Óvinsældir listamannalauna...

Umræða um listamannalaun hefur aldrei verið listamönnum eins óhagstæð eins og síðustu vikur. Þar ræður mestu makalaust viðtal við Þráinn Berthelson alþingismaður þar sem hann skilgreindi alla sem eru á móti listamannalaunum sem fábjána. Sjálfur er Þráinn á listamannalaunum en ekki heppilegur talsmaður þeirra sem hljóta slík laun.

Raunar eru listamannalaun Þráins orðin til við pólitískt samsæri eða spillingu sem er annars mjög fátítt með listamannalaun. Þráinn sem hefur gert margt gott í kvikmyndagerð og skrifað nokkrar bækur beitti Framsóknarflokknum til að komast á heiðurslaunalistann sem er nokkurskonar eftirlaunasjóður. Eftir að hafa komist á listann hætti Þráinn í Framsóknarflokknum, gekk svo í hann aftur og úr honum aftur og er nú hvorki í þeim flokki né öðrum.

Sjálfur þekki ég ágætlega greinda og skemmtilega menn sem eru á móti listamannalaunum en ég er ekki sammála þeim. Til listamannalauna fara ekki háar upphæðir og þær mætti hækka þegar betur árar því það er fátt eins mikilvægt til að viðhalda sköpunarkrafti samfélagsins, menningu okkar og sjálfstæði í bæði efnahagslegu samhengi, pólitísku og andlegu. 

Efnahagslegt mikilvægi manna eins og Þórbergs, Ásgríms og Megasar er í mínum huga hafið yfir allan vafa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst lágt lagst þegar efnhahagsleg rök eru einu rökin fyrir eflingu lista og listamanna. Ég held að engin þjóð leggi áherslu á það atriði nema Íslendingar, hvað þá á það eitt.

Það er ansi óvarlegt af þér að bendla Þráinn við spillingu og nepotisma í þessu samhengi. Jaðrar við meiðyrði.  Þú þyrftir að sýna fram á það áður en þú slettir slíku fram, ella þarftu hvort sem er að gera það í réttarsal.

Svona sveitasímasiðgæði klæðir þig ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 20:57

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Þinn löngu gengni guðfaðir, Hriflu Jónas, stýrði á sínum tíma Menntamálaráði   þar sem illdeilur - og nær handalögmál - voru í flokki með ágreiningi um stjórnmál, trúmál og hundamál !

 Þetta með garminn hann Þráinn, í Framsókn , úr Framsókn, í Framsókn, úr Framsókn, staðfestir ánægjulega að hans eigin orð eru hárrétt, þ.e. " 5% þjóðarinnar hreinir " idíótar"( Þó ekki Megas !)  - Eða sem Rómverjar sögðu.: " Quos Deus vult perdere prius dementat" - þ.e. " Þá sem Guð vill losna við gerir hann fyrst "klikkaða" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 22:55

3 identicon

Listamannalaun finnst mér eiga við þegar ungir listamenn eru að stíga sín fyrstu skref á ferli sínum. Þá geta þeir einbeitt sér að list sinni án truflanna og álags vegna vinnu. Meðal annars.

En menn eins og Bubbi og Þráinn Bertelsson sem eru á háum launum við annað. Eiga ekki að komast á þessi laun. Tala nú ekki um þegar efnahagsástandið er svona.

Og að Þráinn Bertelsson kalli m.a kjósendur sína! fábjána og fífl, afþví að þeir eru honum ósammála. Segir mikið um geðheilbrigði þessa manns. Hann náði að ljúga sig inn á alþingi og hefur þar ekkert gert, nema að valda deilum og leiðindum. Vona að kosningar verði sem fyrst, svo hægt sé að koma honum og fleiri sem hafa ekkert erindi á launaskrá skattborgara, út af alþingi!

Kjósandi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:01

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það er spurning Bjarni hvort að listamannalaun efli listsköpun. Mér er það mjög til efs.

Nú þegar spurning er um hvort að þjóðin geti haldið uppi nauðsynlegri velferðarþjónustu eins og við sjúka og aldraða þá er spurning hvort það verði ekki að hafa forgang umfram listamannalaun, sendiráð o.f.frv. og svo framvegis.  Ég er sennilega í hópi fábjána að mati Þráins Bertelssonar sem komst í heiðurslaunaflokk vegna pólitísks hráskinnaleiks eins og þú rekur réttilega í færslunni þinni.

Jón Magnússon, 18.3.2010 kl. 14:04

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það var mikið framfaraspor þegar stjórnmálamenn voru ekki lengur að vasat í útdeilingu listamannalauna.

Frægt er þegar Hriflon fór að taka ákvörðun um hvað væri list og hverjir væru verðugir launa þessara. Hann mátti varla við því blessaður karlinn, hann var einangraður í Framsóknarflokknum og að efna til opinberra deilna við listamenn varð til að hann einangraðist enn meir.

Listamannaaun bestu rithöfunda okkar voru nánast strikuð út á stríðsárunum vegna þessara sjónarmiða og átti það sjálfsagt sinn þátt í að dýpka bilin milli flokkanna.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.3.2010 kl. 18:49

6 identicon

thanks for your good topic

mbt shoes (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband