Í íslensku fátæktarhverfi...

Fór á Kóngaveg í Háskólabíói í gær. Myndin er einkar vel leikin, persónusköpun skemmtileg og um margt heillandi. Söguþráðurinn - semsagt handritið - er samt of laust í reipum og það eiginlega vantar fléttuna í söguna, plottið eða festuna í frásögnina.20091221155549984.jpg

Þó að margir hér búi við kröpp kjör var í myndinni dregin upp ýkt mynd af íslenskum lúserum sem búa í hjólahýsaslömmi. Hugtakið "white trash" var hér heimfært á íslenskan veruleika. Fyrir öllum sem hafa kynnst  fáránleika fátæktarinnar í gettóum Vesturlanda og ríkjum þriðja heimsins þá var myndin raunsönn lýsing á því hvernig Ísland, eða hluti þess, gæti orðið ef fátækt eykst hér að marki.

Fyrir þá sem heillast af þessari tegund mannlífsflórunnar er upplagt að berjast fyrir því að Ísland gangi í ESB, þá verður nóg af ólæknandi og viðvarandi atvinnuleysi hér með tilheyrandi efnalegri og andlegri fátækt.

Önnur leið að sama marki er að fylkja sér undir frjálshyggjufánana og berjast með íslenskum belgingi fyrir því að Ísland verði ríkasta land í heimi! Í þeirri vegferð vantaði síðast ekki nema herslumuninn til að koma landinu almennilega fram af bjargbrúninni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Andstæðingar ESB aðildar sem og fylgjendur aðildar segja báðir að hér fari allt til andskotans og ömmu hans ef við gerumst aðilar að ESB og öfugt. Ég held það fari best á því að hlusta á hvorugan, hvað þá frjálshyggjufánana eins og þú orðar það. Best væri að almenningur kastaði af sér oki fjórflokksins og fjármálaaflanna og ákvæði sjálfur hvort hann vildi í sambandið eður ei.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.4.2010 kl. 13:30

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bjarni ætti kannski að horfa á Djöflaeyjunna til að sjá að hér hafa svona hverfi verið á Íslandi fram eftir 20 öldinni og fyrr. Og það voru afleiðingar hafta og gjaldmiðils okkar. Þannig að það má eins segja að ef að stefna Bjarna fellur fólki vel þá eigi það að forðast að ganga í ESB.

Síðan væri gaman að vita hvort að mörg svona hjólhýsa hverfi hafi myndast í Svíþjóð og Finnalndi eftir að þau gengu í ESB?

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.4.2010 kl. 14:17

3 identicon

Félagi Bjarni !

 Daginn sem þú getur af rökvísi skýrt merkingu orðsins " frjálshyggja" - skaltu hetja heita !

Hygg að mál hafi þróast þannig gagnvart ESB., að eigi þurfi að óttast.

 Breima-KETTIR Samfylkingarinnar nærri þagnaðir !

 Meðalatvinnuleysi í ESB., löndum í dag 16,8% !

 Þögn ESB., sinna orðin býsna hávær.

 Hversvegna ?

 Jú, " gullið" þeirra nær orðið að " grjóti" -  eða sem Rómverjar sögðu.: Non teneas aurum totum quod splendet ut aurum" - þ.e. " Ekki er allt gull sem glóir" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 17:42

4 identicon

Tja, bjó nú við svipuð kjör (vegaskúr) í EES umhverfi. Flutti inn 1994. Það átti reyndar að vera tímabundin lausn, en þar sem ólin hertist frekar í mínum geira (landbúnaði) þá átti ég eftir að þreyja þarna þorran og góuna í 8 ár. Hefði gjarnan skipt þessu út fyrir klæddan bragga eins og í Djöflaeyjunni.

Og meira handa Magnúsi:

"Síðan væri gaman að vita hvort að mörg svona hjólhýsa hverfi hafi myndast í Svíþjóð og Finnalndi eftir að þau gengu í ESB?"

Braggahverfin voru ekki á hjólum. Þau voru gefins, hús þeirra tíma eins og húsin frá varnarliðinu eru í dag. Og hvað gerum við? Jú, - nýtum þau. Enda gott að eiga eitthvað til vara þegar afsprengi fólksfjölgunarinnar síðastliðin ár komast á atvinnualdur og labbayfir í meðaltal ESB atvinnuleysis upp á 16.8 % í dag, sem er meira enÍsland í Kreppu, - og þá er ekkert slor að eiga uppfært "hjólhýsahverfi" frá kananum tilbúið :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband