Verðlag á mat og heimur í tölum

Verðlag á matvöru vekur alltaf áhuga minn á ferðalögum. Frekar hallærislegt áhugamál en festist við okkur sem sjáum lengi um innkaup á stórum heimilum. Í Eþíópíu er almennt verðlag 5-20 sinnum lægra en á Íslandi. Þannig var algengt að fá ódýra hótelgistingu á 300 - 1000 krónur íslenskar, kaffibollinn kostaði yfirleitt 20 krónur, tebollinn 10 krónur, máltíð á veitingstað sækja 30-500 krónur.

Síðasta daginn fór ég svo á markaðinn því ég vissi að ég var ekki með nema um 12-15 kíló af farangri og því ekki að nota tækifærið og kaupa ódýrar baunir, grjón, krydd, kaffi, te og fleira góðgæti. En viti menn. Baunakílóið kostaði 200-230 krónur, hér heima kosta sömu baunir í mesta lagi 400 krónur og baunirnar hér heima eru í hærri verðflokk vegna umbúða, hvort það eru betri baunir skal ósagt látið. Þessar baunir á markaðinum í Merkato í eru allavega mun umhverfisvænni og hafa orðið til án vélvæðingar! Kaffi kostaði 500 krónur kílóið, hrísgrjón 150 krónur. Það er enginn tífaldur munur þarna.omo031109_716.jpg

Nú er verðkönnun á þriðja heims markaði ekkert einföld því það er hefð fyrir því að tvöfalda verðið fyrir túristum og stríða þeim svoldið. En við vorum tveir á þessum markaði og höfum báðir nokkra reynslu af svona prútti. Að lokum sannfærðumst við þegar við sáum heimamenn einfaldlega greiða þessi verð. Þetta voru verðin á bændamarkaði. Í yfirstéttarbúðum borgarinnar mátti fá sömu vörur innpakkaðar á 30-200% hærra verði, þ.e. allt að því jafn dýrar og hér heima.

Þetta segir okkur mikið um það hvar okrið verður í hinum vestræna sóunarsamfélagi. Það er ekki í grunnverðlagi þess sem myndar grundvöll lífsins og um leið samfélagsins heldur í því sem smurt er ofaná því við smyrjum þykkt, þykkt, þykkt þessir feitu hvítu rassar sem við erum.

(Ljósmynd  Egils af sveitakonu í Omodalnum við einhverskonar þreskivinnu og líklega er starfsdagur í leikskólanum...)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verðlagið byggist á því að hagkerfi Eþíópíu er minna en hagkerfi Íslands, en Eþíópíumenn 200 sinnum fleiri svo að 200 sinnum minna verður til skiptanna.

Kaupgjald er lágt, svo lágt að meðalmaður úti á landsbyggðinni getur verið nokkra daga að vinna fyrir einni kókflösku og er þá dauður úr þorsta áður.

Þannig var það á þeim slóðum sem ég fór um þar í landi fyrir fjórum árum.

Ómar Ragnarsson, 4.3.2010 kl. 00:09

2 Smámynd: Björn Emilsson

Sagt er að helmingu fólks sé önnum kafið við að opna pakkningar sem hinn helmingurinn hafi pakkað. Víst er að öll þessi pökkun kostar sitt, ásamt þeim auglysingum sem klint er á pakkana. Dæmi um kornflögur, innihaldið er aðeins 5% af verði pakkans út úr búð. Svo er svokölluð ´bulk´ vara margfalt ódýrari. Ekki vinsæl, kannske af ríkisvaldi og kaupmönnum, gefur þeim minna í kassann.

Það er tímabært nú, að líta á alla þessa óskapar þörf ríkisins fyrir peninga. Dæmi, milljónakostnaðurinn við þjóðaratkvæðisgreisðluna, sem hægt væri að framkvæma, næstum ókeypis með nútíma tölvutækni. Svo á líka við, með alla þessa stjórnsýslu ríkisins. Er nokkur þörf fyrir Seðlabankann og 40 manna starfslið útlendingastofnunar, svo eitthvað sé nefnt.

Björn Emilsson, 4.3.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kaffi og baunir fyglja heimsmarkaðsverði hverju sinni.. sama hvar það er í heiminum og án tillits til efnahags.. 

Óskar Þorkelsson, 4.3.2010 kl. 18:54

4 identicon

I like your site its quite informative and i would like to come here again as i get some time from my studies. i would like to invite my other friends to this site, as you have done a great job.

exam 70-642 (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 05:13

5 identicon

Blogs are always a main source of getting accurate information and provide you the handy results; you can get instant and reliable information which surely helps you in any field of your concern.

sun certification (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 05:14

6 identicon

Your site is really nice especially this article is very informative. All the articles are very informative and increase my knowledge a lot. Well this site plays a very important role in improve of our new generation Good job.... keep it up

tibco (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 05:15

7 identicon

Hey...this is a wonderful website and an informative post!!! i am new here and i found this site very interesting and informative.

70-630 (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 05:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband