Við Þórðarfell á Fimmvörðuhálsi

fimmvorduhals001.jpgKomst í vikunni á Fimmvörðuháls sem var bæði tilkomumikið og skemmtilegt. Þórðarfellið fagra býr  yfir krafti og frumleika líkt og nafngjafi þess Þórður í Skógum. Þarna uppfrá sló ég tölu á yfir 100 farartæki og úr einu þeirra komu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hér í bæ með Eyþór Arnalds í broddi fylkingar.

Það var vitaskuld við hæfi að tekin væri mynd af okkur keppinautum og nágrönnum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Ég er meira inná því að fjallið fái nafnið Þórðarfjall. Þórðarfell er til: http://ferlir.is/?id=7372

Tillaga mín að nafni á fjallið sem er að myndast á Fimmvörðuhálsi er Þórðarfjall.
Þórður Tómason er frá Vallnatúnum, sem var bær undir austur Eyjafjöllum. Frá Vallnatúnum er Eyjafjallajökullinn bæjarfjallið. Í framhaldi Jökulsins er
Fimmvörðuháls og síðan Mýrdalsjökull.
Þórður hefur starfað í Skógum undir Eyjafjöllum alla sína ævi, setti á fót þar byggðasafn Rangárvallaö og Vestur Skaftafelssýslu.Hann tók þátt í uppbyggingu héraðsskólans í Skógum og starfaði við hann alla tíð skólanns.
öÍ ljósi sögunnar þykir mér réttast að nefna þetta fjall á Fimmvörðuhálsi í höfuðið á Þórði Tómassyni. Þórðarfjall. 

Njörður Helgason, 1.4.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Birtufell væri kannski vel við hæfi? Okkur var allt í einu bent á það að líta upp úr peninga-svika-gróða og átta okkur á raunverulegum stór-vanda? Alla vega hefur fellið dreift huganum og er það þakkarvert!   Mb.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.4.2010 kl. 13:03

3 identicon

Hruni er nú nærtækara enda rennur hraun í Hrunagil. Annars Kreppa, enda eðlilegt að eldfjöll beri kvenmannsnöfn (hafa kvennaskap, þ.e. gjósa oft og lengi eins og konum er títt).

Ég býst hins vegar við að höfðingjarnir klíni þórðarnafninu á það, í veikri von um að einhvern tímann verði fjall látið heita í hausinn á þeim sjálfum!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Blessaður Bjarni!

Þetta var ógleymanlegt...og pylsurnar sviku engan.

Skjaldborg er að festast sem nafn yfir nýja fjallið. Þá er hún fundin...

Eyþór Laxdal Arnalds, 1.4.2010 kl. 17:11

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gaman að sjá ykkur saman bloggvini mína !!!!,og kveðjur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.4.2010 kl. 17:46

6 identicon

Félagi Bjarni !

 " Grunaði ekki Gvend" !

 Vinstri-RAUÐI frambjóðandinn að nálgast óðfluga  sæng Arnalds !

 Fullvissa að þar er um  mjúka "íhalds"- dúnsæng að ræða !

 Minnstu orða Ritningarinnar.: " Það er meiri gleði á himnum yfir einum syndara sem gerir iðrunn - en níutíu og níu réttlátra sem ekki þurfa iðrunnar með " !

 Þessu var Kalli Sveinss., alltaf búinn að spá - eða sem Rómverjar sögðu.: "# Rem acu tangere" - þ.e. "Hitti naglann á höfuðið" ! - og það  1.apríl. ! 

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 18:08

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skjaldborg er tvímælalaust besta nafnið sem ég hef heyrt til þessa. Held að Sveinn í Vík hafi komið með það fyrstur og þótt vel við hæfi að loksins væri Skjaldborgin að rísa ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 23:41

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Bjarni.

Gaman að sjá ykkur félaga saman á mynd við gosstöðvarnar.

Ég legg til að fellið eða fjall sem verður heiti einfaldlega Þórður, í höfuðið á mínum góða vini og frænda Þórði í Skógum.

Væntanlega verður einnig til kennileiti við hina nýju gossprungu sem nefna mætti í höfuðið á föður Þórðar, Tómasi heitnum sem kallaður var Tumi.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2010 kl. 00:08

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég sé ekki ástæðu til að klína á þennan vesalings gíg einhverju krossbanda, spunaþvælu afglapa hruna nafni, svo þarfur sem hann er okkur nú. 

Sé einhver þarna í grennd sem á heiður skilin þá er það Þórður í Skógum.  Svo staðfastur og þrautseigur og skemmtilegur maður er okkur þörf vísbending fram og aftur og látum gíginn, fellið, fjallið njóta Þórðar og hann þess.  

En í þessu sem öðru er rétt að bíða leiksloka.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 10:00

10 identicon

Annað hvort Þórðarfell... eða eins og mér finnst fallegast...

FIMMVÖRÐUFELL   

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 16:56

11 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Ætla nú hægri menn að fara að klína einhverju Skjaldborgarnafni á vesaling eldjökulinn eða logafjöllinn eins og Bjarni Thór. kallaði Eyjafjallajökul í frægu kvæði um gosið 1821-23?

Ég skil vel að þeir vilja hvorki Hruna né Kreppu, en vil minna á að nú er vinstri stjórn (en ekki hægri) við völd - og hún ræður!!

Torfi Kristján Stefánsson, 2.4.2010 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband