sjóðsins og VR með því að segja af ykkur og hleypa nýju fólki að. Lágmarksviðbrögð eru að formaður hverfi til annarra starfa utan sjóðsins og félagsins.

mcts dumps (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband